— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Skabbi skrumari
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 3/12/04
Leitin ađ Limbra I

Eins og menn vita ţá er stefnan sett á ađ finna Limbra og hér kemur smá dagbókarbrot af ţví sem á daga mína hefur drifiđ síđan í síđasta félagsriti... fyrir áhugasama...

Ég er frekar mikiđ flughrćddur og fer helst ekki upp í flugvél ótilneyddur (fyrir utan eitt skipti ţegar ég fór á svađalegt fyllerí á Hvolfsvelli og vaknađi svo skelţunnur og vitlaus út í Hong Kong, en ţađ er nú önnur saga)... ţví var ákveđiđ ađ besta leiđin til ađ komast til Gammel dansks vćri međ skipi (enda alvanur sjóari og gćti jafnvel leyst af á stíminu)... ég hafđi ađ sjálfssögđu samband viđ hin ýmsu skipafélög og var mér tjáđ ađ ţeir vćru flestir hćttir farţegasiglingum og besta leiđin međ skipi vćri ađ taka ferju frá Seyđisfirđi...

Ţađ var á fimmtudaginn sem ég ákvađ ţessa ferđ og ţví keyrđi ég af stađ áleiđis vestur á land.. tók sinn tíma (ţurfti ađ koma viđ á nokkrum pöbbum á leiđinni). Nú sit ég á pöbb á Ísafirđi ţar sem ég komst í Internet-samband og búiđ er ađ tjá mér ţađ ađ Seyđisfjörđur er ekki nćsti fjörđur fyrir sunnan Skutulsfjörđ eins og ég var međ í kollinum (skil ţetta ekki, eins og ég hef oft komiđ á Seyđisfjörđ ađ ég skyldi klikka á ţessu, ég hef líklega veriđ eitthvađ á hvolfi ţegar ég var ađ ţvćlast ţar í denn)...

Hér er ekki hćgt ađ fá sér Ákavíti, hér lifa menn á Íslensku Brennivíni (sem er nú ágćtis drykkur verđ ég ađ viđurkenna og hef ég oft ţegiđ ţann forna vin ţegar allt annađ bregst)... en ég á líka slatta af ÚltraKóbalts-Ákavíti í skottinu á bjöllunni gömlu ţannig ađ ţađ er nú í lagi (verđ ţó ađ passa mig ađ klára ţađ ekki áđur en ég kemst til Gammel-dansk)...

Hringdi áđan í ferđaţjónustufulltrúa á Seyđisfirđi og hann tjáđi mér ađ ferjan fćri á miđvikudögum svona yfir vetrartíman, ţví er ljóst ađ ég hef ekki misst af ferjunni enn [bankar í barborđiđ ţrisvar sinnum međ Brennivíns-staupinu, tekur saltstauk og fleygir út um gluggann, stekkur upp á borđ og gólar lukkusönginn hárri röddu]*...

Ég hef ţví nokkra daga enn til ađ ná ţessari ferju áđur en hún leggur af stađ... nú hef ég kannađ máliđ og veit nákvćmlega hvar Seyđisfjörđur er og er ég ađ vonast eftir ađ komast austur á land í tíma til ađ taka hús á kunningjum og vinum fyrir austan... kannske mađur geti platađ einhvern á smá fyllerí áđur en mađur leggur af stađ í svađilförina til Baunaveldis...

Nú ţarf ég samt endilega ađ skála viđ nokkra kappa hérna á pöbbnum, en einnig hef ég heyrt ađ hvergi sé betri kćst skata en einmitt hér fyrir vestan og hef ég í hyggju ađ bragđa hnođmör og fleira góđgćti áđur en ég legg af stađ austur á land...

Mun halda áfram ađ láta vita af mínum ferđum ef áhugi er fyrir hendi og ástćđa ţykir til... ţetta verđur ţó vonandi tíđindalítiđ ferđalag, en ţađ er ţó sjaldnast svo ţegar mađur er međ fullt skott á ÚltraKóbalts-Ákavíti...

