— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Pistlingur - 1/11/05
Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar

Nú er fullt jafnrétti handan við hornið, verkefnin eru orðin svo lítilfjörleg

Ég sver það ég hélt ég yrði ekki eldri því ég hló svo mikið við lestur Fréttablaðsins sl. fimmtudag.

Á blaðsíðu þrjú eða fjögur mátti lesa litla grein sem kvað á um að götuljósin skyldu einnig jöfn til kynja skipt.

Herregud, á nú að fara að klæða græna kallinn í pils? Nei andskotinn, það er alhæfing að allar konur klæðist pilsi.

Má ég þá leggja eitt til. Höfð verði mynd af nakinni konu með lappirnar saman þegar það er rauður kall en svo opið klofið þegar það er grænt.

Eru verkefni þessarrar blessuðu nefndar ekki brýnni en svo að þessar kvenlufsur og karlálkur, sem þessa nefnd skipa, að nú séu umferðarljós borgarinnar næsta skotmark ofstækis og yfirgangs þessa dvergvaxna en hávaðasama hóps?

Hvað er þá næst? Verður blár litur bannaður sem alþjóðlegur strákalitur og viðvörunarmiði fylgi dúkkum í bleikum kjól að ungir neytendur skuli vara sig á því að dúkkan er alhæfing á hlutverki kvenna sem skrauts og að ungum meyjum skuli forða frá notkun nefndrar vöru?

Þetta er ekki mikið bjánalegri hugmynd, ef hitt á að vera raunhæft, þá skal mín tillaga einnig fá fram að ganga:

Umferðarmerki A17.11 varúð, vegavinna.

Nú skal helmingur þessa skilta í framtíðinni einnig sýna konu við að grafa skurð.

   (3 af 17)  
1/11/05 04:01

Ríkisarfinn

Já það er ekki öll vitleysan eins, ég hló mikið þegar ég sá þetta í fréttatíma R.Ú.V. og rætt var við tvær konur úr þessari nefnd og önnur þeirra sagði þegar hún var spurð hvort þetta gæti ekki verið kona í buxum, nei þatta er mjög karlmannlega vaxin maður. Váá, þvílíkt rugl.

1/11/05 04:01

Billi bilaði

Á almenningshlaupsskiltinu er einn hlauparanna með tagl. Er það ekki nóg?

1/11/05 04:01

Heiðglyrnir

Já það er mikið talað um þetta mál og á nótum sem að Riddarinn bara hreinlega skilur ekki.
.
Það sem þessi góða kona er að benda á; er að veröldin er öll merkt með karlkynsmerkingum. Það er bara einfaldlega rétt hjá henni og hlýtur að gefa til kynna ákveðna kynbundna hugmyndafræði.
.
Hugmyndafræði sem að er kynbundin kallar frekar á atferli sem er það mjög sennilega líka.
.
Hér hefur líka mikið borið á góma kostnaður við þessar breytingar. Þessar 3 hringlaga plastskífur sem koma framan á ljós götuvitana má sennilega láta búa til fyrir innan við 500 kr. stk. í fjöldaframleiðslu.
.
Hugmyndin er ekkert endilega sú eina rétta og e-ð sem á að hlaupa til og frramkvæma...og þó.
.
Ábendingin, áminningin og hugmyndafræðin aftur á móti á fullan rétt á sér.

1/11/05 04:01

Tigra

Mér finnst þetta einmitt vera kynjamisrétti að detta sér þetta einu sinni í hug!
Eru konur ekki menn eða?
Ég er bara orðlaus.

1/11/05 04:01

hvurslags

Það að kyngreina grænu og rauðu karlana finnst mér vera skrýtið einnig að því leyti að það felur í sér enga praktíska merkingu(öfugt við t.d. karl- og kvennaklósett). Að jafnréttissinnar skuli vera að eyða tíma sínum í þetta í staðinn fyrir að gera eitthvað þarfara sýnir eingöngu hvað sú barátta er á rangri leið.

