— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 5/12/04
Akira

Það er erfitt að vera unglingur með minnimáttarkennd og völd til að tortíma heiminum.

Var að horfa á Akira: Special edition.

Akira var fyrsta anime myndin sem ég sá. Ég tók hana á leigu þegar fyrstu anímemyndirnar tóku að berast hingað í einhverjum mæli upp úr 1990. Ég man að ég var hrifinn af fyrri hlutanum en síðari hlutinn fannst mér vera algert heljarinnar bull. Reynslan (ásamt því að ég sá hina skelfilegu aníme mynd Fist of the North Star) olli því að ég horfði ekki á aníme næstu 8-9 ár á eftir. Það var ekki fyrr en ég sá Miyazaki myndina um Mononoke prinsessu á kvikmyndahátíð sem ég fór að líta við þessu aftur.

Eftir töluvert anímeáhorf og mangalestur ákvað ég sem sagt að endurnýja kynnin af Akiru. Ég hafði, í millitíðinni, lesið mangabækurnar Akira, sem eru með bestu teiknimyndabókum allra tíma og var því nokkuð spenntur að skoða þetta aftur.

Niðurstaðan er að hún er frábær. Fyrri hlutinn, sem er tiltölulega 'heilbrigður', var eins og mér fannst fyrir um 15 árum, drullu góður. Seinni hlutinn, þar sem steypan fer að flæða, var líka frábær. Líkast til nýt ég þess að hafa lesið alla söguna í manga bókunum. Pólitíkin og pælingarnar komust betur til skila en fyrir 15 árum. Það gæti líka hjálpað að útgáfan sem ég sá á sínum tíma var klippt í ræmur.

Myndin er afar vönduð og vel gerð að öllu leyti, það er flott að sjá þennan heim lifna við eftir að hafa lesið svarthvítar manga bækurnar. Höfundum tekst líka tiltölulega vel að smætta þessa mögnuðu epísku sögu (sex stór og hnausþykk bindi í mangaútgáfu) í eina litla bíómynd. Þó hverfur ansi mikið af pólitíkinni, fílósófíunni og þessum heimsendafílíng í kvikmyndagerðinni, en varla er við öðru að búast en einhverri útþynningu í svo kjötmikilli sögu. En á heildina litið er þetta afar smekkleg útfærsla á sögunum.

Ég mæli með því að þið lesið þessar ótrúlegu bækur fyrst og horfið síðan á Akira Special Edition. Forðist 'hefðbundnu' útgáfuna, það er búið að klippa margar mínútur af henni.

   (25 af 60)  
5/12/04 11:00

Texi Everto

Andskotinn, eru liðin 15 ár síðan 1990?
Manga er annars ansi mis-gott, menn sem sjá slæmt Manga bíða þess jafnvel ekki bætur. Þess vegna er gott að kynna sér málin áður en valin er Manga mynd til áhorfs.

5/12/04 11:00

Hakuchi

Sannarlega rétt hjá þér. Ég vara sérstaklega við Fist of the North Star. Banvæn mynd í alla staði.

5/12/04 11:00

Steinríkur

Leikna bíómyndin Fist of the North Star er þó ekki alslæm, þó að nafnið hljómi eins og hálfógeðfelld klámmynd.

5/12/04 11:01

Hakuchi

Já, ég hef pælt í því að leigja hana einhvern tímann. Hún lítur ágætlega út á pappírnum.

5/12/04 12:00

Texi Everto

Ég hef oft verið kallaður "Rope of the south-state" ... en það er önnur (og betri) saga

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.