— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 9/12/05
Atvinna óskast

Ég er atvinnulaus og hef ekkert fengið að gera síðan um mánaðarmót

Ég er að leita mér að vinnu... ef þú veist um eitthvað sem kæmi til greina fyrir mig þá máttu láta mig vita. Ég er menntaður prentsmiður. Ég má ekki vinna við burð á hlutum og ég má ekki vinna við að aka bílum.

   (126 af 287)  
9/12/05 06:01

Offari

Æ það vantar nefnilega Bílstjóra í Sljettiefnaverksmiðjuna

9/12/05 06:01

Offari

Gangi þér vel að finna vinnu.

9/12/05 06:01

krumpa

Af hverju máttu ekki keyra lengur?
En mig vantar annars au pair stúlku (get reyndar ekki borgað mikið)...

9/12/05 06:01

krumpa

Já, gangi þér vel - skal hafa augun opin - getur nú varla verið svo erfitt að finna vinnu á þessum síðustu og verstu...

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Ég er að passa fyrir konuna mína á morgnana. Það væri vel þegið að þú leystir mig af svo ég geti sofið.

9/12/05 06:01

krumpa

passa FYRIR konuna??? Að því að hún á börnin ein og það er vitaskuld í hennar verkahring að PASSA þau?? Foreldrar PASSA ekki börnin sín!

9/12/05 06:01

Offari

Ég er líka að passa fyrir konuna,

9/12/05 06:01

krumpa

Þið eruð nú ljótu fornaldarviðrinin

9/12/05 06:01

Offari

Ætli ég verði ekki að skreppa í búðina fyrir konuna.

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Mér dytti nú ekki í hug að láta kúga mig til að fara út í búð fyrir hana!

9/12/05 06:01

krumpa

Þetta er ekki svara vert...

9/12/05 06:01

Offari

Samt lætur þú okkur espa þig upp.

9/12/05 06:01

Offari

Feminíska belja!

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

....en þetta er fúlasta alvara! Og ég þarf að sofa meðan hún vinnur.

9/12/05 06:01

krumpa

Hey - ég fell ekki fyrir neinu - það er bara staðreynd að margir mætir menn (þ.m.t. Heittelskaður) tala um að hinn eða þessi sé að PASSA FYRIR konuna.
Heyrðu græna fitufjallið þitt!! Svona talar maður ekki! Sjálfur geturðu verið sauðnaut.

9/12/05 06:01

krumpa

Eigum við annars ekki að vera að leita að vinnu fyrir Ívar? (í stað þess að reyna að ala upp steinaldarmenn og fenjaskrímsli?)

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Heyrðu! Það er ljótt að kalla vin minn fitufjall. Hvað þá sauðnaut!

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Finna vinnu? Ég er búinn að bjóða honum vinnu.

9/12/05 06:01

Offari

Æ jú við gleymdum greyið Ívari. Það er nóg að gera hér á Sómastað komdu bara Austur og við finnum eitthvað þar handa þér.

9/12/05 06:01

krumpa

En fallegt að kalla mig belju? (hvað þá feminíska - sem virðist vera einhvers konar skamamryrði líka)

9/12/05 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég held að Ívar geti ekki flutt með mann og mús austur á firði. Annars geturðu alltaf fengið vinnu við hjá mér Ívar minn. Mig hefur lengi langað að sparka Andrési og þú getur fengið sömu laun og hann: 10.435 krónur á mánuði mínus fæði.

9/12/05 06:01

Offari

þett datt óvart út úr mér fyrirgefðu. <setur upp sakleysissvip>

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Það er svo gaman þegar rauðsokkurnar æsa sig yfir staðreyndum lífsins.

9/12/05 06:01

B. Ewing

Það þarf að koma Kaffi Blút af stað nú þegar greinilega.

9/12/05 06:01

krumpa

Þér er fúslega fyrirgefið krúttlega tröllið mitt!

9/12/05 06:01

Ívar Sívertsen

ég þakka hlýhug og áhuga [hikar] eða alla vega umræðurnar... En veit einhver um vinnu fyrir mig?

9/12/05 06:01

krumpa

Ekki beint - þyrfti líka meiri upplýsingar sko - launakröfur og hæfni - hvað viltu vinna við?....
Veit það vantar kassafólk í Hagbauk sko - beið í klukkutíma í hrínglunni í gær því það var bara einn á kassa. Heittelskaður gæti verið að ráða - en þar þarf að geta borið.....Svo vantar alltaf vaktstjóra hjá Olíufélögunum -vinnutíminn kannski ekki sérlega fjölskylduvænn - en launin ágæt.

