— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 5/12/04
Dauður? Nei.

já.

Ég týndist í frumskógum Líbarítíu. Ekki sögum segjandi nema fyrir þær sakir að ég hafði gleymt að pakka niður Kóbaltbláma og að þeim sökum hafði ég engin úrræði til þess að komast aftur til baka í gegnum hliðarvíddarportalið sem kom mér þangað til að byrja með.

Nú er ég loks kominn til baka eftir að hafa puttað mér leið í gegnum Tvívíddar-Síberíu og þaðan tekið lest gegnum Tuska-héraðið á sléttum Göthewolf sem liggja einmitt hjá Ylfingabæli þar sem búa margar áræðnar og háaldraðar tuskur(mellur).

úff.

   (12 af 31)  
5/12/04 16:02

Þarfagreinir

Velkominn aftur. Láttu næst vita þegar þú ætlar að þvælast í frumskógi.

5/12/04 16:02

Furðuvera

Þekki þig ekki, en velkominn aftur og gaman að kynnast þér.

5/12/04 16:02

Hakuchi

Velkominn gamli refur. Gott að sjá að þú ert á lífi.

5/12/04 16:02

Sverfill Bergmann

[Splæsir sígó]

5/12/04 17:01

Hilmar Harðjaxl

Vei!

5/12/04 18:00

Limbri

Ef einhverntíman var ástæða til að opna flösku af ákavíti þá er það nú.

Skál !

-

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.