— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Ívar Sívertsen
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skáldjöfur.
Pistlingur - 10/12/05
Jólaauglýsingar

Ég er verulega pirraður á öllum þessum ekkisens jólaauglýsingum og það er ekki einu sinni kominn nóvember!

Ég man þegar ég var lítill þá veifaði manni jólasveinn í Rammagerðinni í Hafnarstræti einhvern tíman um miðjan október. Þangað var alltaf farið með strætó til að brosa í kampinn yfir þeim fáránleika sem þar blasti við. Það var ekkert farið að gera í jólastússi fyrr en á aðventunni, ekki einu sinni í verslunum. En svo fór að halla undan fæti. Ikea er orðið fyrst til að auglýsa jólavörur, Iceland Express spilar jólalög í auglýsingu frá sér og svo framvegis. Ég vil ekki sjá þetta fyrr en í fyrsta lagi á aðventunni og það er a.m.k. mánuður í hana ennþá! Ég rakst á ágætis mótmælavef þar sem svona framferði er mótmælt og auglýsingamynd fylgir með fyrir þá sem vilja taka þátt í þessum mótmælum.

farið á http://atli.askja.org/jol og skoðið málið!

   (169 af 287)  
1/11/04 05:01

hlewagastiR

Gleðileg jól, Ívar minn!

1/11/04 05:01

Hvæsi

..Og gæfuríkt nýár.
Svona er bara heimurinn að breytast og ósköp lítið að gera til að sporna við því.
Held að upphafsmaður þessa vefs ætti að finna sér eitthvað hobbý, eða kíkja á lútinn í staðinn.
[Syngur] Nú er sollá nýju skónum..

1/11/04 05:01

Litli Múi

Já þetta er óþolandi, maður er kominn með leið á jólunum áður en þau ganga í garð.

1/11/04 05:02

Jóakim Aðalönd

Hehe, ekki verð ég var við þetta. Feliz navidad!

1/11/04 05:02

Holmes

Gleðilega páska!

1/11/04 05:02

Ívar Sívertsen

Ertu í sumarfríi?

1/11/04 05:02

B. Ewing

Þakkaðu fyrir að sjá ekki jólaré og skreytingar í flugstöðinni er þú kemur heim Jóakim.
-
Annars tek ég alveg undir fyrri mælendur. Jólaauglýsingar byrja allt of snemma. Það þyrfti að setja einhverjar strangari reglur um hvað má auglýsa jólin snemma.

1/11/04 05:02

Anna Panna

Hjartanlega sammála, þetta auglýsingaskrum er búið að eyðileggja jólin.
Ég heyrði reyndar auglýsingu í útvarpi í vor (maí eða júní) frá hóteli sem bað fólk um að vera tímanlega í að panta á jólahlaðborð. Fannst það alveg utan við öll velsæmismörk.

1/11/04 05:02

Limbri

Eins mikið og ég "hata" jólaauglýsingar. Þá verð ég að taka upp hanskann fyrir IKEA og þessháttar verslunum (varðandi tema er slík fyrirtæki hafa innan sinna veggja).

Hvort sem þið eruð sammála mér eður ei, þá er staðreyndin sú að fyrirtæki er selja húsgögn og þar um líkan útbúnað verða hreinlega að vera tímanlega í því þegar viðkemur jólunum. Er þetta ekki vegna þess að þau séu svo fégráðug, heldur ennfremur vegna þess að við erum fæst afar efnuð og húsgangakaup þarf að fjármagna. Því er það svo að ef ætlunin sé að selja um jólabil eitthvað undir formerkjum jólana (sem við hljótum að vera sammála að sé viðeigandi í höfuðstólshuxandi samfélagi sem Ísland er) þá er nauðsynlegt að hefja sitt tema snemma.

Vil ég þó algjörlega neita öllum samþykkjum mínum varðandi að auglýsa á opinberum vettvangi jólavarning fyrir 1. desember.

1/11/04 05:02

Nermal

Það er að sjálfsögðu ekki hægt að setja einhverjar reglur um svona, við erum ekki kommúnistaríki. Ég er mikið jólabarn í mér og hef gaman af þessu glingri sem jólunum fylgir. Svo er fátt jafn gaman eins og að kíkja í Jólahúsið hér í Eyjafirðinum á miðju sumri.

