— GESTAPÓ —
Leibbi Djass
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Tossi

Fráleitt af mér.

Ég er búinn að venjast nýju útliti baggalúts og verð að segja að ég dáist mjög mikið af og nýt þess á hástert að vafra um hérna. Hinsvegar var ég að skoða síðuna mína og þar er ég titlaður Heiðursgestur og tossi. Þetta með að vera Heiðursgestur er náttúrulega mikið sálaryndi en það að vera titlaður tossi er eitthvað sem bjúrókrati á borð við mig getur seint sætt sig við og er það og. Reyndar er við mig að sakast í þessum efnum, en við því hef ég raunar fundið ráð.

Gef ég sjálfum mér hérmeð 1 stjörnu fyrir góða viðleitni og mínus 4 stjörnur fyrir agalegt glapræði af hálfu sjálfs míns sem virtasta Bjúrókrata innan þessara hásala.

Góðar stundir.

   (29 af 31)  
31/10/03 12:01

Vamban

En nú ertu ekki lengur tossi. Skál fyrir bjúrókrasíunni!

31/10/03 12:01

Goggurinn

31/10/03 12:01

Goggurinn

Magnað, skrifaði ekkert og slapp við að vera kallaður api! Já, og til hamingju með merkan áfanga, Leibbi, skál!

31/10/03 12:01

Leibbi Djass

Takk vinur, samt þó er ég enginn api, ég er bjúrókrati. Oj þetta rímaði næstum.

Góðar stundir.

31/10/03 12:01

Illi Apinn

Bíddu... er eitthvað slæmt við það að vera api?

Leibbi Djass:
  • Fæðing hér: 27/12/03 21:05
  • Síðast á ferli: 2/9/06 10:59
  • Innlegg: 56
Eðli:
Ef þú ullar á mömmu þína, þá ullar hún eflaust á móti.
Fræðasvið:
Narsissíska, hedónsíka og frýgíska.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn Skagamaður, á Sjúkrahúsi Akraness þann 26. Janúar á því herrans ári 1982. Linleskja og algjör tík, en samt hinn bærilegasti gaur. Kom til þann Baggalútíu 27. Desember 2003 og hefur starfað þar við ýmislegt. Hefur t.d. verið Bjúrókrati í Nefndarmálaráðuneyti og heyrði þar undir Ruglubulla. Reykingafélagi Sverfils Bergmanns.