— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 1/11/02
Rjúpnaveiđiferđ

Nú er tími rjúpnaveiđa og ţví ekki úr vegi ađ koma međ veiđisögu síđastliđins laugardags.

Ţennan dag vaknađi ég árla morguns og leit til veđurs, ekki var útlitiđ vćnlegt, en ég hafđi grun um ađ í ţessu veđri myndu rjúpurnar halda sig til hlés viđ felliđ, undan norđargarranum. Ég ákvađ ţví eftir miklar bollaleggingar og tvćr skálar af hafragraut og einn kepp af súru slátri ađ rölta inn dalinn.

Ég rölti af stađ međ framhlađninginn trygga um öxl, inn í norđangarrann og snjókomu og stefndi á kjarrbala sem var í dalsmynninu, rölti síđan upp á bunguna á milli dalanna og hugđist koma ţeim ađ óvörum ofan frá.

En skyndilega fóru öll plön út um ţúfur ţegar rjúpa stökk upp rétt fyrir framan mig og í óđagoti skaut ég á eftir henni en hitti ekki, samstundis flugu upp tvćr rjúpur og stefndu allar ţessar ţrjár rjúpur inn í eystri dalinn og ákvađ ég ađ elta ţćr. Ég fór niđur í dalinn, en fylgdist jafnframt međ brúninni norđanverđri, en mér ţótti líklegast ađ rjúpurnar myndu halda sig ţar.

Á leiđinni inn dalinn sá ég sitthvora rjúpuna og var ţađ rétt, ţćr héldu sig í brúninni og rölti ég annađ slagiđ upp á brúnina og rak ţćr áfram međ prílinu, einu sinni komst ég í fćri og skaut á ţćr báđar en hittnin var eitthvađ ađ plaga mig og rjúpurnar héldu alltaf lengra og lengra inn dalinn. Ţar kom ađ ţví ađ ég var kominn inn í dalsbotninn og var göngufćriđ orđiđ frekar erfitt, snjór upp ađ mitti en áfram var öslađ í gegnum ófćrđina.

Síđasta sem ég hafđi séđ til rjúpanna var viđ urđ nokkra í fjarska og ţegar ég kom ţangađ sá ég ekki rjúpurnar og skildi ekkert í ţessu. Ég ákváđ ţví ađ skjóta inn í urđina og athuga hvort eitthvađ flygi upp, viđ ţađ trítluđu tvćr rjúpur af stađ dálítiđ fyrir neđan mig og ákváđ ég ađ laumast ađ ţeim. Ţađ tókst ágćtlega og komst ég í ágćtis fćri. Nú var andađ rólega og öryggiđ tekiđ af, miđiđ var lagađ, labbađ til hliđar ţar til ţćr báru sirka saman, síđan taldi ég upp á fjóra og skaut, báđar rjúpurnar steinlágu og batt ég ţćr í saman og hnýtti viđ skotbeltiđ.

Ég rölti síđan upp úr dalnum og yfir bunguna á milli dalana og ađ brún vestari dalsins, ţar sá ég vćnlegt kjarr og rölti niđur í ţađ og um ţađ. Erfitt ţótti mér um vik ađ ganga í kjarrinu og datt ég og veltist um ţađ og í einni byltunni lenti ég í rjóđri nokkru sem ég hafđi ekki séđ fyrir snjókomu.

Fyrir algjöra tilviljun hafđi ég hitt á stóran hóp af rjúpum, en styggar voru ţćr og flaug hópurinn upp, ég mundađi byssuna og miđađi á fremstu rjúpuna og kippti byssuna til um leiđ, til ađ hagladreifinn myndi ná fleirum rjúpum. Viđ bakslagiđ frá byssunni rotađist ég og var ég líklega frá í um tíu mínútur. Stóđ ég ţá á lappir og týndi upp rjúpurnar sem voru fleiri en ég hafđi búist viđ, 14 rjúpur lágu í valnum.

Nú var kominn tími á ađ halda heim á leiđ og var ljúft ađ skríđa inn um dyrnar á kofanum heima, međ jólamatinn í farteskinu. Ţannig fór sú veiđiferđ.

   (199 af 201)  
1/11/07 03:01

Geimveran

Múhahahahahahaha!

2/11/07 05:01

Wayne Gretzky

Múhaha!

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...