1/11/04 06:00

Offari

Dótir mín er farin að setja skóin í gluggann

1/11/04 06:00

Bægifótur

Feliz Nadal.

1/11/04 06:00

Kargur

Hér er löngu komið jóladót í wally-world. Þeir skella því inn um leið og þeir taka gasgrillin og svoleiðis sumardrasl úr umferð.

1/11/04 06:01

Ívar Sívertsen

Limbri: Auglýsingar IKEA eru ekki um húsgögn heldur jólaskraut og jólavörur!

1/11/04 06:01

Limbri

Ívar: Ég var að tala um ÞEMA innan verslunarinnar. Ekki auglýsingar varðandi jólaskraut !

Ég tók það skýrt fram að ég væri ekki hlynntur jólaauglýsingum á opinberum vettvangi fyrir 1. desember.

(Lesa hægar vinur.)

-

1/11/04 06:01

Ívar Sívertsen

Ég skildi alveg þetta með þemað. Þú ert að vísa í húsgögn og verslanir sem byggja verslun sína á þeim. Ég myndi alveg skilja ef IKEA færi að auglýsa húsgögn grimmt og nefna það í texta að jólin væru að nálgast og ekki væri úr vegi að dekorera upp hjá sér fyrir jólin. En að skella jólaskrauti og þess háttar útbúnaði í auglýsingarnar og skreyta auglýsingarnar þannig og nefna húsgögn ekki einu orði þá finnst mér orðið mjög vafasamt að leyfa þannig auglýsingar. Jólaskraut er ódýrt að mestu nema maður sé að kaupa eitthvað sem fæst í skartgripaverslunum eða kristalsbúðum. Jólavörurnar frá Ikea kosta ekki það mikið að maður þurfi að huga að því marga mánuði fram í tímann. En Limbri, ég skil hugsun þína og er sammála en framkvæmdin hér er bara öðruvísi en þú tekur til. Við erum líklega sammála að öllu leiti en setjum þetta fram á mismunandi vegu.

1/11/04 06:01

Ívar Sívertsen

Ég hvet reyndar alla sem reynslu hafa af auglýsingaheiminum til þess að tjá sig um þetta.

1/11/04 06:01

Hvæsi

Jólamjólkurfernur sem og jólakókómjólkin brestur líklega á í næstu viku.

1/11/04 06:01

blóðugt

Ég þoli ekki jólakókómjólkina, og enn síður jólajógúrtina. Maður stendur í stappi við barnið í hverri búðarferð. „Mamma viltu kaupa svona plíííííííííís plíííííííííííííííís mamma“. Svo ef maður lætur til leiðast þá er þetta ekki borðað því þetta er vont. Að ég tali nú ekki um sykurinn í þessu! Fussumsvei.

1/11/04 06:01

Jóakim Aðalönd

Ég held að það hljóti að vera til jógúrt án viðbætts sykurs.

1/11/04 06:01

Hexia de Trix

Ekki ef hún er merkt sem jólajógúrt.

1/11/04 06:01

Sindri Indriði

Jólajógúrt er yfirleitt merkt með einhverjum kúlum og greninálum. Ég myndi ekki treysta jógúrt sem innihéldi greninálar.

1/11/04 06:01

Hvæsi

Já þeir eru sniðugir hjá MS. Láta krakkana frekjast um vörur sínar. Og já, jógúrt drykkir margskonar án viðbætts eru til í tugatali.

1/11/04 06:02

Kargur

Hvenær kemur jólaákavítið í ríkið?

1/11/04 07:00

Ívar Sívertsen

Það er reyndar það eina sem má vera jóla allt árið... eða er það ekki annars?

1/11/04 07:00

blóðugt

Auðvitað er til jógúrt án viðbætts sykurs og er hún keypt allan ársins hring. Það er ekki til jólajógúrt án viðbætts sykurs! (Ja, kannski er hugsanlegt að jógúrtin sé það, en ekki súkkulaðikúlurnar og brjóstsykursjólatrén sem fylgja til að sturta út í og eru aðalmálið).

