— GESTAPÓ —
Félagsrit:
hundinginn
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 1/11/03
"Uppgjafabætur"

Sagan gerist árið 2015 á Knarreyri við Skyldingsfjörð, á lítilli eyju lengst norður í hafi.

Það er kaldur galsi úti þennan haust morgun við Skyldingsfjörð. Maggi milta (Magnús Aron Knútsson) og Helgi heili (Helgi Snær Hafralóns) sitja báðir að morgunsnæðingi við horngluggan á vinnustað sínum, Kjöt og kjammar ehs. Maggi milta er frekar þrekinn maður, svona rétt yfir miðjum aldri. Hann er kjötiðnaðarmaður að eigin sögn en meðbræður hans fullyrða að hann hafi þetta bara í sér, enda er hann hagur á flesta hluti eins og íslendingar voru á öldinni sem leið. Hann er alltaf með rauða litla kollhúfu á höfði og í brúnum smekkbuxum og gat slitinni lopapeysu og þekkir hvern krók og kima í þorpinu. Helgi heili er miklu yngri hins vegar. Hann er sérmenntaður guðfræðingur með einhverja geðheilsugráðu utan úr heimi. Grannvaxinn með stutt ljóst hár og gengur ævinlega í gráum jakkafötum, sem fara alls ekki vel við hvítu gúmmístígvélin og plast svuntuna.
Þetta var fallegur morgunn þrátt fyrir kalsann og morgunnroðinn lá við sjóndeildarhringinn úti á firðinum. Maggi milta var íbygginn á svip er hann horfði út um gluggann á kaffistofunni og muldi kleinur með kaffi olai. Oft á tíðum var Helga starsýnt á vin sinn á svona stundum og spáði í það hvað Maggi væri að hugsa, enda kom það oft fyrir að hann skildi hann ekki. Fannst hann nota skrítin orð þau fáu skipti sem hann þá talaði.
Magga var litið á dagatalið sem hékk uppi á vegg fyrir ofan smjörborðið og dæsti áhyggjufullur. "Það er komið fram yfir miðjan September" muldraði hann í hálfum hljóðum. "Já, það ber ekki á öðru" sagði Helgi á móti og þóttist fylgjast með tímanum. "Það er komin sláturtíð" sagði Maggi og leit á klukkuna. "Ha, slátur-tíð?" át Helgi eftir vini sínum, "hvað er nú það?" spurði hann svo eins og svo oft áður, þegar Maggi skaut á hann þessum furðulegu orðum. "Það er sá tími ársins, þegar bændurnir í sveitinni, sem eftir eru, koma með bílfarma af lömbum hingað til okkar til að láta slátra þeim og verka" sagði Maggi önugur yfir því að Helgi skyldi ekki skilja svona einfalt orð. "Jaaá" sagði Helgi og hálf skammaðist sín. Verðum við þá ekki að fara að gera klárt og solleis?" spurði hann og kláraði úr kaffibollanum. "O, ættli það taki því nokkuð" sagði Maggi og Helgi hálf góndi á hann eins og eitt stórt spurningamerki. "Já, gera klárt" endurtóka hann og reyndi að hljóma sannfærandi og viss um hlutina. "Ég á nú bara við", sagði Maggi þreytulegur, "að það er ekki nógu margt fólk til að sinna þessu". Og þögn sló þá báða um stund. "Það er ekkert fólk eftir í sveitunum til að vinna þessi verk öll. Ólíkt því þegar ég var ungur." Helgi stóð upp og náði sér í annan bolla og settist niður gegnt Magga vini sínum. "Já, sjáðu til" Sagði Maggi og studdi sig fram á borðið og horfði niður á höfnina. "Fyrsti bíllinn ætti að koma núna fyrir hádegið, með ein 300 lömb" "300 lömb?" endurtók Helgi að bragði. "Hvað koma margir svona bílar í heildina" spurði hann, enda var þetta hans fyrsta sláturtíð síðan hann lauk námi. "Ja, þú ert svo klár í kollinum Helgi minn, svo reiknað þú það út. Ég tel að fjöldinn í ár hlaupi á þetta 25 þúsund" sagði Maggi skírt og skilmerkilega, sem hann og gerði ævinlega þegar hann taldi sig þurfa þess. "25 þúsund?" endurtók Helgi að bragði. "Hvernig eigum við að ráða við það allt saman?" spurði hann vin sinn og horfði flóttalegur út um gluggann. Í sömu andrá voru dyrnar að matsalnum opnaðar og Helgi hrökk í kút. Inn gekk Valdi verk (Valdimar Jöterby) verkstjórinn hjá Kjöt og kjammar ehs. "Strákar" sagði hann með formannlegri röddu. "Það kemur víst enginn bíll strax" "Nú, hvernig liggur í því?" spurði Maggi á móti. "Já hann Traust trukk (Trausti Þór Levender) hringdi