— GESTAPÓ —
Lopi
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/05
Klisja vikunnar

Klisja ein er orðin ansi áberandi síðustu daga. Hún er: "Við búum í vestrænu þjóðfélagi þar sem frelsið, þar á meðal tjáningarfrelsið er hornsteinn mannréttinda og velmegunar ...EN frelsi fylgir ábyrgð..."

Mér finnst að maður geti allt eins geta sagt: "Ég styð frelsi og styð það að það megi sparka í náungan, en frelsi fylgir ábyrgð þannig að maður ætti ekki að sparka svo fast að sá sem fyrir sparkinu verður geti fengið sér áverkavottorð og eytt almannafé í að kæra þann sem sparkaði fyrir líkamsárás."

Eins fáránlega og þetta hljómar að þá er þetta að mínu mati viðhorfið í hinu vestræna þjóðfélagi. Þú mátt gera hvað sem þú vilt, bara ef það kemur sjálfum þér ekki illa.

Þessvegna kappkosta menn við að verja Jylland-póstinn við að vera frjáls og óháður fjölmiðill því að ef menn fara að skammast út í þá verða menn að vera samkvæmir sjálfum sér og passa upp á særa ekki nokkurn mann, segja ekki háðsbrandara um náungann eða gera grín að mótframbjóðandanum. Það yrði nú aldeils eins og lyfta þungu hlassi að breyta því.

Þetta er pínleg staða sem komin er upp á þessari yndilegu jörð; við verðum að verja málfrelsið í okkar frelsis-samfélagi vestrænna þjóða sem leyfir fjölmiðlum að gera grín að Múhameð spámanni sem islamstúarfólk telur stóran glæp, nánast jafnt morði, kannsi ekki alli islamstúar, en allt bendir til að þeir hafi ríkjandi ítök í múslimalöndunum.

En sem betur fer ætla Halldór Ásgrímsson að vera sáttasemjari. Hann mun semja þannig að hann bendir islamstrúarfólki á að þetta þykir bara svo eðlilegt að við hér á vesturlöndunum megum jafnvel gera grín að okkar spámanni, Kristi, en setur svo kvóta á skopmyndateikningar vestrænna fjölmiðla.

   (16 af 18)  
2/12/05 09:01

Offari

Heldur þú að Haldór bjargi heiminum?
Það er fáránlegt að vera setja í gang nýja heimstyrjöld út af þessum teiknimyndum.

2/12/05 09:01

Lopi

Þetta var nú bara smá djók þetta með Halldór, enda er sagt að félagsrit hér eigi að vera fyndin. Þetta er kannski ekkert fyndið?

2/12/05 09:01

Offari

Ég hafði jú gaman af þessu enda átti innlegg mitt líka að vera djók.!

2/12/05 09:01

Krókur

Þetta er alveg bara hálfspaugilegt sko. Eða það finnst mér og mér finnst myndirnar vera bara nokkuð fyndnar líka.

Það er veikur hlekkur í röksæmdafærslunni hjá þér samt. Hann er að gefa sér þá forsendu að islamstrúarfólk finnist þessar skopmyndir vera árás á sig og sína trú. Það sem þykir jákvætt við þetta allt er að islamsfólk hér á vesturlöndum er upp til hópa alveg nákvæmlega sama um þessar myndir. Þetta bendir til þess að einhverjir öfgatittir í miðausturlöndum geta ekki sagt þessu fólki hvernig það á að hugsa.

2/12/05 09:02

Ugla

Það er vandlifað í þessum heimi. Óhætt að segja það.

2/12/05 09:02

Jarmi

Sybbinn, nenni ekki að rífast við neinn.

2/12/05 09:02

Nermal

Það sem er verst í þessu öllu er að þessir öfgamenn sem hóta að drepa fólk, ráðast á dönsk sendiráð og eru með öfgafull mótmæli, sverta í raun ýmind hinns dæmigerða múslima. Þannig eru þeir í raun að eyðileggja fyrir sjálfum sér með þessum skrílslátum.

2/12/05 09:02

Steinríkur

Já, Nermal minn.
Hvað var aftur inntakið í þessum skopmyndum? Öfgafullir múslimar?
Annars hef ég aldrei vitað annað eins fjaðrafok af jafn ófyndnum myndum. Helfarar/Jesú/gyðingabrandarar eru nú oftast með snefil af húmor, þó ósmekklegir séu.

2/12/05 09:02

feministi

Kaupum Danskt og göngum í hið íslenska múslimafélag. Og verum vinir, og allt.

2/12/05 10:00

blóðugt

Og allt...

2/12/05 10:01

Krókur

Eru þið að æfa ykkur að syngja Marsbúar Tja tja tja með Milljónamæringunum?

2/12/05 10:01

fagri

Best að fara og kaupa kippu af carlsberg, tuborg og faxe, en öllu þessu verður skolað niður með Álaborgar ákavíti og Gammel dansk.
(Bíður spenntur eftir dönskum dögum í Hagkaup)

2/12/05 10:01

Offari

2/12/05 11:00

Jóakim Aðalönd

Af hverju getur Jótlandspósturinn ekki gert eins og Bart Simpson: Beðist innilegrar afsökunnar, án þess að meina það?

Lopi:
  • Fæðing hér: 26/12/03 17:27
  • Síðast á ferli: 17/3/24 01:02
  • Innlegg: 3973
Eðli:
Vermandi og stingandi
Fræðasvið:
Einangrunafræði og er hljóðkerfisfræðingur.
Æviágrip:
Ævi mín er orðin svo löng og þéttprjónuð að hún verður ekki rakin upp hér. Þó vil ég nefna að ég er ógæfumaður og alloft verið rúinn inn að skinni. En góða daga hef ég líka átt því ósjaldan hafa fagrar kvenmanshendur leikið um líkama minn.