— GESTAPÓ —
Ugla
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/12/05
Kjáni

Herinn er að fara og þetta er það sem utanríkisráðherra þjóðarinnar hefur um málið að segja í sjónvarpi.

"Maður fær ekki alltaf það sem maður vill. Og þá verður maður að vinna úr því sem maður þá fær í staðinn. Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en stundum kannski eitthvað sem gerir sama gagn."

Þetta er ég að hugsa um að útnefna ömurlegustu ummæli ársins. Leiftrandi fordómar, fyrirlitning í garð kvenna, heimska, hroki og hundrað prósent hálfvitagangur ráða hér ferðinni.
Ætli þetta sé dæmisaga úr persónulegu lífi ráðherra?
Viska sem hann kaus að deila með okkur hinum?
Ég held að ráðherra ætti sjálfur að reyna að gera eitthvað "gagn" og opna ekki á sér munninn í bráð.

   (1 af 4)  
3/12/05 22:02

blóðugt

Öss...

3/12/05 22:02

Haraldur Austmann

Maðurinn er asni.

3/12/05 22:02

Ira Murks

Ég sá og heyrði þetta líka, óverjandi.

3/12/05 22:02

Hvæsi

Hver er aftur utanríkisráðherra núna ???

3/12/05 22:02

Þarfagreinir

Hann er að reyna að vera hnyttinn og sniðugur eins og fyrirrennari hans, en það virkar eins og venjulega álíka jafn vel og þegar ánamaður reynir að læra stærðfræðigreiningu.

3/12/05 22:02

Þarfagreinir

P.S. Helvítis aumingjaháttur sem felst í þessu. Þarna sést hið rétta viðhorf hérlendra ráðamanna til hersetu Kananna - þetta er ekki 'gagnkvæmt samstarf' eins og þeir reyndu alltaf að halda fram, heldur ömurlegur sleikjuháttur. Og nú þarf að finna einhverja aðra til að sleikja sig upp við fyrst að Kaninn er farinn.

Rugl.

3/12/05 22:02

Offari

Fá um við þá dömu í staðinn fyrir herinn?

3/12/05 22:02

Hakuchi

Sagði maðurinn þetta í alvöru? Sei sei.

3/12/05 22:02

Nornin

Ertu ekki að grínast?!?!
Ég hef ekki verið svona hneyksluð síðan að Guðni sagði að staður konunnar væri á bak við eldavélina!
(Reyndar má hlæja að Guðna greyinu).
Og ég segi nú bara eins og Hvæsi... hvaða fífl er utanríkisráðherra núna?

3/12/05 22:02

Hvæsi

Mér er alveg full alvara með spurningu minni...
Ég hef ekki glóru um hver er í þessu kjánaembætti núna.

3/12/05 22:02

Haraldur Austmann

Geir H. Haarde.

3/12/05 22:02

Nermal

Geir "göltur" Hardon er utanríksráðherra. Mér fundust þessi ummæli hans frekar ósmekkleg. Ekki er fegurðinni fyrir að fara hjá honum.

3/12/05 22:02

Gottskálk grimmi

Geir H. minnir mig alltaf á Jabba the Hut í Star wars myndunum þegar hann brosir.

3/12/05 22:02

Bangsímon

Obbobobb. Ætli konan hans hafi ekki heyrt þetta? Kannski að hún bíði eftir honum núna með kökukeflið á lofti, bara svona til að sýna honum hvaða "gagn" hún getur gert.

3/12/05 22:02

Dexxa

Karlrembusvín !

3/12/05 22:02

Bangsímon

Maðurinn var dálítið kjánaprik að segja þetta, en ég held að þetta sé samt ekki mjög alvarlegt. Þetta hlutgerir konur vissulega, en ef kona hefði sagt þetta um sæta stráka hefði enginn sagt neitt. Ég held líka að hann hafi ekkert endilega verið að vísa til kynlífs.

3/12/05 23:00

dordingull

Hvað er að þessu? Er þetta ekki til tilbreytingar hárrétt hjá honum?

3/12/05 23:00

Ugla

Ég er ekki viss um að það sé rétt hjá þér Bangsímon að ef utanríkisráðherra væri kona hefði enginn sagt neitt. Ég er frekar á þeirri skoðun að hún hefði ekki átt sér viðreisnar von eftir svona málfluttning.

3/12/05 23:00

Isak Dinesen

Ég tek undir ummæli Bangsímons. Ef kona hefði sagt þetta um karl hefðu neikvæð viðbrögð verið sama sem engin. Ótrúlega hörð viðbrögð sumra hér og annars staðar eru augljóslega af pólitískum toga. Og aðallega skondin, stundum hlægileg.

Hins vegar voru þetta afskaplega misheppnuð ummæli. Líklega sagði hann þetta án (mikillar) umhugsunar. Ugla sagði allt sem segja þurfti með titlinum. Þetta var kjánalegt.