áðan og sagðist ekki sjá strikin á veginum fyrir snjóföl" Tuldraði Valdi með óþökk í röddinni og gekk að smjörborðinu til að smyrja sér einn Þrumara. "Auk þess hafði hann tínt handfrjálsa búnaðinum, svo hann sagðist vera bara fökking stökk" bætti hann við og ekki var langt í háðsglottið. "Hvað gerum við þá?" spurði Maggi gamlan vin sinn hann Valda. "Ekkert" var svarið. "Nei, það er ómögulegt finnst mér" hreitti Maggi út úr sér og leit til Helga. "Ef svona er í pottinn búið, þá er allt eins gott að tölta hérna niður á Grosníkof (skyndibitastaður þorpsins) og sjá hvort við kætumst ekki við það" sagði Maggi og stóð upp frá borðinu. "Í pottinn... Hvað áttu v.." "Svona, komdu Helgi, ég er hættur að nenna að útskíra fyrir þér venjuleg íslensk orð kjáninn þinn" sagði Maggi við vin sinn og í þetta skiptið frekar vinalegur í bragði. "Kemurðu með Valdi?" spurði Maggi. "Nei, það verður einhver að vera hér og taka símann.
Að svo búnu röltu vinirnir tveir niður aðalgötu þorpsins og stefndu á Grosníkof.
Þar fengu þeir sér sæti við gluggann, því Maggi vill alltaf sitja við glugga svo hann sjái út og geti fylgst með öllu í kring um sig. "Hvað viltu borða Helgi minn?" Helgi leit upp á tilboðstöfluna, "Kjúklingaflögurnar bara" sagði hann og horfði hálf undarlegur á svipinn á Magga. "Hva, hérna, er ekki, sko..." "Út með það góði" sagði Maggi ósköp vinalega. "Ég hef bara aldrey séð þig svona." Sagði Helgi hálf flóttalegur. "Hvað er þetta drengur, vertu ekki að hugsa alltaf of mikið góði minn, farðu frekar og pantaðu þessar árans Kjúklingaflögur." Sagði Maggi og sló létt á vangann á Helga. "Kanski einn skamt af þessu ómeti fyrir mig líka" Bætti hann við og aðrir gestir inni á staðnum varð starsýnt á Magga, því enginn hafði nokkurn tímann heirt svona til hans. "Ættlar þú að fara að háma í þig Kjúlla Maggi minn?" Kallaði Tani túba (Jónatan Bjartsson). "Heirðu góði" kallaði Maggi á móti, "átt þú ekki að vera á sjónum, eða ertu í landi til að hjálpa til við slátrunina?" Spurði Maggi á móti og glotti út í eitt. "Nei væni, ég fer ekki í slátrun, það viðrar til fiskjar í fyrramálið og þá er ég róinn með það sama" Var svarið og Tani tæmdi úr skálinni með frönskunum og setti þær í lófann og labbaði út.
"Hérna gamli minn" sagði Helgi um leið og hann vippaði Diskunum með Kjúklingaflögunum á borði fimlega. "Verði þér að góðu." Maggi leit á diskinn og tók upp eina flöguna, "hvurslags er nú þetta? Að kalla þetta mat þetta helvíti." "Smakkaðu bara." Sagði Helgi á móti, "smakkaðu bara og sjáðu hvernig þér líkar." Maggi stóð upp og gekk að afgreiðsluborðinu, "ekki ét ég þetta helvíti með höndunum." Sagði hann og tók hnífapör fyrir Helga líka. "Ég skal segja þér Helgi minn, að ég er bara hreinlega að gefast upp. Það er ekkert orðið af fólki hérna, sem getur díft höndunum í kalt vatn eins og sagt er" Sagði Maggi með þreytulegri röddu um leið og hann settist aftur við borðið. "Af hverju heldur þú til dæmis, spreng lærður maðurinn, að þú sért lentur hjá honum Valda í Kjöt og kjömmum?" Spurði Maggi og bætti við, "það er orðið offramboð af fólki sem veit allt og kann allt, en við bjánarnir sem viljum vinna skítverkin, við erum í útrýmingarhættu." Helgi svaraði þessu ekki. Hann kunni frekar illa við þessa nýju hlið á Magga.
Við borðið varð löng þögn og félagarnir tíndu upp í sig flögurnar, hverja á eftir annari á milli þess sem þeir skimuðu út á götuna. En eftir all langa þögn fannst Magga rétt að laga stöðuna aðeins svo hann sló á létta strengi. "Sjáðu! Þessar flögur eru bara eins og bætur í lögun, og gott ef þær bara bragðast ekki eins." "Bætur?" Spurði Helgi, "hvaða bætur eru það?" "Hvað áttu við?" Spurði Maggi önugur. "Já, sko hérna herskonar bætur meinarðu?" Maggi horði niður á diskinn sinn og sagði svo eftir stutta stund. "Uppgjafabætur góði, hreinar uppgjafabætur."

