— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/05
Finnland

Í fyrrahaust er ég var að hefja mitt fjórða námsár í landi flatneskjunnar, Hollandi, greip mig skyndilega mikil þrá til norðurs. Fyrst hélt ég að um væri að ræða slæmt tilfelli af heimþrá. Eftir nokkurn umhugsunartíma kom þó í ljós að ekki var um beina heimþrá að ræða, heldur fráhvarfseinkenni.

Vísindalegar rannsóknir leiddu í ljós alvarlegan skort á hreinu vatni og lofti, opnum rýmum, þöglu innhverfu fólki og alvöru fylleríum. Að auki virtist vanta meiri skítakulda og rok, virka nýsköpun í tónlist, vonlausar viðreynslur, langar vandræðalegar þagnir, þunglynda furðufugla og hreinar sundlaugar þar sem hægt er að fara í góða sturtu og í gufubað. Mun minni en þó greinanlegum einkennum olli birgðaskortur á almennilegum lakkrís með salmíakbragði.

Sömu rannsóknir sýndu auk þessa alvarleg eitrunaráhrif af völdum tilgangslauss rauss um ekki neitt og búrókratískrar smámunasemi.

Augljóst var að brýnni þörf á lækningu yrði ekki fullnægt í Hollandi - þar sem menn þurfa oftar en ekki að hugsa sig um áður en þeir draga andann (fer eftir vindátt) og kurteislegt rauðvínssötur er vinsælla en vodkaskot. Heimför var ekki á dagskrá enda námið óklárað. Hvað var þá til ráða?

Í raun var aðeins eitt svar við þeirri spurningu. Næsti bær við. Ég skundaði upp á alþjóðaskrifstofu skólans og sótti um skiptinemadvöl í Finnlandi. Sú umsókn var samþykkt.

Ég er komin heim.

   (8 af 23)  
2/12/05 19:00

Krókur

Velkomin!

2/12/05 19:00

Vladimir Fuckov

Skemmtileg lýsing á hvað Holland og Hollendingar eru ekki.

Í ljósi lokaorðanna lítum vjer svo á að Finnland sje þá hjer með formlega orðið 'eign' Baggalútíu [Bætir skyggðum fleti inn á stórt landakort].

2/12/05 19:00

Ívar Sívertsen

Þegar ég var 17 - 18 ára dvaldi ég sem skiptinemi í Hollandi. Ég barasta skil þig alveg mæta vel! Maður þarf að gera boð á undan sér með þriggja vikna fyrirvara ef maður ætlar sér að mæta í kaffi í Hollandi en mér skilst að í Finnlandi sé það þannig að ef þú átt Vodka þá eru frekari plön óþörf!

2/12/05 19:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Mina rakastan sinua

2/12/05 19:00

dordingull

Lakkrís með salmíaki er hættulegri heilsunni en maríjuana. Þannig að þér var alveg óhætt að vera svolítið lengur. En velkomin heim!

2/12/05 19:00

Hexia de Trix

[Syngur og vitnar í Monty Python]
„Finland, Finland, Finland! It's the country to be...“

2/12/05 19:00

Ívar Sívertsen

Hmm... er það ekki köntrí?

2/12/05 19:00

Mosa frænka

Tervetuloa!

2/12/05 19:00

Heiðglyrnir

Skemmrtileg frásögn og til hamingju víólskrímsl með þennan áfanga..!..

2/12/05 19:00

Jarmi

Naglalakka kakkalakka?

2/12/05 19:01

Vestfirðingur

Er verið að níða mannorð Hollands niður í svaðið? Hef alltaf litið upp til þessa þjóðflokks. Hafa enga olíu, en eiga stærsta olíufélag heims. Engir bankar í heiminum er betur reknir og skila meir arði til hluthafa en þeir hollensku. Svo er þetta dannað fólk, þannig að púkalegur lúði eins og þú hrökklast auðvitað til útnárans Suomi.

2/12/05 19:01

Nornin

[Öfundast] Mig hefur alltaf langað til Finnlands.
Ég bjó með nokkrum Finnum þegar ég var við nám í Bretlandi hérna um árið og það var eins og að vera umkringd Íslendingum, nema hvað að þau höfðu meiri húmor fyrir sjálfum sér og voru aðeins opnari en við Frónbúar.
Finnar og Finnland rokka í mínum bókum [ljómar upp]
Raaviintola!

2/12/05 19:01

U K Kekkonen

Velkominn hingað í land hreins vatns, sauna og þögulra furðufugla. Skálum í Salmiaki Kossu við fyrsta tækifæri.

2/12/05 19:01

Jóakim Aðalönd

[Rifjar upp finnskuna]

Kiitos ruoosta, se oli magasta!

Yksi, kaksi, kolme, neljä, viisi, kuusi, seitsemän, kahdeksan, yhdeksän, kymmenen.

Kippis!

2/12/05 19:02

blóðugt

Frábært.

2/12/05 19:02

Nermal

Finnar eru eina þjóðin sem sendir verri lög en við í Eurovision. Finnar eiga líka snillinga eins og Mika Häkkinen...

2/12/05 19:02

Ívar Sívertsen

Já... Finnar eiga líka merkilegustu mótmælasamtök í heimi. Þeir hafa sett á fót samtök sem hafna alfarið Kia bílum Þeir hafa komið sér upp sér samskiptakerfi og eiga sér einkennisbúning sem eru svört gúmmístígvél. Þessi samtök kallast NoKia...

2/12/05 20:01

fagri

Finnar eru ekki frændur okkar, þeir eru bara rússar. Hafa þetta á hreinu.

2/12/05 20:01

Dr Zoidberg

Finnar eru ekki frædur okkar, þeir eru bræður. Hafa þetta á hreinu.

2/12/05 20:01

Ívar Sívertsen

Finnar eru ekki frændur okkar, þeir eru mömmur! Hafa þetta á hreinu.

2/12/05 20:01

Kiddi Finni

Tervetuloa, velkomin. íslendingar eru yfirleitt vel liðnir hér í Finnaskógum. En í guðanna bænum taktu ekki mark af því sem þessi Fagri þvælar.

2/12/05 20:01

Kiddi Finni

Jú, Fagri segir að Finnar eru bara rússar. Tóm vitleysa. En hinsvegar má segja, að Rússar eru Finnar að stórum hluta. Finnar sem glötuðu málið sitt og skiptu yfir á slavnesku, og þessi skipting fer fram ennþá í afskekktustu héruðum norðursins. En þetta kemur nátturulega Finnlandsför Viólskrimslins frekar litið við. Ekki gleyma hlýjum fötum. Smakkaðu rúgbrauð okkar.

2/12/05 20:02

Jóakim Aðalönd

Thetta er alveg rétt hjá Kidda. Finnar eru af hinum finnsk-úgríska stofni sem blondudust Rússum ádur fyrr. Sumir komust sudur á bóginn og endudu svo í Ungverjalandi og kolludust thá Magíarar, sbr. nafn Ungverjalands á ungversku: Magyarorzág. Thó finna megi raetur og eitt og eitt svipad ord í finnsku og ungversku, skilja thjódirnar tvaer lítt í hvorri annari. Thess má geta ad fósturafi minn er Finni.

Kippis!

2/12/05 20:02

Jóakim Aðalönd

[Gargar af hlátri yfir brandara Ívars]

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,