— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/05
Eins og jeg man það llllll

Fyrir ykkur sem hafið eingan áhuga á þessari framhaldssögu, bendi jeg á að fara annað. En þið hin, sem hafið beðið með öndina í hálsinum um all langt skeið vil jeg segja, kíkið á "Eins og jeg man það lll" til upprifjunar og einlægrar skemtunar.

Fjörðurinn var spegil sljettur og þessi nýi og fíni bátur rann ljett áfram á fullri ferð inan um litla ís klumpa á víð og dreyf í haffletinum. Og ekki var þess langt að bíða, að klumparnir urðu stærri og stærri og strax vorum við lentir innan um borgarís, sem læðist út næsta fjörð, Qooroq fjörð. En þar í botninn er einn heljarinnar skriðjökull sem brotnar í sjó fram. Þarna áði Lasse, sem betur fer enda ekki frískur nóg til að láta vaða þarna í gegn á fullri ferð. Hann stoppaði bátinn og drap á mótornum og við ljetum reka um stund innan um þessi ferlíki. Sumir jakarnir voru dökk bláir að lit og öll form ímyndunarinnar birtust í hverjum og einum þessara trölla. Sjálf náttúran heilsaði mjer þarna í fyrsta sinni, þó ég hafi svo sem flækst um ísland og Evrópu, þá hurfu allar minningar um það um stund. Granít klettar og fjöll upp í 3000 metra hæð voru í bakgrunninum en ekki lengra en nokkur hundruð metra frá okkur og stóðu beint upp úr sjónum. Risa ísjakar voru þarna alveg upp við land meira að segja. Kanski um 70 metra upp úr sjó. Þögnin mikil og drungaleg, milli þess sem heirðust þungir dinkir í einhverjum jökunum meðan þeir veltu sjer og brotnuði við árekstra hvor við annan. Ekki get jeg líst tilfinningum mínum á þessum stað og á þessari stund, nema kanski svo að örlaði á ótta innst inní mjer, en virðingu fyrir móður náttúru fann jeg full sterka.
Brosið á vörum þessa nýja vinar míns var einlægt. Hvort sem hann drekkur eður ey, þá hefur hann alið manninn á þessum stað og öðlaðist sem snöggvast djúpa virðingu í huga mjer. En allt verður svo smátt á stund sem þessari, nema náttúran ein. Lasse setti í gang og brunaði af stað um leið og hann sagði "Komum okkur burt hjeðan, þetta er stór hættulegur staður" og við sigldum á fullri ferð út á milli jakanna uns sljettur og töfrandi hafflöturinn tók við og vel sást til allra átta. En við stefndum út Eríksfjörð á ný.
Eftir stutta stund hægðum við á ferðinni sunnanvert við land og komum á stað sem heitir Itilleq. Þar lögðum við við bryggju og Aqqalu, samferðamaður okkar tók upp NMT farsíma og hringdi eitthvert. Og ekki leið á löngu að maður kom akandi yfir eiði rjett hjá á gömlum Landrover jeppa. Hann var þarna kominn eftir pöntun til að sækja okkur og flytja yfir eyðið að Igaliku, þar sem nokkrar fjölskildur búa með sauðfje og höfðu þegið boð um einhvern fyrirlestur samferðamanna minna um sauðfjárbúskaparhætti.
Allir bændurnir voru þarna saman komnir fyrir utan samkomuhús, sem reist er úr grjóti sem tekið hafði verið úr rústum klausturs sem var í Igaliku, "Görðum" á tólftu öld. Og þegar betur var að gáð var samkomuhúsið ekki það eina sem svo var byggt. Lítið var eftir af blessuðu klaustrinu nema nokkrir steinar sem voru of stórir og klunnalegir til nota í nútímalegri byggingar. Allt þetta þótti mjer magnað. Og meðan vinirnir ræddu landbúnað í samkomuhúsinu, naut jeg þess að rölta þarna um þorpið í einlægri forvitni.
Þó var þarna einn bændanna útivið og horfði til vesturs út fjörðinn. Hann hafði áhyggjur af veðrinu, en hann átti flatt á túni einu og huggði sem svo að hann færi að rigna. Utarlega í firðinum var dökkur himininn og rigningalegur. Jeg gekk til mannsins og kynnti mig. Og hann tók mjer með virtum, enda eru íslendingar vel liðnir innan um þetta fólk. Jeg sagði við hann í hálfkæringi, að jeg hefði einga trú á að hann færi að rigna, enda væri logn og glampa sólskin okkar megin. Og maðurinn virtist jánka þessu hjali í mjer og var því sammála. Enda kom á daginn að ekkert rigndi, heldur hjekk hann þurr.
Eftir stutta stund á göngu minni áfram um götur þessa fallega þorps, á þessum magnaða stað var jeg farinn að finna til hungurs. Og það eina sem mjer kom til hugar var að banka upp á á næsta bæ og prufa gestrisni heimamanna. Sem jeg og gerði og dyrum var upp lokið. Þar var eldri maður sem bjó þarna einn með aldraðri móður sinni og bauð mjer inn, eftir að jeg hafði kynnt mig og beðið hann um eitthvert snarl í gogginn. En snarlið var heil þurkuð Loðna með haus og sporði, sem dýft var í krukku af hnaus þykku selspiki, og fransbrauð með. Svo jeg setti nú bara í gírinn og naut listisemdanna með þakklæti og bros á vör. Bragðið var vitanlega framandi og ekkert líkt neinu sem jeg hef sett inn fyrir varir mínar. En jeg hugsaði með mjer, að ekki væri þetta svo sem verra en markt annað sem jeg hef þáð með ánægju um tíðina. Ræddum við þarna um landsins gagn og nauðsinjar um stund, meðan við gæddum okkur á þessu, uns jeg gekk út og þakkaði vel fyrir mig. Gekk jeg út á næsta grasblett og lagði mig í sólskininu og sofnaði.

