— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 9/12/04
Blind Flight.

Mynd um 2 penna sem lenda í hremmingum í Libanon.

Hnepptir í varðhald. Ekkert drama. Ekkert aktion. Nærri 2 klukkutímar af snöfli.
Einn af fangavörðunum nær jú einhverju kontakti við þá á mannlegu nótunum en súrt ar það.
Einginn skotinn í höfuðið. Einginn lamin til óbóta. Ekkert um það að ræða að kridda gott umræðuefni með blóði tárum og argandi angist. Ekkert.
Ein vesæl stjarna fyrir potential. Allt og sumt. Ekki sjá hana því hún er ekki hangsins verð.
Puff...

   (94 af 145)  
9/12/04 01:02

Gísli Eiríkur og Helgi

ekki hef ég séð mynd þessa en takk fyrir að þú sýndir mér hana og sparaðir mér miðan

9/12/04 01:02

Krókur

Já, svona umsagnir eru góðar og þá sérstaklega þessi því hún sparar manni tíma. Takk fyrir hundingi.

9/12/04 01:02

hundinginn

Hnitmiðað?

9/12/04 01:02

Prins Arutha

Hafðu þökk fyrir þessa aðvörun.

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.