— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 9/12/06
Pisstill - um stækkun núllsins

Heyra má á fréttum síðustu misseri að rigningaleysið í sumar hafi haft þær afleiðingar að það þvag sem drukknir skemmtanaglaðir einskalingar í miðbæ Reykjavíkur hafa látið frá sér fara utandyra, hafi ekki skolast í burtu.

Nú er bragarbót á. Lögreglan hefur tekið sér lögin í hendur og sektar þá sem pissa út við húsvegg...eða út á miðri götu. Næst þegar ég fer niður í bæ og drekk aðeins of marga bjóra mun ég gæta þess sérstaklega í "alsgáðu" ástandi mínu að pissa áður en ég fer út af skemmtistaðnum. Nú eða þá að drekka minna og dansa meira.

Og þó, því nú hefur stigið fram hinn alsgáði og þrælskýri Gísli Marteinn borgarfulltrúi sem bláedrú hefur orðið vitni að skrílslátum og haftaleysi landans og hugsað: Við lifum í dásamlega frjálsu þjóðfélagi. Hann leggur fram tillögur um að hinir frjálsu og drukknu menn skyldu fá betri salernisaðstöðu utandyra. Lögregluofríki er Gísla Marteini ekki að skapi.

Ég er ekki allveg að sjá fyrir mér að upp rísi salernisklefar hér og þar út um allan miðbæ. Það yrði mikil lýti og túristar klóra sér á hausnum á daginn yfir gjörningslegum arkitektúr borgarinnar.

Nei ég held að málið sé að nýta reynslu bílastæðagrafaranna og grafa skyldi upp gatnamót Bankastrætis og Lækjargötu og búa þar til risastóra salernisaðstöðu þar sem fólk getur gengið niður hér og þar í miðbænum (vá loksins eins og í útlöndum, maður getur gengið um undirgöng). Þar getur fólk pissað undir góðu eftirliti, það getur allveg eins pissað fyrir framan öryggismyndavélar eins og að pissa út á miðri götu. Síðan er trappa upp að biðröðinni að leigubílunum. Pottþétt skipulag.

Það er allavega klárt mál að glasalyftingar er eina íþróttin sem íslendingar hafa áhuga á að slá heimsmet í...ef íþrótt skyldi kalla. Búið ykkur undir miklar framkvæmdir í miðbænum næsta vor.

   (10 af 18)  
9/12/06 09:01

hvurslags

Fjúff, þetta var ekki um stærðfræði.

Er núllið ekki annars lokað í augnablikinu?

9/12/06 09:01

Lopi

Hef ekki hugmynd. Hef ekki komið þarna lengi.

9/12/06 09:01

Grágrímur

Á menningarnótt kom ég heim og einhver úthverfavillimaðurinn hafði losað um blöðruna á útidyrnar á húsinu mínu...

9/12/06 09:01

krossgata

Neðanjarðarbyrgi? Á ekki Vlad eitt svoleiðis?

9/12/06 09:01

Hakuchi

Ég verð eiginlega að viðurkenna að ég hef miklu meiri áhuga á stækkun núllsins í stærðfræðilegum skilningi.

9/12/06 09:01

Limbri

Mér finnst bara fáránlegt að það sé bannað að losa hland á almannafæri. Hvort snýst þetta um að það er verið að banna fólki að míga á eignir annara eða það er verið að vernda blygðunarkennd almúgans? Sé það hið fyrra þá ætti ég að mega míga á eigið hús (sem dæmi) og sé það hið seinna þá hlýt ég að mega míga svo lengi sem ég passa að enginn sjái á mér félagann.
Nei, það er eitthvað að klikka í þessari lögreglusamþykkt.

-

9/12/06 10:00

Meistarinn

Pissum. PISSUM félagar, pissum um stræti og torg vor fögru borgar.

9/12/06 10:00

Grýta

Má ekki bara pissa í tjörnina?
Þannig gæti G.M. slegið tvær flugur í einu höggi og losnað við máfanna.

9/12/06 11:00

Þarfagreinir

Gísli reddar málunum, alveg eins og Villi. Engin fjárans umræðustjórnmál, heldur aðgerðir, og hananú! Skítt með það hversu vitrænar þær eru!

9/12/06 11:02

Offari

Ég legg metnað minn í það að míga úti.

Núllið í álverinu er allveg nægilega stórt það er bara stútfullt af einhverju drasli.

9/12/06 12:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Það er aldeilis uppi á þér pisstillinn...

Stórgóð hugleiðing, & sannarlega orð í tíma töluð.

9/12/06 13:00

Vímus

Það mætti vel safna hlandinu í tanka og endurvinna það.
Öl, vín, spítt, kók, ellur, sterar og kannabis. Þetta er aldeilis ekki dónaleg blanda.

9/12/06 13:01

Nermal

Pissum á Gísla Martein !!

9/12/06 13:02

Jóakim Aðalönd

Ég skal búa mig undir framkvæmdir. Það verður reistur peningatankur á Arnarhóli!

9/12/06 13:02

Tigra

Ætli þetta sé ekki búið að skolast í burtu núna.

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.