— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Dagbók - 31/10/05
Fordekraðir listamenn úr 101?

Kæru lesendur.

Af gefnu tilefni vil ég minna á að andstæðingar virkjanaframkvæmda á hálendi Íslands koma alls staðar að og er tilvist þeirra hvorki bundin ákveðinni stétt manna né flokksskírteinum. Þeir eiga það hins vegar flestir sameiginlegt að líta til framtíðar á annan hátt en virkjanasinnar.
Ég minni á þetta vegna þeirrar útbreiddu skoðunar virkjanasinna að andstæðingar virkjana og náttúruverndarsinnar í heild séu einsleitur hópur lopaklæddra listafríka úr hverfi 101 sem aldrei hafi þurft að vinna handtak á ævi sinni og hvað þá migið í saltan sjó. Slíkt lið sé varla fært um að tjá sig um framtíð lands og þjóðar.
Ef svo er raunin hljóta listaspírur þessa lands vera orðnar hátt á 15. þúsund ef marka má þann mannfjölda sem fylgdi Ómari Ragnarssyni niður Laugaveginn nú í liðinni viku. Ég tel vafasamt að slíkar tölur stemmi, þó Íslendingar stæri sig gjarnan af því að vera listræn þjóð.
Ég er komin af bændum, verkamönnum og sjómönnum. Þrátt fyrir að þær stéttir hugnist virkjanasinnum betur en listaspírurnar, hverra flokki ég tilheyri sjálf með stolti, eru virkjanasinnar teljandi á fingrum annarar handar í minni 200 manna stórfjölskyldu. Þar um að ræða harðduglegt fólk sem í sveita síns andlits hefur gert Ísland að því sem það er í dag en lætur um leið eftir sér þann munað að láta sér þykja vænt um landið sitt og horfa til framtíðar með hag komandi kynslóða að leiðarljósi.
Þeir sem telja sig geta fríað sig ábyrgð á náttúruspjöllum og fokdýrri skammsýni með því að sletta fram ódýrum alhæfingum og blammeringum ætluðum andstæðingum virkjanaframkvæmda mega gæta sín á því að það ku vera skammgóður vermir. Rétt eins og að míga í skóinn sinn - eða Kárahnjúkavirkjun.

Virðingarfyllst

Víólskrímslið

   (5 af 23)  
31/10/05 02:01

hlewagastiR

Óskaplega eru allir orðnir pólitískir hérna. Er ekki mál að linni hér umræðum um helztu viðfangsefni falsmiðlanna? Annars er ég sammála skrímslinu.

31/10/05 02:01

Offari

Hætum að rífast um Kárahnjúka þeir eru bara saklaus fórnarlömb framfarana.

31/10/05 02:01

Haraldur Austmann

Ég er viðkvæmur tússlitalistamaður en samt er ég hlynntur virkjuninni. Eða er ég á móti?

31/10/05 02:01

Skabbi skrumari

Jah... alldrei hef ég búið í 101... og ekki er ég listaspíra... ekki hef ég neitt á móti framförum, en ef það sem sumir kalla framfarir eru í raun afturfarir eða útfarir... þá fer ég að íhuga málið...

31/10/05 02:01

feministi

Ég er sammála Offara, finnum okkur eitthvað annað til að rífast um.

31/10/05 02:01

Haraldur Austmann

...samfarir?

31/10/05 02:01

Vamban

Hvað með að ræða mismunandi leiðir til að koma þessum aumingjum sem kalla sig listamenn fyrir kattarnef?

31/10/05 02:01

Þarfagreinir

Flá þá lifandi?

31/10/05 02:01

hlewagastiR

Hei, Femsa, ég sagði þetta á undan Offara. Þú átt þess vegna að vera sammála mér!

31/10/05 02:01

Offari

Vertu ekki svona fúll þó að það sé tekið meira mark á mér en þér.

31/10/05 02:01

Skabbi skrumari

Ég er sammála feministu...

31/10/05 02:01

B. Ewing

Ég er sammála öllum. Það eru til miklu skemmtilegri þrætuepli en Kárahjúkar þó þeir séu hverrar þrætu virði.

31/10/05 02:01

Offari

Tónlistarhúsið er næst á dagskrá.

31/10/05 02:01

hlewagastiR

Auðvitað er ég fúll yfir því Offari, þegar litið er til þess hvaða álit fólk hefur á þér, svona almennt séð.

31/10/05 02:01

Sundlaugur Vatne

Hvað hafa menn, karlar og konur, eiginlega á móti lóninu: Stærstu sundlaug á landinu [ljómar upp]

31/10/05 02:02

Jóakim Aðalönd

Ég er á móti kjörbúðum sem eru byggðar í öfugan hring. Hverjir eru sammála?

31/10/05 02:02

hlewagastiR

Ég mótmæli lokun mjókurbúða. Það var menningarslys. Eins vil ég frá mjólkurhyrnurnar aftur. Og ég vil fá ávaxtamjólkina mína aftur. Þessa í litlu, grænu hyrnunum með myndinni af jarðarberi á hringlaga, hvítum fleti. Það jafnaðist ekkert á við þennan drykk. Nema e.t.v. eplajógi - en þeir tóku hann líka af mér. Og hann var ekki í hyrnu. Þakka þeim sem hlýddu.

31/10/05 02:02

Offari

Iss þú meinar ekki nema einn sjöunda af því sem þú segir.

31/10/05 02:02

Lopi

Ég er sammálla Skabba.

31/10/05 03:00

Litla rassgat

Ég er sammála Lopa.

31/10/05 03:01

Nermal

Þessi virkjun er mistök. Framfarir hljóta að geta orðið án stóriðju ig náttúruhamfara.

31/10/05 03:01

Sundlaugur Vatne

Ég er sammála Hlégesti. Ég vil fá mjólkurbúðirnar aftur. Einnig Iðunn í Austurstræti, Silla og Valda og Herradeild P.Ó. (sími 12345).

31/10/05 03:02

Upprifinn

rífumst um stækkun álvers í Hvalfirði, nú eða bara Úlfamanninn það er klassík.

31/10/05 04:01

Ísdrottningin

Herradeild P.Ó. [flissar]
Það var þeirra tíma klassík að hringja í símanúmerið 12345 og spyrja hvort til væru niðursoðnar nærbuxur (ef viðkomandi á annað borð gat stunið upp erindinu fyrir hlátri).

2/12/06 02:01

Kiddi Finni

Ég er nú bara nýkominn aftur enn mér fannst þetta gott hjá Víolunni. Menn verða að hafa rétt að hafa sinar skoðanir þó að þeir stundi ákveðna vinnu. Annars, ég hef heyrt að Íslendingar eru hættir að taka slátur. Hvað er eiginlega að ykkur, kæru Frónverjar?

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,