— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/08
Ekki hættur í ruglinu ennþá...

Þar sem að óprúttnir blaðasnápar hafa verið að gera sér mat úr einkalífi mínu finnst mér rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

Þessi frétt úr sorpriti sem ég leggst ekki svo lágt að nefna á nafn er í aðalatriðum röng.

Ég er ekkert hættur í ruglinu.
Ég er bara í pásu um óákveðinn tíma...

Og það var alveg óþarfi að gera grín að heimskunni í mér.

Enter getur bara sjálfur verið offitusjúklingur. Ef hann stígur aftur fæti inn í Bautabakarí verður hann svo sannarlega tekinn í bakaríið.

   (1 af 16)  
1/11/08 10:01

Jóakim Aðalönd

Fást kastkringlur í bakaríinu?

1/11/08 10:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Það er meiriháttar áhyggjuefni ef sjálfur Baggalútur er kominn niður á það lága plan falsmiðlanna að flytja rangar frjettir af frægu fólki á borð við yður.

1/11/08 10:01

Huxi

Er þá einnig rangt með farið að þú hafir örkumlað æskuvin þinn, (lesist: Ástríkur), eða mega lesendur álykta sem svo að allt sem í fréttinni stendur og er látið óátalið af þinni hálfu, sé þá satt og rétt?

1/11/08 10:01

Villimey Kalebsdóttir

Væri ekki skemmtilegra að taka hann... í bakaríinu? <glottir eins og fáviti>

1/11/08 11:00

Jóakim Aðalönd

Villimey: Þú hefur greinilega ekki fattað hvað það þýðir að taka einhvern í bakaríið...

1/11/08 11:00

Isak Dinesen

Æ það væri nú óskandi að þú gætir komist upp úr ruglinu blessaður.

1/11/08 11:00

Villimey Kalebsdóttir

Ó Jóakim.. geturu ekki fundið þér einhvern annan til að bögga ?

Helduru að afþví að mér þætti skemmtilegra að taka Enter í bakarínu heldur en að taka hann í bakaríið.. að ég viti þá ekki hvað seinni skilgreinigin þýði ?

<dæsir mæðulega og allt það....>

1/11/08 11:00

Steinríkur

Villimey - þú veist að þegar menn fá sér kakó og meððí, er oftast átt við bakarísvörur.
Tekinn í kakóið/bakaríið eru því augljóslega samheiti.

1/11/08 11:00

Steinríkur

Ástríkur er hress, en auðvitað var sagan rifin úr samhengi.
Hann er búinn að fitna all svakalega, svo að þegar krakkarnir í hverfinu byrjuðu að kalla hann Átrík bauðst ég til að hjálpa til og fletja hann út.
Ekkert sem smá orkudrykkur lagar ekki...

1/11/08 11:02

Grýta

Æi hvað það er gott að heyra Steinríkur að þú ert enn sá sami og þú hefur alltaf verið.

1/11/08 11:02

Nermal

Ég trúi nú Baggalúti betur en Steinríki!

1/11/08 12:00

Steinríkur

Nermal: vilt þú fá bautastein í bakaríið?

1/11/08 12:02

Þarfagreinir

Hvað er að frétta af honum Krílríki?

1/11/08 14:00

Jóakim Aðalönd

Villimey, ég get að sjálfsögðu fundið aðra til að bögga (og tel mig hafa dreift því nokkuð jafnt yfir hópinn), en það er bara miklu skemmtilegra að bögga þig...

1/11/08 14:01

Dexxa

[flissar]

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...