— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/05
Opin - berlega

Já, jeg vil byðjast opinberlega vægðar fjelagar mínir.

Elsku vinir mínir og fjelagar.
Ég vil biðja ykkur öll að fyrirgefa mjer slæma hegðun mína á árshátíð gærkveldsins.
Spörkin pústrana og öskrin. Borðdansinn og stólbrotin öll. Jeg er miður mín yfir þessu öllu saman.
Veit ekki hvað kom yfir mig. En ég get svarið, að svona fullur hef jeg aldrey verið.

Kæra Norn. Hvað átti jeg svosem með að pakka þjer inn í horn og hund skamma þig fyrir að vera orðin svona grönn og spengileg? Já og slá þig í þokkabót?

Tígra mín. Mjer fallast hendur. Man ekki betur en að hafa riðlast á læri þínu er jeg í frekju minni dró þig fram á gólf fyrir allra augum. Jæg græt!

Haraldur Austmann. Hvað var ég að setja út á skeggvöxt þinn og líkamsburði? Svona fjall myndalegur eins og þú ert nú. Svo bara hundsaði jeg að ræða við þig neitt frekar. Hvílíkur aumungjaskapur.

Herbjörn. Að jeg skuli hafa drukkið allt frá þjer. Og svo miklu miklu meira til. Get ekki afsakað það. Og mun ekki reyna.

Rauðbjörn. Pissaði jeg ekki utan í þig við barinn? Já og kýldi þig í magan í þokkabót? Þetta er óafturkræft og ófyrirgefanlegt. Öldungis.

Heiðglyrnir. Þú settir rjettilega út á eindæma sóðaskap minn og slæma umgengni. En jeg hafði eingan rjett á að berja þig og nudda þjer svo upp úr tóbaksstubbum í gólfinu. Fyrirgefðu mjer. Og jeg skal borga jakkafötin vinur minn. Lofa!

Vímus. Eitt ljótt olnbogaskot fjekkstu, svo vindillinn hrökk ofan í kok og þú nærri kafnaður. Og jeg bara hló eins og fífl að þjer. Þetta geri jeg aldrey aftur kæri minn. Þú áttir þetta síst skilið.

Aulinn minn. Hvernig gat jeg fengið mig til að troða svona eftirrjettinum niður í naríurnar þínar? Súkkulaðið og ísinn rann niður um allt og þú gersamlega trilltist. Skiljanlega. Þeir hefðu átt að flegja mjer öfugum út. Öfugum.

Rítinga. Fyrirgefðu, jeg er ekki svona. Þú mátt ekki misskilja mig en svona bara gera menn ekki. Jeg er með ekka af eftirsjá yfir því að hafa slegið þig svona.

Laufblaðið mitt. Að setja löppina svona fyrir þig svo þú fjellir killiflöt á salernisgólfið. Hvernig er hægt að vera svona viðurstiggilega ógeðslegur. Ekki fyrirgefa mjer!

Sundlaugur. Að skvetta á þig Blútnum og heimta annan, er nú bara rugl. En að reka einu Ákavítisflöskuna ofan í kokið á þjer er klikkun! Viltu reyna að gleyma þessu?

Ívar "Bassi" Sívertsen. Meðan þú stóðst þig svona drullu vel á sviðinu með Galdra. Var jeg að nudda mjer utan í Hexíu eins og hrútur á fengitíð.

Hexía mín. Þú átt svoddan tröll af manni þjer til stuðnings á svona erfiðri stund. Ættlaði ekki að perrast við þig. Öl, er böl.

Galdri Gígja. Ja mikil ósköp! Þú getur skemmt hnallurinn þinn. Samt algerlega óafsakanlegt af minni hálfu að rífa allt draslið úr sambandi og hvolfa skúringarfötu yfir þig og fjelaga þinn þarna á sviðinu. Hvað heitir þetta svið annars?

Og allir hinir háttvirtu gestir kveldsins. Jeg lofa ykkur því, að gera ekki svona aftur. Mín hegðun var forkastanleg með öllu og jeg er gersamlega í molum af sorg yfir öllu saman. Svona drykkja og ólæti af minni hálfu var ykkur til ævarandi skammar og jeg sje mjer ekki fært að leiðrjetta þetta. Öldungis öðruvísi en þið getið einhvurn veginn í hjarta ykkar sjeð ykkur fært að fyrirgefa mjer.

hundi.

