— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/11/05
Herfileg herferð

Víóluskrímslið reporterar frá Hollandi

Síðustu ár hefur skyndibitarisinn ameríski Macdónalds orðið fyrir ýmsum skakkaföllum og lögsóknum af ýmsu tagi. Offitusjúklingar í Bandaríkjunum og víðar hefa tekið höndum saman og kært fyrirtækið fyrir að stofna lífi sínu og limum í hættu með framleiðslu og sölu á næringarsnauðum ruslmat sem markaðsettur er sérstaklega til að höfða til barna og unglinga. Umhverfissinnar hafa verið ötulir við að benda á slæma meðferð hormónafylltra nauta og genabreyttra hænsna á vegum veitingastaðakeðjunnar og gerðar hafa verið heimildarmyndir þar sem fylgst er með áhrifum skyndibitaáts á holdafar manna og skapferli. Neikvæð umfjöllun um fyrirtækið hefur breiðst út um allan heim og er Holland þar engin undantekning.

Til þess að bæta ímynd fyrirtækisins hefur Macdónalds ráðist í gríðarlega auglýsingaherferð hér í Hollandi sem leynt og ljóst er beint að lægstu stéttum þjóðfélagsins. Litrík veggspjöld, þar sem myndefnið virðist koma beint úr næsta hjólhýsagarði, eru á hverju strái og má þar sjá bæði þrýstin gervibrjóst og kýldar (ekta) bjórvambir. Gelgreiddir illa tenntir smástrákar sýna stoltir mikla dýrgripi sem vafalaust eru fengnir úr barnaboxum þeim er tíðkast á veitingastöðum Macdónalds og vandlega málaðar smástelpurnar halda kjafti og eru sætar.

Þó veggspjöldin séu slæm eru sjónvarpsauglýsingarnar sýnu verri. Þar er hamrað á hefðbundnum kynhlutverkum og feðrum stúlkna sárvorkennt að hafa orðið fyrir því magnaða óláni að eignast stelpu sem fylgja þarf í ballet á meðan aðrir og heppnari feður spila fótbolta við karlmannlega syni sína í sólbökuðum almenningsgörðum. Þá er lán í óláni að eiga vísan stað eins og Macdónalds, sameiningartákn fjölskyldunnar, þar sem aumingja pabbi gleymir sorg og sút yfir hamborgara úr rottukjöti og fæðir hið óvelkomna stúlkubarn í leiðinni.

Hollendingar telja sig vera komna ansi langt í jafnréttisbaráttunni. Sýnist þó sitt hverjum. Í landi þar sem slík auglýsingaherferð er viðhöfð - og virðist virka - hlýtur að vera pottur brotinn.

Ú á macdónalds.

   (4 af 23)  
1/11/05 07:02

Herbjörn Hafralóns

Ég sniðgeng Macdónald.

1/11/05 07:02

Rattati

Furðulegt að þessu fyrirtæki (sem og öðrum) skuli vera heimilt að selja þessi ósköp.

1/11/05 07:02

Offari

Já ég fór með mínar stúlkur á Mc dónalds og þetta er eitthvað sem maður gerir bara einu sinni á ævinni.

1/11/05 07:02

Hakuchi

Gott að sjá þig rita á ný góða Víóluskrýmsl.

Blessaðir Hollendingarnir mínir hafa verið að missa sig á síðustu árum. Greyin.

1/11/05 07:02

Hakuchi

Ó, og ég er með eina bón meðan ég man Víóluskrýmsl.

Þú virðist þekkja til tónlistar betur en flestir hér á lútnum. Gætir þú frætt mig um muninn á víólu og fiðlu? Hvort það sé 'rígur' á milli víólu og fiðluspilara eða e-k mismunandi menning í kringum þessi (við fyrstu sýn fávitans) líku hljóðfæri og útskýrt af hverju fiðlusnillingar virðast alltaf fá mesta athygli meðal almennings en ekki víólusnillingar (eða er það öfugt, flestir spila á violin, held ég)?

Þú afsakar þekkingarleysið.

1/11/05 01:00

Anna Panna

Þessi auglýsingaherferð hljómar fáránlega. Ef Makkdónalds væri ekki svo vont að ég borða það ekki myndi ég eflaust íhuga að sniðganga staðinn. En maður getur víst ekki hætt viðskiptum við það sem maður er ekki í viðskiptum við...

Og ef ég má, þá heitir víóla lágfiðla á íslensku og útskýrir að einhverju leyti muninn á þessu tvennu (violin og viola á útlensku, sumsé eilítið dýpri tónar í lágfiðlunni). Lágfiðlan er svona svolítið eins og bakraddasöngkona, þú veist af henni en hún er alltaf í skugganum af aðalnúmerinu...

1/11/05 01:01

Litla Laufblaðið

Það er einmitt bara McDonalds hérna í Óðinsvéum, þ.e.a.s. af þessum stóru keðjum. Nóg er nú af ekta ítölskum pítsastöðum sem allir eru reknir af ekta arabískum aröbum.

Það sem ég myndi ekki gera fyrir Subway nú eða smá KFC.

McDonalds sökkar.

1/11/05 01:01

B. Ewing

Ég þarf greinilega að sniðganga þennan stað enn meir en áður [Klórar sér í höfðinu] Er hægt að gera eitthvað fleira en koma aldrei á staðinn og segja við alla sem langar að fara ,,Nei, ég borða ekki viðbjóð".
?

1/11/05 01:01

Ugla

Mér finnst fátt jafn gott og feitur macdonalds hamborgari. Auglýsingaherferðin hljómar hins vegar mjög misheppnuð!

1/11/05 01:01

Haraldur Austmann

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá.

1/11/05 01:01

Ísafold

Geri aðrir betur, ég er ennþá að jafna mig á þessu. Nei, ég er barasta rogginn.

1/11/05 01:01

Nermal

McDonalds er ekki matur.....

1/11/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá.

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,