— GESTAPÓ —
víólskrímsl
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/04
Lifað á loftinu

Naeringarskortur er eitt aðalheilsufarsvandamál nema á framfaerslu LÍN enda ekki heiglum hent að ná endum saman í boði þeirrar ágaetu stofnunar. Hvernig er haegt að koma í veg fyrir skyrbjúg, beri beri og aðra hörgulsjúkdóma? Víólskrímsl er með svarið!

Kaeru Bagglýtingar. Hér með geri ég opinbera áaetlun mína um stórfellda útgáfu á matreiðslubókum aetluðum fátaekum námsmönnum. Munu uppskriftirnar taka mið af mánadarlegri framfaerslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og því hófs gaett í hvívetna.
Undiritað skrímsl hefur sex ára reynslu af því að elda dýrindis mat, góðan og naeringarríkan, úr því sem til hefur verið í ískápnum hverju sinni og buddan leyft. Sú árangursríka tilraunastarfsemi hefur leitt af sér fjölmargar uppskriftir byggðar á hráefnum sem faestum dytti í hug að blanda saman að öllu jöfnu. Hvernig líst lesendum t.d. á rúgbrauð með sardínum og nýrnabaunum með örlítilli slettu af chilisósu? Eða fúlsa menn við hrísgrjónabollum úr meðlaetinu frá því í gaer, veltum upp úr eggi og steiktum í smjörlíki? (Gott með tómatsósu.) Ýmiss konar baunakássur og grauta er þar einnig að finna, en fjölhaefari mat er vart haegt að hugsa sér.
Hugmyndavinna og hönnun matreiðslubókanna er komin á gott skrið. Ljóstra má upp heitum fyrstu fjögurra bindanna:
1. Lifað á loftinu 2. Uppfinningar úr ísskápnum 3. 101 hrísgrjónaréttur. 4. Mygla er hugarástand Til þess að halda niður verði er myndvinnsla og uppsetning í höndum vina og vandamanna auk þess sem prentun er í boði fjölföldunar Háskólans.
Hér er um að raeða bókaflokk einstakan í sinni röð. Allar uppskriftir uppfylla skilyrði Manneldisráðs, auk þess sem þaer hafa verið prófadar á námsmönnum og teljast því fullkomlega öruggar.

Njótið vel.

   (13 af 23)  
2/12/04 03:01

Órækja

En er bókin sjálf æt?

2/12/04 03:01

víólskrímsl

þyki þér pappír góður er sjálfsagt að reyna

2/12/04 03:01

Limbri

Allt er ætt með tómatsósu.

Annars var ég bara sniðugur snemma og valdi mér grænmetisætu sem lífsförunaut. Núna lifi ég á steikum og hún á eplum. Afar gott fyrirkomulag.

-

2/12/04 03:01

Vestfirðingur

Þetta nám er bara er eitt samfellt kokteilpartí hjá þessum stúdentum! Keyptu kassa af appelsínum hjá Dirk van den Broek og hættu svo að trufla okkur!

2/12/04 03:01

litlanorn

[ horfir í kring um sig á núðlupakkafjallið ] ó já. verst að það er ekki hægt að selja bækurnar, námsmenn hafa ekki efni á þeim

2/12/04 03:01

Ívar Sívertsen

Nú hvað með kjötfarsborgarana? Eru þeir ekki frekar ódýrir?

2/12/04 04:01

víólskrímsl

Dirk? Nei ég fer í LIDL.

2/12/04 18:01

Júlía

Mig langaði enn og aftur að hrósa þér fyrir frábæra pistla. Þú ert án efa einn besti pistlahöfundur og félagsritari á Baggalúti.
Hef líka stundum lesið bloggið þitt og haft afskaplega gaman að. Takk fyrir!

víólskrímsl:
  • Fæðing hér: 10/12/03 20:34
  • Síðast á ferli: 8/11/13 17:14
  • Innlegg: 3
Eðli:
Útlagi. Eirir engum.
Fræðasvið:
Víólspil, lestur þungra bóka sem fara illa í tösku, karókíbarir, hjólreiðar, pípulagnir, eyðing meindýra, kurteisleg framkoma við embættismenn, volgur bjór.
Æviágrip:
Fætt og óuppalid. Eftir stormasama æsku, ormatínslu í úthverfum Reykjavíkurborgar, eltingarleiki vid lögreglu, heimspekilegar umræður vid ýmiss konar aðstæður og illa dulbúnar brottvísanir frá virðulegum menntastofnunum flúði víólskrímslið til Hollands til að mennta sig í músíkfræðum. Hefur nú aðsetur í gömlu Reykjavík, þar sem ormétin reynitré skýla því fyrir illsku heimsins,