— GESTAPÓ —
RegnHundur
Nýgræðingur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/11/03
Vínber og skúffukaka

Ég er alveg yfir mig ánægður með þennan titil hjá mér. Mér finnst hann svo grípandi og skemmtilegur að ég verð eiginlega að nota hann á næstu bók sem ég gef út. Annað væri bara synd.

Vínber og skúffukaka er ágætis bland. Svo ég tali nú ekki um með ísköldu undanrennuglasi. Ég er ekki hræddur við að viðurkenna það að ég drekki undanrennu. Það er ekki af neinum heilsufarspælingum heldur einfaldlega vegna þess að hún rennur best niður að mínu mati. Sérstaklega með skúffuköku.

Mig langaði bara til að deila þessu með ykkur. Vonandi höfðu þið gaman af.

Ég veit að þetta er ekki innihaldsríkasta færsla í heimi en ég bara varð að koma þessum ótrúlega sniðuga titli á framfæri. Kannski skrifa ég eitthvað gáfulegra næst. Efast samt um það.

   (2 af 2)  
1/11/03 10:00

Vamban

Vertu bara sáttur við þetta karlinn minn.

1/11/03 10:00

krumpa

NAUHAUTS !! Undanrenna - ojbara ? Það á bara að drekka nýmjólk með kökum - eða kannski rjóma... namminamminamm

1/11/03 10:01

RegnHundur

hmmm, eða bara fullt glas af ísköldum kardó?

1/11/03 10:01

Fíflagangur

Fjandinn hafi það, annað hvort mjólk eða vatn. Ekki hvoru tveggja í einu. ojbara

1/11/03 10:01

Golíat

Kjaftæði, undanrenna ísköld og síðan hnausþykkt kaffi með rjómablandi, bæði með skúffukökum og öðrum kökum. Og RegnHundur, aldrei að afsaka sig á ritvellinum, það er eitt af því fá sem ég lærði í skóla.

1/11/03 10:01

RegnHundur

Takk fyrir það Golíat. Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að ég væri að afsaka mig í þessari færslu þrátt fyrir að benda á hversu innihaldsrýr hún er. Athugasemdin er samt tekin til greina og ég stend með undanrennunni minni, sama hvað hver segir.

RegnHundur:
  • Fæðing hér: 20/11/03 07:10
  • Síðast á ferli: 10/6/05 20:03
  • Innlegg: 0
Eðli:
Ég er alveg ágætis náungi
Fræðasvið:
Íslenskt fræðasvið með hliðaráhuga í heimspekilegum fræðum.
Æviágrip:
Ég fæddist. Nokkru síðar skráði ég mig inn á Baggalút.is