— GESTAPÓ —
Hakuchi
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/03
Jólaofsóknir

Að festast í amerískri glimmerglossauglýsingu er ekki skemmtilegt.

Núna rétt í þessu heyrðust allt í einu skelfileg óhljóð í hverfinu mínu. Óhljóðin mögnuðust upp úr öllu valdi og ég leit út um gluggann. Sé ég þá ekki marga ljósumprýdda Kóktrukka vaða niður götuna með geysiöflugan hátalara, básúnandi ógeðslegum jólalögum og síðan lögguna burrandi með sín diskóljós í eftirdragi.

Þetta er ansi kunnuglegt.

Við nánari tilhugsun eru trukkarnir alveg eins og í skelfilega væmnum amrískum jólaauglýsingum sem Vífilfell hefur skvett yfir íslenskan pöpúl í nokkur ár. Þið vitið hvað ég á við. Spenntar raddir humma: Holidays are coming, holidays are coming og svo koma margir jólakóktrukkar keyrandi um svæðið og 'færa' með sér jólin. Ógeðfelldur og væminn krakki gleðst og afi hans líka minnir mig. Sérdeilis ósmekklegt.

Þarna var ég fastur í svipuðum kringumstæðum. Jólalestin brunaði í gegnum hverfið en ólíkt æsispennta krakkanum og góðlátlega afanum þá hélt ég um eyrun og öskraði á allt og engann um að lækka niður í þessu skelfilega George Michael jólalagi:

Last christmas I gave you my heart...

..húmbúkk!

Framleiðendur hins ágæta ropvatns, kóka kóla verða að átta sig á því að hér á landi mun kóka kóla aldrei nokkurn tímann verða að jóladrykk landans. Það hlutverk er í höndum Malts og Appelsíns (eða jólaöls, sem er útvötnuð útgáfa af því). Kókframleiðendur hér á landi verða að sætta sig við það dapra hlutskipti að hafa mest svolgraða ropvantsdrykk á landinu og í heimi (miðað við höfðatölu) án þess að eiga jólin líka.

   (33 af 60)  
2/11/03 11:01

hundinginn

Jeg er að reyna að vinna. Þegar þessir tinhausar læddust framhjá skrifstofunni minni á Laugaveginum glumdi "Jólastuð" með ladda í þessum anskotum, svo rúðurnar ættluðu að hristast úr byggingunni. Það ætti að kæra þessa kumpána fyrir óspektir!

2/11/03 11:01

Þarfagreinir

Þessi auglýsing er ömurleg, sérstaklega lagið. Að hún skuli vera orðin að veruleika er hryllileg tilhugsun.

2/11/03 11:01

Jóakim Aðalönd

Ef þessir andskotar láta sjá sig í hverfinu mínu, mun ég fara út á götu og stöðva þá. Því næst mun ég leggja fram kæru vegna friðspillingar.

2/11/03 11:01

Þarfagreinir

Það gæti orðið erfitt fyrir þig að stöðva þá, Jóakim, hvað þá að kæra þá, þar sem þessi óhræsi eru með hvorki með meira né minna en lögreglufylgd.

Ég lenti í því að sjá þetta með eigin augum áðan ... ég stóð fyrir utan húsið og sá lögreglubíl með blikkandi ljós renna eftir næstu hliðargötu. Í loftinu heyrðist fáránlega hávær og skerandi jólatónlist - eitthvað íslenskt ókennilegt gaul. Síðan komu fjórir eða fimm trukkar á eftir, lítill kókbíll, og annar lögreglubíll!

Þetta var ömurleg og skemmandi reynsla. Hefur lögreglan ekkert betra að gera en að aðstoða óprúttna aðila við hljóðmengun af þessu tagi?

2/11/03 11:01

Mikill Hákon

Ég sver það. Ef þessir reðheftu aumingjar þykjast ætla að þramma inn í hverfið mitt fylktu liði með læti og hamagang, þá gríp ég til afar róttækra aðgerða.

2/11/03 11:01

Vladimir Fuckov

Sem betur fer virðist sem minna sé um þetta í úthverfum höfuðborgarsvæðisins þannig að eigi höfum vér (enn ?) séð þetta. En fari einhver að básúna Last Christmas yfir allt og alla í nágrenni við aðsetur vort lendir viðkomandi samstundis á listanum ógurlega yfir óvini ríkisins.

2/11/03 11:01

Haraldur Austmann

Maður er sérdeilis heppinn að búa í sveitinni. Að vísu fór lögreglubíll með blikkandi ljós framhjá rétt áðan en það fylgdu honum engir kóktrukkar.

2/11/03 11:01

Vímus

Ég bý í úthverfi og var ný vaknaður af kríunni sem ég tók eftir 50 tíma vöku, þegar þessi helvítis ófögnuður renndi fram hjá íbúðinni minni. Ég ruglaðist í tiltekt lyfjanna minna og það er sko ekkert grín.

2/11/03 12:00

plebbin

Hvaða leyðindi eru þeytta,
mér finnst þetta svo skemmtilegt...

þó ég væri nú til í að sjá Egils trukka frekar rúntandi útum allt og hendandi malti í allt og alla.

2/11/03 15:02

moni

i love coke cola

2/11/03 22:01

Dillinger

Ég er einmitt að hlusta á lagið með george núna!!

2/11/03 23:01

s1ndr1

Æj hver pokurinn er ég heppinn að búa út á landi, þessasr ósmekklegu kanalestir koma aldrei hingað nei, gott! Og gleðileg jól vil ég óska öllum og gleðileg jól Hakuchi.

Svo er ég líka sammála plebbanum, svo sannarlega svo sannarlega!

9/12/04 16:01

Prins Arutha

Hakuchi:
  • Fæðing hér: 10/8/03 01:38
  • Síðast á ferli: 19/4/08 03:07
  • Innlegg: 4264
Fræðasvið:
Díalektísk neóklassísk tákngervingsskammtafagfræði, heimspekileg efahyggjubjargfestufræði með póst-módernískum skynhyggjuáhrifum ásamt votti af exístensíalískum sósíósúrrealisma, kúng fú myndir, skapandi fabúlusagnfræði.
Æviágrip:
Hakuchi er þegar fæddur en á eftir að deyja.