— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Dagbók - 2/11/04
Aðventulag Ívars Sívertsen 2005

Hér erum við, Ívar Sívertsen og dóttir mín Prímadonna Sívertsen-de Trix, að syngja aðventulagið okkar ásamt Mótettukór Hallgrímskirkju, Söngsveitinni Fílharmóníu og Pólýfónkórnum. Það er Kammersveit Íslands sem leikur undir. Lagið er útsett af Vladimir Azkenasy og Ramon Gamba. Halldór Ásgrímsson flytur aðfararorð.

Það var á haustdögum 2005 sem ég kom að máli við framkvæmdastjóra Kammersveitar Íslands og spurði hvort hægt væri að fá sveitina til að leika undir aðventulag Ívars. Það var auðsótt mál en til þess þurfti ég að opna pyngjuna talsvert.

Útsetjararnir voru heldur ekkert mál, ég bauð þeim á barinn og þeir fengu að tæma hann.

Þá átti eftir að semja við bakraddir. Ekki dugði minna en að hafa kór á bakvið. En útsetjararnir gátu ekki komið sér saman um hvaða kór hentaði best í þetta verkerni svo ákveðið var að ráða þá þrjá sem komu í umræðuna. Það reyndist reyndar erfitt að ná í Pólýfónkórinn þar sem hann hefur ekki starfað í mörg ár en það hafðist samt eftir miklar fortölur og fjárútlát.

Það var hins vegar upptökuhljóðverið sem varð okkur erfiður ljár í þúfu. Það hafði einhver fábjáninn selt mér fjöldmarga tíma í Majestic hljóðverinu í Lundúnum á spottprís. Ég tók því fegins hendi og var kominn til Lundúna með allt hafurtaskið, hljómsveit og kóra. Þegar ég stóð á þeim stað sem Majestic átti að vera þá var mér tjáð að það hefði brunnið fyrir allmörgum árum með masterum og mús. Ég kaupi aldrei neitt aftur á E-Bay!

Þá var flogið heim aftur, nema Glockenspiel leikarinn sem týndist í neðanjarðarkerfi Lundúnarborgar og því er því miður ekkert Glockenspiel í laginu. Við vonum að hann finnist brátt.

Þegar heim var komið var ákveðið að reyna að fá hljóðverstíma einhvers staðar á vægu verði þar sem sjóðir Spillingaráðuneytis Baggalútíu voru að þrjóta og orgelsjóður Dómkirkjunnar kominn í mínus. Þá gekk ég á sumarbústaðasjóð ríkisstjórnarinnar og fékk smá aur til að klára upptökurnar. Þeir aurar dugðu reyndar skammt því að hljóðverið sem við vildum fá var fullbókað til áramóta 2009 - 2010. Ég bætti því við talsverðum „styrk“ frá Ríkisútvarpi baggalútíu sem gerði það að verkum að engin verður íþróttarásin sem búið var að lofa.

En eftir að hafa fengið tíma í Stúdjó Ofsans og búin að henda draslinu þar inn þá kom það í ljós að upptökumann vantaði. Honum var reddað í snarhasti en í ljós kom að hann var nýbyrjaður á hljóðupptökunámskeiði og var bara búinn að læra á REC takkann. Hann vissi ekki hvað STOP takkinn var og enn síður hvað allir hinir takkarnir gerðu. Hann var rekinn þegar fyrsta spóla kláraðist.

Næsti upptökumaður sem var ráðinn skilaði sínu verki sómasamlega og sýndi og sannaði að það eru ekki allir upptökumenn fól. Hann eyddi hins vegar allt of miklum tíma í að fullvinna mixið og gekk þá all svakalega á styrkinn sem ég á eftir að sækja um hjá Glímufjelaginu Nærsveitamönnum.

Þegar þetta var að klárast þá bað Halldór Ásgrímsson um að fá að flytja aðfararorð að þessu mikla verki og var það auðsótt mál eftir að hann opnaði pyngjur Ríkissjóðs Íslands ehf.

En þetta hafðist að lokum og ég bið ykkur vel að njóta.

Gle... já þið vitið hvað.

p.s. masterinn datt í poll áður en mixið hófst og þess vegna hljómar þetta svolítið eins og af gamalli vínilplötu.

Sækið lagið hér

   (158 af 287)  
2/11/04 14:01

Skabbi skrumari

hehe... snilldar útsetning og fagur söngur... skál.

2/11/04 14:01

bauv

Snilld.

2/11/04 14:01

dordingull

Útsetning Azkasleikis er frábær, einsöngvararirnir mjög góðir, en of lítið heyrðist í kórnum.
Legg til að glímufélagið afgreiði styrkinn strax.
Handritið hér að ofan er líka bráðskemmtilegt.

2/11/04 14:01

Vladimir Fuckov

Skemmtileg og óvenjuleg jólakveðja og frábært fjelagsrit.

Eitt atriði í fjelagsritinu veldur oss þó miklum áhyggjum og hefur algjörlega eyðilagt alla ánægju vora af fjelagsritinu og jólakveðjunni (og gott (vont) betur): Sjóðir spillingarráðuneytisins tómir ?! Það á ekki að geta gerst ! [Sjer fyrir sjer mestu martröð lífsins: Að bruðlið og lúxusinn í forsetahöllinni og í kringum forsetaembættið verði e.t.v. ekki meiri á næsta ári en árinu sem er að líða].

2/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Jah... nú verður a.m.k. fjármálaráðherrann að endurskoða fjárveitingar til ráðuneytanna og jafnframt að stofna sérstakan tónlistarsjóð sem hægt er að sækja í þegar svona framkvæmdir standa fyrir dyrum.

2/11/04 14:01

bauv

Og piparköku sjóð.

2/11/04 14:01

kolfinnur Kvaran

Þetta lag kom mér í dúndur jólaskap. Mæli með því.

2/11/04 14:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Frábært Ívar

2/11/04 14:02

Jarmi

Vildi óska að ég ætti kammersveit.

2/11/04 14:02

Jóakim Aðalönd

Það hefði mátt lækka aðeins í bassanum og fá örlítið meiri diskant. Annars meistaraverk. Skál!

2/11/04 15:00

Hildisþorsti

Mér fannst ég nú samt heyra í glockenspiel leikaranum þarna - í fjarska.

Gott félagsrit.

2/11/04 15:01

Offari

Nú dæmir hver fyrir sig er þetta ekki vögguljóð.? Takk Sendu mér plötuna í kröfu.
Takk

2/11/04 15:01

Ívar Sívertsen

Platan kemur fljótlega

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!