   (40 af 145)  
31/10/05 01:01

Vestfirðingur

Einu sinni var mér boðið í mat hjá hundingjanum. Á boðstólum voru skaðbrenndar fiskibollur og hálfsoðnar kartöflur. Með þessu var framreiddur gulleitur vökvi sem bragðaðist næstum eins og vatn og skildi eftir grunsamlega gula slikju í glasinu.
Eftir matinn sótti hundinginn ómerktan, hálfgagnsæjan plastbrúsa. Hann tók tappann af, rétti brúsann í átt að mér og spurði hvort ég vildi sopa. Ég setti bara upp skrýtinn svip, hristi höfuðið og reyndi eftir mætti að leyna velgjunni. Þegar ég spurði hvað væri í brúsanum fékk hann sér sér vænan slurk, saup hveljur, ræskti sig og hóstaði upp slími áður en hann sagði rámri og hægri röddu: "Eitthvað sull sem ég fann í fjörunni."

31/10/05 01:01

hundinginn

Þú kant ekki gott boð að þyggja vesælingur. Þetta sull sem þú kallar var heimalagaður gambri, eða það sem jeg kalla IMIAQ! Kann illa við það að menn opinberi svona vanþakklæti, þegar jeg legg mig fram um að væra góða gesti djeskotans sauður og vandætingur.

31/10/05 01:01

hundinginn

Vel má kanski nefna að þetta er jú bara byrjunin á ævintýrinu og varla komið af stað. Sje þetta áhugavert gæti verið að út komi þykk bók með sögunni allri og kanski einni mynd.

31/10/05 01:01

Jóakim Aðalönd

Alltaf gaman að sögunum þínum hundi. Þú ert greinilega léttruglaður.

31/10/05 01:02

Skabbi skrumari

Frábær saga... fáum við ekki meira? Salútíó

31/10/05 03:01

Ísdrottningin

Bíð spennt eftir framhaldinu, Hundi minn...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.