— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 4/12/05
Lítill drengur

Sálmur um allt og ekkert.

Ljós og fagur, ósnertur,
lítill drengur var lífið að drekka.
Á sprettinum var.
Hver er þar?
Einhver sem ekki passaði,
inn í myndina.
Allt var um of, svo kom annar.
Lífsþorstinn sefaður var.

Undrun eins hnokka, á þokka
eða hittó.
Löngun í leikina dó.
Hvert fer þessi strætó?
Beint útaf veginum, lummó.
Þokan bar að og drengur einn stóð,
ósprottinn en samt hokinn reynslu.
Einhver á þorstan sló.

Allt hvað af lagði, labbar af stað,
nema hvað?
Eitthvað var að og er enn.
Ungir menn.
Já eða aldnir, eiga ekki að geta,
borið á herðum sínum það farg,
Þögult arg.
Gargar en heyrist ei enn.

Lífið svo hraðfleygt og rakið,
bröllt yfir brakið.
Gugna á því sumir, það skil jeg,
svo vel.
Allt sem lagt er af stað með,
er tekið.
Spjátrungur sprænir á sprekið,
Stýgvjel.

Ja, eða bara vöðlur.

hundi

   (51 af 145)  
4/12/05 05:02

Glúmur

Ég þakka þér sálminn Hundi.

4/12/05 06:00

Jenna Djamm

Já rosa góður sálmur.

4/12/05 06:02

Offari

Honum líður nokkuð vel, Stígvel!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.