— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/11/03
Búið í bili.

Já í bili að minsta kosti.

Elsku einglarnir mínir. Jeg verð að hryggja ykkur, því einmitt nú eftir eitt ár á Blútnum sje jeg mjer ekki fært að mæta, vegna þess hve vondur maður jeg er. Jeg þarf að láta mig hverfa um stund og óvíst er um endurkomu mína. Óvíst í það minnsta í bili.
Jeg er öldungis illa haldinn og einmitt þessi tími árs hefur ætíð verið mjer erfiður, sjerstaklega núna þegar mig langar hreint ekki að vera á þessu helvítis aumingja skeri stundina lengur.

Góðar stundir kæru vinir.

   (138 af 145)  
2/11/03 03:01

víólskrímsl

þá er vonandi að þú finnir hamingjuna annars staðar kaeri heiðursgestur. Sjáumst síðar.

2/11/03 03:01

Sverfill Bergmann

Þín verður sárt saknað, kæri vin...

2/11/03 03:01

Nornin

Ég sakna þín nú þegar. Hafðu það gott elskan og Qujanaq fyrir góð kynni :-)

2/11/03 03:01

Herbjörn Hafralóns

Skelfing er að vita þetta. Vonandi kemurðu tvíefldur til baka.

2/11/03 03:01

Ívar Sívertsen

Heyrðu... ég vona að þú látir sjá þig aftur félagi! Hver rekur Kaffi Blút á meðan þú ert í burtu?

2/11/03 03:01

Skabbi skrumari

Ekki vera lengi í burtu hundinginn minn... Skál

2/11/03 03:01

Haraldur Austmann

Reyndu nú samt að eiga góðar stundir vinur. Þín verður sárt saknað og öll sendum við þér hlýjar hugsanir.

2/11/03 03:01

Finngálkn

Já hafðu það gott, hvert ertu annars að fara?

2/11/03 03:01

Hakuchi

Leitt að sjá þig hverfa á brott. Megir þú eiga góðar stundir í fjarverunni. Láttu sjá þig aftur.

2/11/03 03:01

Galdrameistarinn

Ég tek að mér kaffi blút í fjarveru hundingja.

2/11/03 03:01

bauv

Við báðir.'

2/11/03 03:01

krumpa

Á eftir að sakna þín. Hafðu það sem allra best og reyndu nú að ná þér upp úr eymdinni.

2/11/03 03:01

SlipknotFan13

Þökk fyrir stutt en ánægjuleg kynni og megi þér ganga allt í haginn hvar sem þér ber niður.

2/11/03 03:01

Vímus

Ég vona að þú komir tvíefldur til baka. Farðu vel með þig.

2/11/03 03:01

Coca Cola

Bless Hundsi, hafðu það gott. Ég held nú að ef þú ert að leita að góðum selskap (!!) þá sé nú best fyrir þig að halda þig á lútnum! ;o)

2/11/03 03:02

hlewagastiR

Mæltu manna heilastur. Ef þunglyndið er alveg að gera út af við þig bendi ég á holla lesningu: http://www.satanservice.org/coe/suicide/guide/

2/11/03 03:02

Jóakim Aðalönd

Vonandi sjáumst við sem fyrst. Hafðu það sem allra bezt.

2/11/03 04:00

Hilmar Harðjaxl

Á bjartari nótum, það er gott að sjá að þú ert ekki háðari lútnum en þetta. Vona samt að "sjá" þig aftur einhvern tímann.

2/11/03 04:00

Vladimir Fuckov

Bless og skál ! [Sýpur á fagurbláum drykk]. Vonandi sést til yðar aftur með hækkandi sól.

2/11/03 04:01

bauv

Brósi farinn.*Grætur*

2/11/03 05:02

Ívar Sívertsen

[grætur með Bauv]

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.