— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 9/12/04
Allyrkja.

Það er ekki þverfótað fyrir sálmum hjer núorðið. Orðið!

Eld snemma af stað einn kall
Hvítnar Esja og Akrafjall
í allan blá toppinn.
Trukkur minn rennur undur ljúft
malbik ei svo mikið hrjúft
fiðring fæ í kroppinn.
Veit að vetur kemur að þessu sinni
vorbíðan er brunnin inni
út um dyr jeg vel er sloppinn.
Læðist undir fjörð með veggi
heima er fljóð með fagra leggi
læt mig hafa það þó loppinn.
Svo er gott að sjá sjer eftir
dagsverk gott eitt öl hann hrepptir
drekkur, drullar svo í koppinn.
Morgundagur rennur senn
nokkra veggi ná í enn
má svo seinna heim að hopp'inn.
Kella leggst á bak, sag dropp'inn!

Búinn.

   (89 af 145)  
9/12/04 14:02

dordingull

HUNDINGINN: Það er ekki þverfótað fyrir sálmum hjer núorðið. Orðið!

Og því komst þú með þulu. Dulu!

9/12/04 14:02

Prins Arutha

Þetta er skemmtileg þula dordingull. En hvað þýðir orðið Allkyrja?

9/12/04 15:01

Heiðglyrnir

Skál, hundingi minn.

9/12/04 15:02

hundinginn

"Allyrkja" minn kæri Prins. Veit sko ekki hvað það þýðir en það stendur samt alveg fínt fyrir sýnu. Mínu.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.