1/11/05 04:01

blóðugt

Sammála Tigru. Þetta er eitt það alfáránlegasta sem ég hef heyrt. Það að fólk geti ekki gert sér grein fyrir því að 'græni karlinn' er gjörsamlega kynlaus vera er bara sorglegt. Mér myndi bjóða við því að ganga yfir götu þar sem ' oggukrúttuleg stelpa' í pilsi lýsti grænu. Það er gjörsamlega verið að ýta undir gömlu staðalímyndirnar með þessari vitleysu. Útlitið er það eina sem skiptir máli og konur eiga bara að vera krúttulegar stelpur í pilsum, ossa sætar!

Þetta pakk gæti allt eins sett 'grænu kerlinguna' í búrku, ég yrði jafn móðguð.

1/11/05 04:01

Haraldur Austmann

Nú er ég alveg sammála Heiðglyrni. Engu við hans orð að bæta nema því að mér þykir fínt að þessi kona skuli hafa sagt þetta því það stingur í stúf við staðlað bull annarra frambjóðenda í þessu prófkjöri sem og öðrum. Kærkomið stílbrot.

1/11/05 04:01

Hvæsi

Þetta fólk skal finna sér nýja vinnu, því þetta er sóun á mínum peningum.

Og Heiðglyrnir, þó að þessar skífur kosti innan við 500kr stk,
Ekki gleyma því að við erum að ræða um borgina.
Í þetta verk þarf stóran borgar pallbíl með 3 mönnum.
Einn sér um skiptin og tveir fylgjast með, (það er bara svoleiðis hjá þeim, alltaf einn til tveir að bíða)

Svo þarf hálaunaður tæknifræðingur að hafa umsjón með verkinu, hann kemur á flottari ríkisbifreið og situr í henni þartil að verki loknu (að sjálfsögðu með bílinn í gangi)
Svo er verki lýkur, kemur hann út og skoðar verkið og skrifar um það skýrslu sem hann skilar áfram til síns yfirmanns.

Skífur 500 kr.
3 X starfsmenn í klukkustund 5000-7000kr með launatengdum gjöldum
2 X bíll í gangi 2500kr.
Verk/tæknifræðingur 7500kr

Undirbúningur verks, nokkrar rauðsokkur að skipuleggja og ræða þetta = ég þori ekki að giska, 200 - 400 þúsund ?

1/11/05 04:01

Heiðglyrnir

hvurslags mælti.
Það að kyngreina grænu og rauðu [ karlana ] finnst mér vera skrýtið.
.
Sammála, en það var afgreitt fyrir löngu.
.
blóðugt mælti.
Það að fólk geti ekki gert sér grein fyrir því að græni [ karlinn ] er gjörsamlega kynlaus.
.
Hann mætti alveg vera það. Er ekki málið að hafa svona merkingar kynlausar.

1/11/05 04:01

Haraldur Austmann

Þessar skífur endast ekki að eilífu og það er sífellt verið að skipta um ljós eða setja upp ný - þá má alveg breyta þeim Hvæsi.

1/11/05 04:01

Offari

Ég mæli með að græni kallinn verði áfram grænn.
Dömurnar meiga vera rauðar

1/11/05 04:01

Nermal

Þetta er bara gott dæmi um þarflaust gæluverkefni. Algert rugl. Það væri nær að þessi ágæta nefnd myndi eyða kröftum sínum í að berjast gegn nauðgunum og launamisrétti kynjana. Já og auðvitað þarf líka að setja hönnunn skífana í útboð... einnig þarf pottþétt að gera umhverfismat á þessu. Þetta verða einhverjar millur, enda er þetta opinber frammhvæmd.

1/11/05 04:01

Blástakkur

Ég var alltaf á þeirri skoðun að núverandi merki væru fullkomlega kynlaus svona líkt og Óli Prik.

1/11/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Jæja, er þetta ekki orðið ágætt?

1/11/05 05:00

Vímus

Það hyski sem vinnur fyrir sínum launum á þennan hátt getur varla haft háa sjálfsvirðingu. Andskotinn sjálfur! Það hefði verið upplagt að eiga einn af gömlu síðutogurunum og senda þetta lið í þriggja mánaða salttúr til Grænlands

1/11/05 07:01

mubli

Kynjamisrétti er eins og allt annað gott í hófi.

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.