— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 2/11/03
Jólasálmur

Hugleiðing um tannheilsu tímans með bestu jólakveðjum til baggalýtinga.

Svo um turnast tíðarhjól
og tréin niður sagar
þegar koma hvítust jól
og hvergi eru hagar.

Holuna í tímans tönn
tunglfyllingin lagar.
Jónsmessa og jólaönn:
jafnfallnir dagar.

Baggalútum ber ég þá
bragarkveðju jólum á.
Látið ganga ljóðaskrá
lífsglaðir á næstu krá.

   (9 af 17)  
2/11/03 23:01

Sundlaugur Vatne

Gleðileg jól, Sjöleiti. Kveðumst hressir á að loknum jólum

2/11/03 23:01

hundinginn

Ágætt! Njótið hátíðanna vinir mínir.

2/11/03 23:01

Sauða-Mangi

Munið af faðma einhvern yfir hátíðirnar - það er svo fallegt.

2/11/03 23:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er kveðskapur góður og hafðu þökk fyrir. Gleðilega hátíð.

3/11/03 00:01

Limbri

Þarna er á ferðinni afar fínn kveðskapur. Hafðu það sem allra best yfir hátíðirnar og vonandi færðu þér eitthvað gott að borða.

-

3/11/03 00:01

Nornin

Gleðileg jól.

1/12/04 02:02

Skabbi skrumari

Ljómandi fínn kveðskapur... gleðileg jól, betra seint en aldrei

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.