— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Jafnrétti

Núr er mikið að gerast í umræðu um jafnrétti. Upphaflega ætlaði ég þetta sem svar í umræðuna við skrif Feministans, en úr varð lítill félagsritlingur.

Ég skrifaði á minni síðu "ég er algjörlega á móti kvennréttindum!". Og ástæðan fyrir því er ekki sú að ég vilji hlut kvenna eitthvað minni. Heldur vegna þess að ég sé ekki þörf á sérstökum kvennréttindum þegar verið er að reyna ná fram "jafnrétti".
Mikið hefur verið rætt um launamun og og úthrópaðar hafa verið tölur sem Hakuchi kom með nánari útskýringar á.
En þá er það krafan... sem hefur gefið mér tilefni til nokkura vangaveltna..
Sömu laun fyrir sömu vinnu! Þetta tel ég ógjörning.
Nema BANNA að menn semji um sín laun sjálfir. Jafnrétti verður ekki fyrr en hætt verði að kyngreina viðfangsefnið, og til að útrýma launamun.... jahh... á þá að setja laun fyrir störfin í fastar skorður? Og hvar á það að stoppa? Innan fyrirtækis? Innan starfgreinar? Innan sveitafélags?
Um leið og einn starfsmaður (burt séð frá kyni) er kominn með meiri laun fyrir sína vinnu heldur en annar starfsmaður (burt séð frá kyni) þá erum við að tala um launamun. Eða skiptir hann kanski ekki máli er þessir tveir aðilar eru af sama kyni? Bara ef um sitthvort kynið er að ræða.

   (28 af 62)  
1/11/04 01:00

feministi

Æ, bönnum bara vinnu, góða nótt.

1/11/04 01:00

Bölverkur

Já, er þetta ekki bara dálítið naív hjá albin?

1/11/04 01:00

Hakuchi

Þetta eru allt verðugir punktar um launamun og gegnsæi. Ef kynbundinn launamunur er það stór og þrjóskur að hann réttlætir sértækar aðgerðir þá er hægt að útfæra þær á ýmsan hátt. Þetta með gegnsæið þarf að skoða með opnum hug, það gæti kallað á veruleg persónuverndarvandamál osfrv.

Það væri t.d. hægt að stofna e-k 'launaeftirlit' sem yrði eins og fjármálaeftirlitið. Eftirlitið sjálft hefði óheftan aðgang að launaupplýsingum fyrirtækja, en yrði bundið trúnaði á persónuupplýsingar per se. Eftirlitið hefði, eins og Fjárm.eftirlitið, nokkur völd til að gefa út leiðandi tilmæli, sektir og þess háttar til að skikka fyrirtæki ef e-k kynbundinn (jafnvel líka annar munur, bara ef metið er ekki út frá getu heldur einhverju öðru) mun er að ræða. Starfsreglur þyrftu þó að vera afar skýrar. EF slíkt apparat væri til og hefði almenna tiltrú eins og Fjárm.eftirlitið. Þá myndu fyrirtæki yfirleitt haga sér því hvers kyns sláttur á hendina yrði slæmur fyrir bísness.

Ennfremur er verðugt að benda á kynbundið per se. Að draga fólk í dylka eftir kynjum er ansi víðtæk aðgerð. Í sitt hvorum hópnum er óendanlegár útgáfur af mannverum, sem gætu jafnvel átt meira sameiginlegt með afmörkuðum hluta gagnstæða kynsins en stallsystra/bræðra þeirra í heild.

Getur verið að t.d. varðandi launaviðtöl, skipti kynið engu málið, heldur einfaldlega sjálfstraust viðkomandi einstaklings? Getur verið að vandinn sé heldur feimið fólk vs. ófeimið og ákveðið en karl vs. kona? Þá gætu aðgerðir sérstaklega beindar að því að ýta undir kvenþáttinn algerlega misst marks og skilið eftir stóran hóp óframfærinna karlmanna í skítnum.

Þetta undirstrikar mikilvægi þess að rannsaka hlutina gaumgæfilega áður en byrjað er að gera eitthvað dútl.

Gott dæmi um ónógan grundvöll er þar sem óvönduð rannsókn um að stelpur væru lélegri í stærðfræði (10 ára minnir mig, snemma á 10. áratugum) en strákar og hrundið var af stað átaki til að hjálpa stelpum sérstaklega í skóla. Síðar kom í ljós við nánari rannsókn að stelpum hafði ekkert verið að ganga illa í stærðfræði og hefðu þvert á móti verið komnar fram úr strákum í einkunnum í stærðfræði áður en átakið var hafið. Svoleiðis vinnubrögð ganga náttúrulega ekki.

Kven- vs. karl er afar vandmeðfarið fyrirbæri því þetta eru svo stórir hópar og mismunandi sem verið er að bera saman. Það þarf að stíga afar gætilega til jarðar í þessum efnum.

Sjitt hvað ég þarf að fara að sofa.

1/11/04 01:00

Bölverkur

Kven- vs. karl!!!!!

Vjer skiljum ef til vill og ef til vill ekki. Fyrir hvað stendur vs. Er það eitthvað eins og VSOP?

1/11/04 01:00

Heiðglyrnir

Auðvitað á baráttan að snúast um mannsæmandi laun fyrir alla.

1/11/04 01:00

Sæmi Fróði

Launamismunur er því miður orðinn of mikill, stéttaskipting er landlæg og þá er ég ekki að meina milli kvenna og karla.

1/11/04 01:01

albin

Bölverkur, ég get ekki verið alveg sammála fyrsta commenti þínu hér.
Það sem ég er að meina (veit ekki hve skýrt þetta kom fram hjá mér) er það er núna er verið að tala um það ójafnrétti sem launamunur kynjana er. Gefum okkur að við séum komin svo langt að litið sé á starfsmenn sem "starfsmenn" óháð kyni.
Skiptir þá launamunur engu? Eða skiptir hann bara máli ef hann er á milli kynja?

1/11/04 01:01

Tigra

Við ættum í raun að vera að berjast fyrir því að hækka lágmarkslaunin og setja hámarkstakmark!

1/11/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Mér líst ágætlega á að hækka lágmarkslaun, en að takmarka hámarkslaun finnst mér ekki forsvaranlegt. Þá hefðum við alveg eins getað lifað í Sovétríkjunum.

1/11/04 02:01

Narfi

Já lækka lágmarkslaun og hækka skattleysismörk annars munum við fara að sjá fleiri heimilisleysingja á götum borgarinnar.

1/11/04 02:01

Jörnljótur

Ég segi bara stríð og málið er dautt...

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.