— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 3/12/04
Idi i smotri

Hryllingur í Hvítarússlandi

Kvikmyndin Idi i Smotri, ellegar Komdu og sjáðu eins og hún mætti nefnast á íslensku er stríðsmynd sem lætur engan ósnortinn. Oft hafa leikstjórar reynt að færa hrylling stríðs yfir á filmu en sjaldan hefur það tekist með eins áhrifaríkum hætti og í þessari mynd Elem Klimovs.

Myndin fjallar um bláeygan unglingspilt sem, fullur af föðurlandsást, gengur í lið með rússneska 'hernum' í baráttunni við Þjóðverja árið 1943. Drengurinn fær ekki að berjast því mennirnir telja hann of ungan til að berjast.

Drengurinn fær þó sinn skerf af stríði. Við verðum vitni af ofurraunsærri en samt hálfsúrrealískri för hans þar sem hann verður vitni af einhverjum skelfilegustu grimmdarverkum SS-sveitanna í Hvítarússlandi. Hann upplifir þegar Þjóðverjar söfnuðu heilu þorpunum saman í skemmur og brenndi það inni (þetta var víst gert við yfir 600 þorp á svæðinu).

Við sjáum heiminn í gegnum augu stráksins og sjáum sakleysi hans hverfa með hverju illvirkinu uns han verður einungis tóm skel, svo gersamlega yfirbugaður af harmi og hryllingi að annað eins hef ég aldrei séð. Drengurinn er stórkostlega leikinn af Aleksei Kravchenko, það er hreinlega átakanlegt að horfa á piltinn umhverfast svona.

Þjóðverjarnir sjást varla fyrst. Þeir eru óraunveruleg ógn og aldrei sést í andlitin á þeim. Um miðja mynd birtast þeir eins og draugaher úr þokunni og fara um landið með geysilega grimmd og vonsku í farteskinu. Atriðin þar sem fólkið er brennt inni af fullum og hlægjandi SS-liðum er erfitt að hrofa upp á, vægast sagt.

Myndin er einhver beittasta andstríðsmynd sem stafþrykkir hefur séð. Hryllingurinn er skelfilegur og það tekur nokkra stund að jafna sig á þessu. Myndin lætur engan ósnortinn. Horfið á hana. Hún fæst á Laugarásvídeó.

   (32 af 60)  
3/12/04 08:02

Heiðglyrnir

Konungur góður, frábær gagnrýni um þennan gullmola "Elem Klimov" Mynd þessi er þekktust undir enska nafninu "Come and see" hér á landi fyrir þá sem áhuga hafa á að verða sér út um eintak á leigu eða til eignar. Hún hefur skipað heiðursess í safni Riddarans til margra ára. Tek undir "Horfið á hana"

3/12/04 09:01

krumpa

jamm - þetta hljómar ósköp vel - tja, kannski ekki beint vel en í það minnsta trúverðugt og sæmilega vibbalegt - eins og raunveruleikinn er.

Virðist eitthvað fyrir Heittelskaðan - rámar reyndar í að hann hafi eitthvað verið að röfla um þessa mynd um daginn - ég horfi þá bara á Bridget Jones á meðan.

Nota nebbilega Laugarásvídeó aðallega til að ná mér í alls konar enskar þáttasyrpur...

3/12/04 09:01

Hakuchi

Þinn heittelskaði er greinilega smekksmaður.

3/12/04 09:01

krumpa

Ójá - að öllu leyti!

3/12/04 09:02

Magnús

Ég hef átt þessa mynd núna í nokkuð mörg ár, faðir minn benti mér á sýningu á þessari mynd í MÍR húsinu fyrir nokkrum árum og hún hafði töluverð áhrif á mig. Hún átti víst að heita Kill Hitler upphaflega en það var hætt við það.

3/12/04 12:00

Skabbi skrumari

Áhugavert... á hvaða tungumáli er kvikmyndin?

3/12/04 13:02

Hakuchi

Rússnesku.

3/12/06 22:00

hvurslags

Ég hef séð þessa mynd og fannst hún virkilega góð. Ég las reyndar einhvers staðar að þýski herinn hefði ekki verið svona stórtækur eins og hann átti að hafa verið og margt í myndinni hefði hreinlega verið rangt. Hvort sem er þá hafa þessi átök ábyggilega verið hryllileg.

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.