3/12/05 23:00

Jóakim Aðalönd

Jamm. Hvað með ummæli Ólafs Ragnars um árið: ..Forsætisráðherrann er með skítlegt eðli". Voru það betri ummæli? Hvað með ummæli Halldórs Blöndals: ..Auðvitað má segja að það sé mest umferð um þær götur þar sem mest umferð er." Svona mætti lengi telja og ekki er Skalla-Grímur betri, þó hans ummæli séu kannske ekki jafn kjánaleg, enda ræðumaður góður.

Ekki gera úlfalda úr mýflugu, því þrátt fyrir að orðin séu kjánaleg, breytir það því ekki að merkingin á bak við þau eru sönn: Við fengum ekki það sem við vildum frá Kananum og nú verðum við að gera eitthvað í hlutunum. Sjáum í gegn um fingur okkar. Geir er jú bara þingmaður...

3/12/05 23:00

Haraldur Austmann

Sko - Ólafur Ragnar sagði þetta um pólitískan andstæðing í hita leiksins. Utanríkisráðherra sagði aulabrandara á kostnað helmings þjóðarinnar og gefur í skyn að konur séu drulsur sem dregnar eru heim af balli, þeim riðið og svo hent út.

Utanríkisráðherra sem segir þannig aulabrandara og hlær svo manna hæst á eftir, er auli.

3/12/05 23:00

Ferrari

Voðaleg viðkvæmni er þetta.Það er orðið ansi dapurt ef ekki má koma með smá spaug (Þó misheppnað sé)án þess að vera kastað fyrir ljónin.ég er komin með upp í kok af póítískri rétthugsun.

3/12/05 23:01

feministi

Hvaða helvítis kjaftæði er þetta, auðvitað má Harde kallinn tala niður til okkar kvennana. Við erum jú bara konur og strákarnir segja ekkert mark takandi á okkur. Ef Valgerður álmálaráðherra segði eitthvað álíka um karlmenn tæki ekki nokkur (karl)maður eftir því, hún er jú kona og hefur hvort sem er ekkert vitrænt til málana að leggja.

Klám og karlremba er í tísku núna svo hættið að vera svona púkó. Það mætti halda að þið væruð loðnir og ljótir feministar.

3/12/05 23:01

Sæmi Fróði

Ætli feministi sé að hæðast á kaldan hátt?

3/12/05 23:01

dordingull

Halli minn, það er ef til vill erfiðara við að eiga þarna í Kistunni, en ég reyni nú yfirleitt að koma þeim út fyrir hádegi.

3/12/05 23:01

Nætur Marran

Þetta sýnir bara það að ráðherrar eru ekkert skárri en skítseyðin sem reyna við allt sem hreyfist á böllum landsins, bara til þess eins að komast yfir eitthvað með leggöng.

3/12/05 23:01

Kondensatorinn

Þetta vekur hjá mér ýmsar spurningar.
Hvernig getur verið gagnlegt að fara með eitthvað heim af ballinu ?
Hvaða ball var þetta ?
Hvað er þetta eitthvað ?
Fór hann heim með glóðarauga ?
Var þetta kannski einkadansleikur ?

3/12/05 23:01

Jarmi

Ertu ekkert að fá í hana lengur?

3/12/05 23:02

ZiM

vá hvað hann er mikill asni. [sendir honum hótunarbréf með smá sprengju]

3/12/05 23:02

Jóakim Aðalönd

[Reynir að breyta úlfaldanum í mýflugu aftur]

Það, að Ólafur hafi haft þessi ummæli um pólitískan andstæðing í hita leiksins, afsakar alls ekki ummælin sem slík. Málið er bara að fólk sem lifir og hrærist á opinberum vettvangi, missir stundum út úr sér orð sem betur hefðu mátt kyrr liggja og engin ástæða er til annars en að brosa bara í laumi og fyrirgefa þeim það svona einu sinni. Alla vega er ég búinn að fyrirgefa Ólafi og Halldóri og u.þ.b. öllum þessum greyjum sem eru bara ekkert alltaf of gáfuð...

Að halda því fram að Geir sé ekkert skárri en einhver skítseyði sem reyna við allt á böllum landsins, hljóta að vera gífuryrði. Þó hann hafi kannske ekki alltaf gert rétt eða tekið réttar ákvarðanir, er alger óþarfi að velta æru mannsins svona upp úr skítnum.

Skál!

3/12/05 23:02

Nermal

Sjálfstæðisflokkurinn er nottlega einn mesti kallrembuflokkur landsins. Forarvilpa sora og óþverra. Þar eru gungur og druslur, og menn með skítlegt eðli.

3/12/05 23:02

Jarmi

Ég held ég skrái mig bara í flokkinn þá. Hljómar vel.

