— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 31/10/04
Eins og jeg man það I

Þá er komið að því. Margir hafa hvatt mig til að skrifa söguna, svo hjer verður ekki aftur snúið. Sagt hef jeg við þá sem hafa hvatt mig til að skrifa þetta, að ef svo fer, þá verður ekkert skafið af því.<br /> Sagan skal skrifuð í stuttum köflum, sem lesandinn getur notið á einni kvöld stund og lagt hana frá sjer. Eða kanski hennt sjer í næsta kafla sögunnar sje hann spenntur.<br /> Þið eruð farin að þekkja mig, svo jeg nota þetta tækifæri til að kasta mjer útí. Þetta fjelagsrit verður eins og vinnubók sem jeg mun hripa í þegar hugurinn girnist. Vona jeg að áður en veturinn er allur verði öll sagan sögð bit bæ bit.<br /> Má svo laga orðaval og stíl seinna, ef mjer dytti í hug að fá þetta inn bundið.<br /> Hananú. Eins og jeg man það. Ferðasaga vestan sunds.<br /> Titilinn má bæta seinna.

Formáli. Uppkast

Hvaða titil gæti svona saga haft? \\\"Allir þessir fínu sófar\\\", \\\"Fíflaskapur á fróni\\\", \\\"Einginn veit sína ævi\\\"?
Veit það ekki, en fyrst og fremst skal hún vera sönn og rituð eins og jeg man það.

Fyrst er að gæta að smá forsögu til að þú fáir örlitla innsýn inn í líf mitt. áður en farið var af stað magnað ferðalag. Oft ógnvekjandi og varasamt. En farið var oft og margt reynt og brallað. Mis gáfulegt og vægast sagt hættulegt á köflum.

Í byrjun síðasta áratugar síðustu aldar, kláraði jeg Búfræðinám að Hvanneyri. Og án þess að mynnast mikið meir á Ísland í sögu þessari, þá kynntist jeg kumpána frá Grænlandi, er Hans Aqqaluq Hanssen heitir. Snaggaralegur á köflum en oftast með sjálfum sjer og óafskiptur. Greinilega þó fullkomlega gjaldgengur í líf og fjör ef þjarmað var að honum. Hann er meðal maður að vexti, þrekinn og stuttklipptur, með glaðhlakkanlegann stút á vörunum ævinlega, hvernig sem ástatt var fyrir honum.
Þennan náunga átti jeg eftir að hitta aftur eftir námið á Hvanneyri, við allt aðrar aðstæður. Aðstæður sem kanski ekki allir eru til þess gerðir að koma sjer í. Á jeg þá við þá áræðni eða vanhugsun, sem drýfur suma áfram hraðar en almenn skynsemi.
Sagan er hripuð eins og jeg man hana. Margt stutt af dagbókum. Margt stutt af myndum. Og allt sem hripað er er allt sem má finna í minninu, með einum eða öðrum hætti. Eingu er þar við bætt en sumu er sleppt, sem ekki er munað að fullu.
Margt mun koma fram í sögunni sem er ekki við hæfi viðkvæmra. Því ekki get jeg breytt sögunni eftirá. Sumt er ekki við hæfi barna. Því sagt verður frá öllu. Má kanski segja, að margt í sögunni verður ekki við hæfi skyldmenna. En hvað um það. Hver ræður því svo sem ekki hvort hann les hana.

   (80 af 145)  
31/10/04 05:02

Heiðglyrnir

Vá! sjaldan hefur maður áður verið skilin svona eftir út á miðju túni, með allt niður um sig. hundingi minn skammastu þín til að koma með næsta kafla, eins og skot..!..

31/10/04 05:02

Litli Múi

Þetta verður áhugavert!

31/10/04 05:02

hundinginn

Þolinmæði strákar. Þolinmæði. Ekki þýðir að kasta höndunum í svona verk.

31/10/04 06:00

B. Ewing

Þetta er meira ávanabindandi en Lost. Næsta þátt og það strax! [Fórnar höndum á altari]

31/10/04 06:00

Lærði-Geöff

Meira, meira, mei... o.s.frv.

31/10/04 06:01

Skabbi skrumari

Ég mun að minnsta kosta hlakka mikið til að lesa meira... hundingi minn...

31/10/04 06:02

hundinginn

Dark side of elephants á National Geographig núna. Skrifa meira þegar jeg má vera að. Hvurslags. Klikkað að gera hjá mjer núna strákar. Þetta kemur, eins og jeg sagði, ekki aftur snúið. Enda vill jeg endilega koma þessu á prent.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.