— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 31/10/03
Mulinn í þoku.

Örsaga úr fortíð Leibba Djazz.

"Það var þetta myrkur sem heillaði mig. Mér fannst ég alltaf heill með myrkrinu.

ó þú vesældar myrkur
kyrktu mig
láttu blóð þitt og sál
flæða sem rallýbíl

ó fylltu fölvskalausa samvisku mína af blýi.

Ég saug á ananassleikibrjóstsykrinum sem ég var búinn að handfjatla alla leið neðan úr fjöru þar sem ég gjarnan fiktaði við að reykja njólu og ástundaði aðra og svæsnari lágkúru.

Ó vei, hvað ég var ungur."

   (26 af 31)  
31/10/03 14:01

Vamban

Þú ert vissulega djúpur einstaklingur Leifur.

31/10/03 14:01

Leibbi Djass

Ó því miður ef þú hefðir tilfinningu fyrir tómleika brjósts míns.

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.