9/12/05 06:01

Ívar Sívertsen

hmm... ok... upplýsingar fást við það að senda mér einkapóst... Ég gef helst ekki upp ítarlegar upplýsingar hér þó flestir viti hver ég er þá er óþarfi að bera nánari upplýsingar um mig á torg.

9/12/05 06:01

krumpa

Er ekki best að gera bara hið venjubundna sem maður gerir þegar maður er atvinnulaus?.... Fyrst þú ert prentsmiður er þá ekki best að senda bara umsókn - vel unna CV og svoleiðis - á öll þau fyrirtæki sem hugsanlega eru með prentsmiði í vinnu - hvort sem þau eru að auglýsa eða ekki? Gott að láta vita af sér og aldrei að vita hvað dettur inn - eftir fyrstu hafnanirnar fara þær svo að venjast! Senda bara umsóknir sem víðast... Svo er oft slatti af störfum á starfatorg.is - reyndar hjá ríkinu en samt...

9/12/05 06:01

krumpa

...svo vantar bókaverði á borgarbókasafnið - kannski ekki fljótlegasta leiðin til að verða ríkur - en örugglega gaman.....
Ætli þeir á laugarásvídeó séu að ráða - hefur lengi langað að komast þar inn og RAÐA spólunum...

9/12/05 06:01

Offari

Nú er kjörið tækifæri að gefa út gamlar Gestapóvísur á prenti, ef þú getur fundið þær.

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Ég tolldi vel í vinnu þegar ég var ungur. Í dag er það þannig að það er eins og að hringt sé í fólk sem hefur mig í vinnu og það beðið um að segja mér upp því að ég hef aldrei náð að geta haldið vinnu lengur en í 6 mánuði,

Til hvers ætti fólk að þurfa að vinna nema allra brýnustu störfin ef til væri framfærslulífeyrir sem allir ættu rétt á og ofurlaunabubbarnir myndu greiða mest í? Af hverju ekki?

kveðja,

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Þú þarft ekki að aka bíl. Þú einfaldlega stelur bílnum, selur hann og fær peninga. Svo geturðu líka ýtt honum, og þá ertu að keyra hann án þess að aka!!
Skelfilega er ég gáfaður maður að fatta svona lagað nógu snemma.

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Gaz

Mig vantar velskapaðan mann til að þjóna mér. Borga laun í blíðu og smákökum.

9/12/05 06:01

krumpa

Ef þig vantar aðstoð við gerð ferilskrár þá vil ég að lokum benda á http://baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=1181&n=4040< /p>

9/12/05 06:01

Bismark XI

Ég heyrði um daginn frá ólygnum að það vantaði fólk hjá tollgæsluni á Keflavíkur flugvelli.

9/12/05 06:01

Síra Skammkell

Gaz!
Ég býð mig fram. Er velskapaður með þjónustulund (sést best á því að ég hlýði þegar konan mín biður mig um að passa fyrir sig) og finnst smákökur góðar. Blíðan skaðar svo ekki.

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Ég veit um frábæra og 100% örugga leið fyrir þennan mann til að gerast ríkur. Fara á www.ocea.co.uk, open college of the arts, og skrá sig á námskeið í kennslufræði. Vinna sig svo upp og þar með verður viðkomandi kennari á fullum launum í listum!1

Þvílíkur snillingur. Ég er snillingur!

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Ugla

Er það sem mér sýnist að Síra Skammell sé hér blygðunarlaust að bjóða fram líkama sinn gegn því að verða fóðraður á smákökum?

9/12/05 07:00

Síra Skammkell

Já.

9/12/05 07:00

Ugla

Má ég þá kannski bjóða þér eina kökusneið....?

9/12/05 07:01

Grámann í Garðshorni

Ég veit að Guðjón Bergman er að auglýsa Yoga kennara námskeið. Verð fyrir námskeiðið er 330.000.-
En eftir það ættir þú að vera á grænni grein.

9/12/05 07:01

Síra Skammkell

Heila kökusneið? Þá færðu Sírann til afnota í a.m.k. viku!

9/12/05 07:01

Gaz

*Fer að baka smákökur.*

9/12/05 07:01

Ívar Sívertsen

Ég vil þakka öllum þeim sem lagt hafa mér lið við atvinnuleit mína. Hún heldur vissulega áfram þangað til ég finn mér eitthvað að gera.

9/12/05 07:01

Rattati

En það sem að ég benti þér á um daginn? Tékkaðirðu á því?

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!