Skál...
Skabbi skrumari

* Lukkusöngurinn er sunginn međ sínu lagi:

Drykkur í kaldri krukku
kasta ég salt til lukku
rammfalskur grenja
raddböndin ţenja
rónarnir á mig stukku

   (121 af 201)  
3/12/04 20:01

Heiđglyrnir

Mađur lif-andi, ţetta er spenn-andi. Skál Skabbi minn. Góđa ferđ.

3/12/04 20:01

Ţarfagreinir

Ég óska ţér góđrar ferđar, Skabbi. Ţađ er ţarft verk ađ komast ađ ţví hvar hann Limbri er niđurkominn.

3/12/04 20:01

Haraldur Austmann

Baldur fer frá Brjánslćk og ţađan til Danmerkur via Azoreyjar.

3/12/04 20:02

Vladimir Fuckov

Vjer óskum yđur góđs gengis í leitinni ađ Limbra og fylgjumst spenntir međ. Skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]

3/12/04 21:01

Frelsishetjan

Ég hef heyrt ađ andi Limbra sé fastur í annari veröld. Svo kann ađ vera Skabbi ađ ţetta muni reynast hiđ erfiđasta verkefni en mundu ţađ ađ besta leiđin til ađ forđast ađ vera "online" er ađ eiga ekki módemiđ!

Hér er svo eitthvađ um ţann fjanda sem ţú ţarft ađ glíma viđ. http://www.worldofwarcraft.com/

Eins og sagt er međ ţennan leik. Buy it and kiss your life goodbye!

3/12/04 21:01

Hakuchi

Getur veriđ ađ Limbri sé í Limbúrgarhérađi Niđurlanda?

3/12/04 21:01

Vladimir Fuckov

Eđa eigi eitthvađ skylt viđ Rush Limbaugh ?

Skabbi skrumari:
  • Fćđing hér: 11/8/03 13:32
  • Síđast á ferli: 26/2/19 13:32
  • Innlegg: 6954
Eđli:
Forstjóri ÁTVB (Áfengis og TóbaksVerslunar Baggalíu). Skabbi er hér skrítinn fír skálar hann í flýti karpar mikiđ drykkjudýr drekkur Ákavíti Međ friđargćslu gerir hann grikk ţá ljótukalla hákarla ađ kćsa kann og kasta upp á hjalla
Frćđasviđ:
Er smáfróđur um allt, en stórfróđur um fátt. Ţykist hafa vit á öllu, en veit ósköp lítiđ um allt...
Ćviágrip:
Alinn upp á Baggalút, fékk kaplakóbaltmjólk í stađ brjóstamjólkur, auk ţess sem hann drakk kúmenaldinsafa í frumbernsku. Ţótti frekar lítill og óárennilegur í ćsku og á harđindatímum seinustu aldar lá viđ ađ Skabbi myndi ekki hafa ţađ af... Fyrir algjöra glópaheppni var hann eitt sinn ađ laumast í hákarlalýsistunnuna út viđ verkfćraskúrinn og hafđi Vargur Vésteins skiliđ eftir opna Ákavítisflösku ofan viđ tunnuna og hafđi hún lekiđ í heilu lagi niđrí tunnuna... Fyrir vikiđ smakkađi hann Lýsisblandađ Ákavíti í fyrsta skipti... Jókst honum kraftur, auk ţess sem ţađ fór ađ renna upp úr honum ýmiskonar klámvísur og níđvísur og hefur hann ekki horft til baka eftir ţađ... Hefur löngum ţótt ódćll og erfiđur viđureignar en fékk ţó sökum klćkja og mútubragđa Friđargćslustól hér á Gestapó og notar hann öll tćkifćri til ađ misnota ţá ađstöđu. Hann Skabbi er einnig ţekktur fyrir ađ misnota kvćđi sín á ýmsan hátt... sumir kalla hann kvćđaníđing hinn versta... auk ţess sem ţađ er fáheyrt ađ annađ eins skrípi geti ort kvćđi sem getur ekki komiđ frá sér óbrenglađri setningu... Húmor takmarkađur, en húmorast ţó. Ćviágripiđ er í sífelldri endurnýjun...