— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/03
Sjúga, ekki bryðja

um kosti loftbóludekkja

Í gegnum vetrarstorma hafa nagladekkin haldið mönnum innan vegar við akstur í krapi og hálku. En nútíminn færir okkur skárri kosti en að myljast þannig áfram á sleipiefnum árstíðanna. Loftbóludekk standa jafnbarða nagladekkjum þegar kemur að veggripi og hemlunarvegalengd. Þau eru hljóðlát og stimamjúk.

Nagladekkin naga malbikið látlaust og umbreyta í viðurstyggilegt duft sem fýkur yfir seka vegfarendur og saklausa. Af hinu stöðuga nagi verða til holur, rennur og skorur. Yfir sumarið er hver einasti götutroðningur fullur af malbikunarvélum og hálfnöktum stráklingum með skóflur. Slíkum holufyllingum fylgja umferðartafir og iðulega rennur vegæði á dagfarsprúða menn á leið frá vinnu.

Það er því samfélagsleg skylda hvers Íslendings sem renniríður að staðaldri um götur borgarinnar að skipta yfir á skaðminna hjóltau. Loftbóludekkin virðast þar góður kostur vilji menn ekki glata umferðaröryggi sínu.

Sem gangandi vegfarandi heyri ég dag frá degi fjölga í flota mulningsvélanna. En stundum staldra ég við og yfir mig fellur sama værð og daginn sem mér var í æsku gefinn pokinn með rauða kóngabrjóstsykrinum. Líkt og úr fjarska heyri ég rödd móður minnar, leiðbeinandi, stranga en um leið milda: Sjúga, ekki bryðja, segir hún. Sjúga, ekki bryðja.

   (11 af 17)  
1/11/03 04:02

B. Ewing

Og gera hálfnöktu stráklingana álíka óalgenga og gömul bílnúmer!!! Er þér alvara??

Samt satt.

1/11/03 04:02

Frelsishetjan

Mamma þín talar þá væntanlega af reynslu.

Mikið vorkenni ég pabba þínum...

1/11/03 04:02

Limbri

Þurfti hann að kaupa brjóstsykurinn ?

-

1/11/03 04:02

Frelsishetjan

Nei brjóstsykurinn er bara myndlíking

1/11/03 05:00

Barbapabbi

Vel mælir Sjöleitið og skáldlega... vissulega er rétt að bölvuð tannhjólin naga, ekki einasta göturnar heldur einnig göt á pyngjur skattgreiðenda sem standa verða undir kostnaði af vinnu strípalinganna. Ef ég á að borga fyrir það þá krefst ég þess jafnréttis að hálberar stúlkukindur svitni einneg yfir malbikinu oss til gleði og dægradvalar í umferðinni. AMEN

1/11/03 05:00

Galdrameistarinn

Loftbóludekk standa jafnbarða nagladekkjum þegar kemur að veggripi og hemlunarvegalengd. Segir þú? Hefur þú prófað að fá þér svona gúmísogskál og hrækja á gler og smella því á og prófa að draga það til? Hvað gerist?

1/11/03 05:00

Sjöleitið

Rétt athugað hjá þér Galdrameistari. Gúmísogskálar af þessu tagi ná góðu gripi á hræktu gleri en samkvæmt því sem um framleiðslu er ritað í fræðsluriti Gúmívinnustofunnar ("Gúmmí" er ónefni) þá munu loftbólurnar heldur minna á harðnandi geirvörtu að því leyti að þær draga í sig umhverfisáhrif og stinnast. Þetta ástand kýs ég að kalla Wartburg.

1/11/03 05:00

hundinginn

Keðjurnar á! Enda er allt á kafi í snjó í borginni og aldrey nokkurn tímann er saltað!

1/11/03 05:01

Frelsishetjan

Ég hef nú prufað þessi loftbóludekk og ég get sagt það með vissu að þegar að svell er þá virkar þetta drasl ekki neitt. Þá er betra að nota nagladekkin. Ég er hindvegar ekki sammála því að nagladekkin séu notuð vegna þess að það er ekki oft sem að svellið kemur. Ef við gefum okkur þá forsendu að vetur sé 6 mánuðir þá er svellið aldrei meira en svona 2 vikur í mestalagi. Hinar 22 vikurnar snjólausar eða slabb og þar segja nagladekkin ekkert. Auk þess vil ég benda á að hemlunarvegalengd bíla á nagladekkjum er lengri á malbiki heldur en þeir sem eru á venjulegum ónelgdum vetrardekkjum.

1/11/03 05:01

Hakuchi

Ég hef enga trú á loftbóludekkjum og held mig við nagladekkin af illri nauðsyn. Hins vegar hef ég heyrt um e-k karbóndekk, þar sem karbónflísum er blandað í dekkin sem gefa grófa áferð. Það hljómar eins og eitthvað sem gæti virkað á svelli. Hefur einhver reynt þessi dekk?

1/11/03 05:01

Finngálkn

Góður punktur hjá Frella. Ég hef líka verið á agalega fínum loftbólu dekkjum sem skiluðu mér líka agalega fínt uppá aðra hverja umferðareyju hér í borg. Annars eru naglarnir bölvað sorp.

1/11/03 01:01

voff

"Sjúga, ekki bryðja" þetta hljómar eins og titill á bók sem þær gætu sett saman Paris Hilton og Pamela Anderson.

1/11/03 20:01

Rasspabbi

Loftbóludekk á alla bíla!

Er alsæll með þesssar tuðrur.

Kannske fólk hagi akstri og hraða eftir aðstæðum. Dekkin gera ósköp lítið, sama hversu góð þau eru, ef fólk ekur of hratt miðað við aðstæður.

Bless...

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.