[skellihlær að Sindra Indriða]

1/11/04 07:01

Sæmi Fróði

Mér tekst einhvern vegin að forðast að sjá þessar auglýsingar, gæti hugsast að ég þyrfti ný gleraugu!

1/11/04 07:01

blóðugt

Jólaákavíti? Já! -kavíti.

Ívar Sívertsen:
  • Fæðing hér: 11/8/03 12:21
  • Síðast á ferli: 22/6/23 12:25
  • Innlegg: 12356
Eðli:
Ákaflega fagur ungur maður með mikinn metnað og kann sig á allan hátt. (hann lærði það á kvöldnámskeiði hjá Bréfaskóla SÍS)
Fræðasvið:
Ég veit allt, get allt og kann allt en fer rosalega leynt með það og kann að fela það vel.
Æviágrip:
[i]Fæddur að handraðanesi á sóðbrókarströnd í Ristilfirði. Lést skömmu síðar. Reis upp frá dauðum eftir korter og bað um brauð. Eftir það var ekki aftur snúið. Hann hefur síðan verið ánetjaður Baggalúti og virðist ekkert vera að skána.Hann fékk sér fæðingarblett á kinnina skömmu áður en hann lét taka hann af sér. Hann hló skömmu eftir það. Ívar hefur nú hafið búskap á Eyðibýli á Auðkúluheiði. Hann hefur aldrei verið við kvenmann kenndur en hann er all oft kenndur. Sívertsenættin hefur lýst hann útlægan og krafist þess að hann afsali sér ættarnafninu og taki upp nafnið Nestrevís en hann hefur margsinnis hafnað því. Ef þú ert að lesa þetta ennþá þá ert þú líklega jafn skemmdur og Ívar... ef ekki skemmdari barasta. Ertu enn að lesa? Nei nú læt ég leggja þig inn á geðdeild! Það er ekki heilbrigt að lesa svona langt! Viltu hætta þessu! HÆTTU SEGI ÉG!!! Ef þú ert enn að lesa og finnur ekki fyrri vott af þreytu þá skal því bætt við að þegar Gestapó var opnað í árdaga þá gerðist Ívar fastagestur hið snarasta. Hann hefur æ síðan verið einn virkasti gestapóinn og ritað mikið. Hins vegar er ljóst að hann kemur til með að auka viðveru sína á Gestapó á komandi árum því nú hefur hann komið sér í innivinnu við tölvu. Ertu enn að lesa þetta? ÉG held svei mér að þú ættir í alvöru að leita þér hjálpar. Ég er löngu hættur að lesa þetta... ég veit ekki einu sinni hvað stendur eftir línu þrjú. En hvað um það. Síðan hafa mörg vötn runnið til sjávar og eiginlega svo mikið að það er ekkert salt eftir í sjónum, það lagði á flótta upp í ár og stöðuvötn þannig að nú er sjórinn pakkfullur af ferskvatnsfiskum og ferskvatnshvölum. En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Megasi keisara, að skrásetja skyldi alla drykkina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Gylfi Ægisson var blandstjóri í Stúdjó Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta stjaksetja sig, hver til sinnar borgar. Þá fór og Rúnar Þór úr Litlu Hraunum frá Hótel Borg upp í Morgunblaðshús, til borgar Davíðs, sem heitir Hádegismóar, en hann var af ætt og kyni Davíðs,að láta skrásetja sig ásamt Maríu hjákonu sinni, sem var þung. En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Ældi hún þá bjór sinn frumdrukkinn, sagði hann vondan og lagði hann í fötu, af því að eigi var romm handa þeim í gistihúsi. En í sömu byggð voru barþjónar úti í haga og gættu um nóttina drykkja sinna.Og vörður laganna stóð hjá þeim, og dýrð Áfengis ljómaði kringum þá. Þeir urðu mjög fullir, en löggimann sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag afréttari færður, sem er Hristur og hrærðu, í Mogga Davíðs.Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna gubb vont, lagt í fötu. Og í sömu svipan var með löggumanninum fjöldi himneskra hljómsveita, sem lofuðu stuð og sögðu: Dýrð sé stuði í Hádegismóum, og fiður á Davíð og mönnum sem hann hefur velþóknun á. Þannig hljóðar hið heilaga stuðspjall. Og þegiðu svo!