4/12/05 00:00

Isak Dinesen

Mikið er ég sammála Jóakim. Hann er rödd skynseminnar hér. Auðvitað er það voðalega þægilegt fyrir fólk að grípa eitthvað svona á lofti og reyna að búa til illmenni úr mönnum sem hafa einmitt ekki sýnt með öðrum hætti að þeir séu það. Ef við byggjum við ofríki einræðisstjórnar, er ljóst að menn myndu aldrei velta sér upp úr tittlingaskít sem þessum. Fyrir því er ástæða.

Gerið eins og Jóakim segir. Brosið að þessu og látið þar við sitja.

4/12/05 00:00

Ugla

Bíðið nú við Jóakim og Isak...!
Með því að ENDURTAKA það sem Utanríkisráðherra sagði opinberlega er ég þá að velta "æru mannsins upp úr skítnum" og "búa til úr honum illmenni"?
Hvernig í andskotanum fór ég að því?

4/12/05 00:00

feministi

Ugla mín, þeir eiga líkast til við að þetta sé léttvægt gín um s.k. konur og sem slík sértu allt of viðkvæm fyrri glensi. Sökum þess að þeim finnst hann að öðru leyti ágætur finnst þeim einnig að þú ættir að fyrirgefa honum. Það að þú hafir haft orð á gremju þinni er vitaskuld bara dónaleg aðför að ráðherra.

4/12/05 00:01

Sundlaugur Vatne

Eins og þegar hefur komið fram þá hefði enginn rekið upp kvein ef t.d. Þorgerður Katrín hefði búið til álíka viðlíkingu þar sem skólakerfinu væri líkt við lélegt strákaval. Kvenremburnar eru ekki þekktar fyrir jafnréttiskennd og við strákarnir látum svona lagað ekki fara í taugarnar á okkur.
Mér finnst óþarfi að æsa sig þó utanríkisráðherra taki svona til orða. Margt verra hefur verið sagt á vettvangi stjórnmála og meiri alvara þá legið að baki.
Ég get hins vegar upplýst ykkur um það að hann Geir Hilmar er góður félagi, góð sál, gamansamur og hefur ágæta söngrödd. Það er ekki alltaf sem maður hittur fólk búið svo mörgum góðum eiginleikum.

4/12/05 00:01

Isak Dinesen

Ugla: Ég var ekki að vísa til þinna ummæla. Pistill þinn er ágætur og ég benti einmitt á að þú hefðir hitt naglann á höfuðið með titlinum.

4/12/05 00:01

Skabbi skrumari

Jamm, virkilega kjánaleg ummæli...

4/12/05 00:01

Kiddi Finni

Júhuu... þetta með stelpuna og ballið reynir nú að vera líking eða dæmisaga hjá aumingja ráðherranum. En asnaleg og dónaleg sem slik. Við Finnar gætum kannski sent nokkra pólitikúsa til yfir til ykkar, ef ykkur langar til að breyta til?

4/12/05 00:01

U K Kekkonen

Já endilega takiði við nokrum af álfunum okkar! Þirfti að losna við nokkra álíka snillinga héðan...

4/12/05 00:02

Jarmi

Sammála Sundlaug. Geir er einn sá besti maður sem villst hefur í hinn illa pott stjórnmála á Íslandi. Þessum manni er alls ekki illska í hug þegar hann lætur svona orð falla. Ég væri til í að veðja peningum á að hann sé í topp 20% yfir þá karlmenn landsins sem bera hvað mesta virðingu fyrir kvenfólki.

En já, kjánalegt... vissulega.

4/12/05 00:02

Kondensatorinn

Kannski er maðurinn einfaldlega nörd og talar í líkingum líkt og gert er í biflíunni án þess að ætla sér að vera með sérstakar meiningar um kvenfólk.

4/12/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Aeruvelta Geirs átti sér stað hjá Naeturgagninu; ekki hjá thér Ugla. Lesa betur...

4/12/05 01:02

Jóakim Aðalönd

,,Leiftrandi fordómar, fyrirlitning í garð kvenna, heimska, hroki og hundrað prósent hálfvitagangur ráða hér ferðinni."

Thetta kalla ég gífuryrði.

4/12/05 02:01

Ugla

Ég var líka rosalega reið Jóakim og er enn.
Ég hefði kannski vandað mig meira og notað önnur orð ef ég væri ráðherra og hefði verið í viðtali við sjónvarpið fyrir framan alþjóð. Eins og hann var.

4/12/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Gott að heyra. Thad getur verið auðvelt að sitja heima í stofu og daema, en kannske vaeri erfiðara að vera sífellt á opinberum vettvangi.

Mál að linni.

Kveðja, Jóki í Panama

Ugla:
  • Fæðing hér: 2/2/04 16:08
  • Síðast á ferli: 18/1/07 13:12
  • Innlegg: 121