   (141 af 145)  
1/11/03 04:01

Nafni

Skemmtileg lesning.... takk fyrir.

1/11/03 04:01

Skabbi skrumari

Frábær saga... er ekki framhald í næstu viku?

1/11/03 04:01

hundinginn

Vonandi. Ég er bara alveg uppgefin eftir þetta, því ég er svo ári lesblindur...

1/11/03 04:01

Limbri

Fimm plúsar í kladdann.

-

1/11/03 04:01

hundinginn

Uss, það nennir enginn að lesa þetta.

1/11/03 04:01

Limbri

Hvað meinar þú... las ég þetta annars ekki ? Ha... JÚ, VÍST LAS ÉG ÞETTA !
-

1/11/03 04:01

hundinginn

Lestu þetta samt aftur. Og skrifaðu það upp á töflu!

hundinginn:
  • Fæðing hér: 23/2/04 16:56
  • Síðast á ferli: 26/12/16 12:19
  • Innlegg: 112
Eðli:
Öldungis óskólað kvekende. Kann þó hitt og þetta fyrir sjer. Getur unnið með höndunum en frekar slakur inn við höfuðbeinið. Góður inn við beinið þó og hrikalegur í ástum.
Vel vaxinn og glæsilegur í alla staði.
Fræðasvið:
Kann að lesa landakort. Þekki nokkuð vel eyju er Ísland heitir. Suður odda annarar eyju þekki jeg vel, en sú heitir Grænland. Tala íslensku ensku og dönsku vel. Einnig vel hórgengur í grænlensku. Varla hórgefandi í tælensku þýsku og frönsku. Er svosem ábauvanlegur rútubílsstjóri og hef yndi að þungum og kraftvænum trukkum. Dekkjaskipti er eitt að því sem jeg kann vel.
Æviágrip:
Æfi mín er ekki svo mikið sem byrjuð! Nema þá að kanske má segja að jeg hafi átt nokkrar ævir ef má orða það svo bauvað. Og endað hef jeg sumar þeirra. Aðrar eru í bið, eða í patt stöðu.