   (34 af 145)  
1/11/05 12:01

Offari

Var árshátíðin haldin?

1/11/05 12:01

Hvæsi

Hvar varst þú eiginlega að berja fólk og hverja ?

ég varð ekki var við neina árshátíð.
Er hún ekki í kvöld ?

1/11/05 12:01

hundinginn

Hvar var jeg???

1/11/05 12:01

Regína

Hvenær verður næsta árshátíð?

1/11/05 12:01

Aulinn

Var ég á staðnum?

1/11/05 12:01

Texi Everto

Var ég á staðnum?

1/11/05 12:01

Þarfagreinir

Ég hélt að Litla Laufblaðið væri í Danmörku ...

1/11/05 12:01

Vladimir Fuckov

Rjett er það - er þarna því líklega óvart á ferðinni sjerlega góð staðfesting á því er gefið er í skyn í fjelagsritinu (þ.e. drykkju).

1/11/05 12:01

Húmbaba

Ég sá ekki betur en það hafi verið vesalings Sigfús sem hundinginn felldi svona rækilega á salerninu.

1/11/05 12:01

Nermal

Kanski bara heppni að maður var ekki á staðnum! En er ekki önnur árshátíð bráðum?

1/11/05 12:01

Tina St.Sebastian

Mér finnst að þú eigir að biðjast afsökunar á því að hafa sleppt því svona svakalega að reyna við mig.

1/11/05 12:01

Hexia de Trix

Hundi minn, ég fyrirgef þér perraskapinn, en það var alveg óþarfi hjá þér að sleppa því að drekka kakó, fyllibyttan þín!

1/11/05 12:01

Billi bilaði

Og samt varstu með einhverja bestu hegðunina!
[Glottir eins og fífl]

1/11/05 12:01

hundinginn

Funduð þið nokkuð pilluboxið mitt?

1/11/05 12:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég er með alveg herfilegan marblett í miðju andlitinu sem ég býst ekki við að losna við á næstunni.

1/11/05 12:01

Galdrameistarinn

Þjer er fyrirgefið elsku hundi minn og það er meira en mjög líkelegt að Vímus hafi fundið pilluboxið þitt og haft það heim með sjer.
Ekki gera þér vonir um að innihaldinu verði skilað.

1/11/05 12:02

Tigra

Þér er fyrirgefið fyrir að riðlast svona á löppinni á mér... þetta er allt í lagi, ég er búin að ná blettunum úr kjólnum.

1/11/05 12:02

Hexia de Trix

Þvoðirðu lífsýnin úr???

1/11/05 13:00

B. Ewing

Ætlar þú ekkert að afsaka það að hafa potað í belginn á mér? [Strunsar út af sviðinu og skilur eftir opið svo hægt sé að hrópa á eftir sér]

1/11/05 13:00

Jóakim Aðalönd

Það er ekkert verið að biðjast afsökunar á að hafa stolið af mér þúsundkalli!

1/11/05 13:00

Sundlaugur Vatne

Úmmbpp... Öhmppb...
[Reynir að ná ákavítisflösku úr kokinu á sér]

1/11/05 13:01

Ísdrottningin

Hundi minn, ég man nú ekki betur en að við skemmtum okkur að minnsta kosti alveg ágætlega saman...

1/11/05 13:01

Vímus

Frá minni hendi er þetta í góðu lagi. Ég skeit vindlinum þegar ég náði andanum og það var ekki einu sinni dautt í honum. Galdri reykti restina af honum.

1/11/05 13:01

Vímus

Jóakim ég hef þennan sem sat við hliðina á þér stórlega grunaðan um þúsundkrónastuldinn. Hann ku vera mjög varasamur vægast sagt

1/11/05 13:02

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]

1/11/05 14:01

Jóakim Aðalönd

[Hrasar afturábak og dettur út um gluggann]

Sazt þú ekki við hliðina á mér Vímus?

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.