— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 3/11/03
Hvert stefnir?

Andskotans aumingjaskapur alls staðar!

Hvað er að fólki?
Hverslags aumingjar eru það sem við lifum við?
Hvar er náttúran?
Hvar er krafturinn?
Hver getur og vill?
Er heimurinn að hverfa ofan í hyl aumingjaskapar?
Eiga börn okkar von?
Erum við fædd of seint eða of snemma?
Er einhver framtíð?
Hvar fáum við matinn okkar í framtíðinni?
Er einhver framtíð?
Getur fólk drullast til að sjá?
Heyra?
Skilja?
Er brjóstvitið fórn á altari aumingjaskapar?
Getum við?
Viljum við?
Er þróunin þrúin?
Mun mannfólkið drepast úr menningu?
Mun menningin ganga af okkur dauðum á endanum?

Þetta er sko ekkert grín!
Hugsiði!
Gerum eitthvað!
Vöknum af dvalanum!
Aumingjar!
Bölvuð fífl!
Förum aftur til náttúrunnar!
Látum ekki bjóða okkur heimsku forvera okkar!
Við meigum ekki gleyma!
Tína!
Skaða okkar eigin arflegð!

Stefnum við eitthvað?
Eigum við framtíð?
Munum við lifa af?
Börnin okkar!
Höfum við í raun eitthvað að bjóða þeim?
Getum við spyrnt við fótum?
Getum við fundið sjálf okkur?
Getum við búið svo um hnútana að einhver von sje um framhald?
Eða ættlum við að láta bera okkur með straumi alsnægtar og fávisku?

Skelfing bíður okkar!
Og barna okkar!

Þróun?

   (128 af 145)  
3/11/03 05:00

hundinginn

Sjer þetta enginn? ...

3/11/03 05:00

Kuggz

Ég hef trú á því að jörðin lifi okkur og þar með er björninn unninn.

3/11/03 05:00

Nafni

Mikið er þetta fallegur trékassi sem þú stendur á.

3/11/03 05:01

Eyminginn

Ég grjét við þennan lestur. Hágrjét.

3/11/03 05:01

Hexia de Trix

Sona sona Hundi minn. Ég veit að árið er að verða búið, en vittu til, það er glænýtt ár handan við hornið, uppfullt af góðum fyrirheitum. Það heitir 2005, og við ætlum öll að bjóða það velkomið um miðnættið næstkomandi föstudagskvöld. Svei mér ef þú mátt ekki bara skála fyrir því líka!

3/11/03 05:01

Heiðglyrnir

Hundingi hrelldur hellir
hér úr hjarta sínu
hávaði hurðaskellir
hva, þetta verður í fínu

Framtíðinn lofar fögru
fynnist þér nóttinn dimm
mörg voru árinn mögru
myljandi meðbyr 2000 og 5

Riddarinn biður að heilsa þér hundingi minn, framtíðinn er óskrifað blað, og tilfellið er að við skrifum hana hvert fyrir okkur, hverning til tekst
er háð því hvað við skrifum og hvernig, velgengni og hamingja er góður vani, sem hægt er að temja sér eins og allt annað.

3/11/03 05:01

Ívar Sívertsen

Þetta verður allt í lagi kallinn minn... næsta ár verður betra í okkar garð en verra í garð leiðinlega fólksins.

3/11/03 05:01

hundinginn

Takk fyrir hughreystandi orð fjelagar. Jeg held jeg verði að minnka drykkjuna aðeins...

1/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Þú segir það sem margir hugsa hundingi sæll... salút...

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.