— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/11/05
Borat

Óborganlegt grín. Engin mynd kemst nálægt henni í efnisvali og framsetningu.

Jagshemash!

Fór í gærkvöldi í Smárabíó og bar þar augum myndina um kasaska sjónvarpsfréttamanninn Borat Sagadiyev sem var gerður út af örkinni af stjórnvöldum í Kasakstan til þess að kynna sér lifnaðarhætti Bandaríkjamanna.

Ég verð að segja að ég hef ekki hlegið jafn mikið að kvimynd í langan tíma, ef þá nokkrun tímann.

Veit ekki hversu vel ég ætti að fara út í stök atriði myndarinnar svo ég skemmi ekki fyrir þeim sem ekki hafa séð hana.

Ef þú, Gestapói góður, vilt sjá eina fyndnustu mynd allra tíma þá er Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit for Glorious Nation of Kazakhztan, einmitt myndin fyrir þig.

Persónan Borat er svo einlæg í framkomu sinni og endalaust langlundargeð Bandaríkjamanna er merkilegt en þó enn merkilegra þegar sumir þeirra láta sínar réttu skoðanir í ljós, þá er fyrst gaman.

Í myndinni eru endurleikin atriði sem voru sýndir í þáttunum um Borat sem voru í Da Ali-G Show. Þeim er þó breytt lítillega og engu síðri heldur en gömlu atriðin.

Ég gef þessari mynd fullt hús stjarna því hún á það svo fyllilega skilið. Það er alveg klárt mál að ég fer og séð þessa mynd aftur eða kaupi hana á DVD, það er ekki spurning.

   (2 af 17)  
1/11/05 05:01

Offari

Ég fer örugglega á myndina ef hún verður sýnd á Sómastað.

1/11/05 05:01

Bangsímon

Ég fór að sjá Borat í gær og hló mig máttlausan. Þetta er gríðarlega fyndin mynd og er afskaplega óviðeigandi. Ég held að fólk sem móðgast auðveldlega eigi erfitt með að horfa á þessa mynd. En ég mæli með henni, enda er mjög gaman af óviðeigandi hegðun.

1/11/05 05:01

Magnús

Hún er allt í lagi, ekki mikið meira en það. Ef menn hafa fylgst með Borat í gegnum tíðina þá er nánast ekkert nýtt efni í þessari mynd.

1/11/05 05:01

Finngálkn

Eiginlega sammála Magnúsi... Þetta er engu að síður stórgóð mynd. Illa farið með nokkur fífl sem áttu það sennilega inni eins og fávitana í útskriftarferðinni!

1/11/05 06:00

Hr. Pirrandi

Fylgst með honum gegnum tíðina? Hvaða tíð er það?

1/11/05 06:00

Bangsímon

Það mundi vera þátíð, Hr. Pirrandi.

1/11/05 07:02

Húmbaba

Það var hreinn unaður að horfa á þessa mynd

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.