— GESTAPÓ —
Rasspabbi
Fastagestur.
Dagbók - 6/12/05
Í fríi

Mörgum leiðist í fríi og vita ekkert hvað þeir eiga að gera af sér.

Ég er í fríi. Reyndar ekkert voðalega löngu eða um fjórir dagar og er því nú nær lokið en vinna hefst að nýju á fimmtudaginn. Hef alveg átt lengra frí og það var skelfilegt.

Verð að segja að ég er hálf feginn. Þegar ég fer í frí þá skekkist lífmunstrið hjá mér. Mínar gömlu þunglyndislegu hvatir sækja aftur að mér ef ég hef ekki eitthvað fyrir stafni í a.m.k. 8 tíma streit.
Sumir stinga upp á ferðalagi og njóta þess að vera í fríi. Já, prýðis hugmynd það, hafi maður gaman af því að fara einn í ferðalag.

Núna er Baggalútur og okkar heitt elskaða Gestapó að fara í frí.
Hvað gera Blútverjar á meðan engin er teningahöllin, enginn Næturgöltur, engir þræðir til að kveðst á, við hvern á maður að skála á hádegi á þriðjudegi, hvar á maður að leita ráða varðandi tímavélar og kóbalt? Hvern fjárann á maður eiginlega að gera af sér?

Það er sem fólk glöggvi sig ekki á því. Mannskeppnan er hvað lukkulegust þegar bátnum er ekki vaggað og allt er við það sama. Maður er í sátt og samlyndi við sig og allt í kringum mann.

Losarabragur setur mig alveg út af laginu. Er það bara ég eða eru fleirri sem eru svona snar bilaðir eins og ég?

Það er reyndar ekki nokkur einasti tilgangur með þessu félagsriti nema kannski til þess að kveðja í bili og þakka fyrir samveruna á Gestapó í vetur. Veit það svosum að ég var ekkert voðalega duglegur í ritum og mætingin var heldur slök en Gestapó var og er góður staður til að koma á svona til þess að kúpla sig út úr raunheimum.

Þá er ekkert annað eftir en að þakka fyrir og kveðja.
Skál fyrir okkur öllum og gleðilegt sumar.

   (5 af 17)  
6/12/05 07:00

krumpa

Ráðlegg þér að taka pillur! En ég skil þig vel - fer ósköp langt niður þegar fríið byrjar (Baggalútsfrí eða annars konar) en svo venst það. Held bara að fjórir dagar séu ekki nóg til að ná af sér þunglyndissleninu.

6/12/05 07:00

Skabbi skrumari

Ég ráðlegg þér að kíkja á Skabbalút... (sjá þráð á Kveðist á...) þannig geturðu séð sömu andlitin í allt sumar reyna að kveðast á og bulla... Það er svona eins og að drekka íslenskt brennivín þegar maður er orðinn vanur Ákavíti... vont en þó betra en ekkert... Skál

6/12/05 07:01

Offari

Blessaðu slepptu því að taka bjartsýnispillurnar, þú verða bar eins og fólk er flest af þeim. Síðan ég hætti að taka allar þessar geðpillur hefur mér liðið mun betur það er bara gaman að vera svona klikkaður.

6/12/05 07:01

Nermal

Aðal atriðið er bara að koma til baka þegar opnar aftur, ferskari og enn bilaðri en áður.

6/12/05 07:01

Dexxa

"Aðal atriðið er bara að koma til baka þegar opnar aftur, ferskari og enn bilaðri en áður." - Nermal

Ég gæti ekki verið meira sammála ! Gleðlegt sumar!

6/12/05 07:02

Myrkur

Skál

6/12/05 07:02

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir sumrinu!

6/12/05 07:02

Vladimir Fuckov

Því miður misreiknuðum vjer tímasetningu sumarlokunar Baggalúts illilega og hefjum því ei sumarfrí vort fyrr en undir lok júlímánaðar.

Eigi að síður óskum vjer þeim er þetta lesa bæði gleðilegs sumars og gleðilegs sumarfrís. Skál ! [Sýpur á fagurbláum sumardrykk]

Rasspabbi:
  • Fæðing hér: 31/1/04 14:34
  • Síðast á ferli: 12/11/15 12:13
  • Innlegg: 239
Eðli:
Rassfaðirinn er hinn vænsti karl og er ekkert klúr.
Fræðasvið:
Einkar ófróður um það sem fróðlegt þykir en þeim mun fróðari um ófróðlega hluti.Sem sagt, ófróður fræðamaður.
Æviágrip:
Ævin hófst líkt og hjá hverjum örðum ómerkilegum Íslending, með öskrum og látum.Skrölt í gegnum skóla af mis miklum áhuga og angur frá eldri nemendum. Ekki má þó kalla Rasspabba tossa eða letningja því hann er þokkalegur þegar hann vill og nennirNú til dags heldur Rasspabbi sig gjarnan í nánd við lítinn flugvöll á einum af mörgum útnárum Íslands.