— GESTAPÓ —
Bismark XI
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/08
Lítill hrekkur.

Ég hef lengi ætlað að skrifa þetta félagsrit og oft byrjað en aldrei náð alla leið í gegn en nú skal það hafast.

Fyrir nokkrum árum þá var í úti á föstudegi að ölvast með vinum mínum. Þetta hefði þó ekki verið til frásagnar nema minn besti vinur fer heim með annari stelpuni sem með okkur var í för ( þarna vorum við sem sagt fjögur saman. Þessi vinur minn sem ég ætla að nefna hér Guðjónm, svo einhver af mínum bestu vinkvennum sem hér verður nefnd Sigga og vinkonan sem Guðjón fór heim með en hún verður nefnd Laufey, og ég). En hann Guðjón fer heim með Laufeyju mér og Siggu til mikilar skemmtunar .
Þetta væri nú ekki til frásögu færandi ef að ég og Sigga hefðum ekki heyrt í sitthvorulagi af þeirri skemmtun sem hin tvö höfðu fyrir stafni eftir að þau fóru frá okkur.
Nú líður nokkur tími rétt rúmur mánuður til þess að gefa einhverja hugmynd um það tímabil sem er um að ræða. Þá er ég í bænum á einhverri miðnætur sýningu kvikmynda húsana sem þá var stundum í boði. Eins og kanski einhverirrar vita þá bý ég í Keflaví. Svo ég brá mér á rúntinn í Reikjavík eftir sýninguna. Hún Sigga hringir í mig meðan ég er þar og spyr hvort ég nenni ekki að kíkja á hana, en hún var að passa fyrir vinkonu sína sem býr í Kópavogi. Ég svar a því til að það sé nú ekkert því til fyrir stöðu.
Þessi heimsókn er ekki til frásögu færandi nema mér er sagt að Laufey sé ófrísk. En hún Sigga vinkona mín segir að hann Guðjón sé ekki faðirinn þó svo að móðirinn tilvonandi sé ekki nema tæpa tvo mánuði á leið.
Nokkru seinna um nóttina er ég á leið austur Keflavík og ætlaði mér að hitta hann Guðjón en hann var að vinna sem dyravörður og átti að verða búninn þegar ég var að verða kominn í bæinn. Ég ákveð að hringja í hann og byðja hann um að koma út á smá rúnt, sem er nú ekki svo óvanalegt fyrir okkur ef að annar okkar er í fríi þegar hinn er að vinna um helgar þar sem við erum allra bestu vinir. Við stoppum eftir stuttan rúnt svo við getum fengið okkur að reykja á stað sem við notuðum til þess. Þar segi ég honum Guðjóni að hún Laufey sé ólétt og kominn rúman mánuð á leið og að þetta hafi ég frá Siggu.
Þessi piltur sem ég hef séð gera hina ótrúlegustu hluti bæði fyrir og eftir (hluti sem þarfnast hugrekkist, jafnvel fífldirfsku) fölnaði upp eins og hann hefði séð draug. Á hann kemur mikið fát og biður hann mig að halda þessu leindu. Því lofa ég og sárt við legg. En loforð þetta var gersamlega innantómt því að ég vissi að hann var ekki pabbinn. Eftir þetta skildum við að skiptum og fórum hvor til sínst heima. Þegar ég vaknaði upp morguninn eftir hringdi ég í alla sameginlega vini okkar og lét þá vita hvaða hrekk ég væri að leika á hann Guðjón. Allr hlógu dátt að og við komum okkur saman um það að enginn myndi segja orð um þetta fyrr en ég gæfi merki um að það væri í lagi.
Leið svo og beið í fimm mánuði og ekki var minnst einu orði á þetta okkar á milli. Einn góðan veður dag sátum við á pubnum okkar og ég spyr Guðjón hvort að hann hefði heyrt frá Laufeyju. Hann hvað við nei og var í mikilli krísu í sál sinni vegna þessa. Þergar vinir okkar mæta nokkru seinna þá segi ég honum hvernig í pottinn er búið. Hún Laufey er ekki ólétt eftir hann og hann er ekki að verða pabbi. Þetta sagði ég fyrir framan alla okkar vini og vakti það mikla kátínu okkar á milli.
Þessu er enn verið að hlæja að okkar á milli og jafnvel hann Guðjón hlær að þessu í dag. En svipurinn sem kom þegar honum var sagt að þetta væri lengsti brandari sem hafði nokkru sinni verið gerður í vina hópnum á annars kostnað var svo ótrúlegur að ég hugsa að ég eigi ekki eftir að sjá annað eins meðan ég lifi.

Svona í lokinn vil ég spyrja að því hvort að ég sé slæm manneskja?

   (1 af 25)  
9/12/08 02:00

Jóakim Aðalönd

Já.

9/12/08 02:00

Ívar Sívertsen

Jamm

9/12/08 02:01

Villimey Kalebsdóttir

Ójá.

9/12/08 02:01

Hugfreður

Þú ert dásamleg manneskja.

9/12/08 02:01

hvurslags

Já.

9/12/08 02:01

Goggurinn

Alltént illa innrætt manneskja.

9/12/08 02:02

Huxi

Þú ert ódó.

9/12/08 02:02

Grýta

Æjá. Þetta var slæmur hrekkur hjá þér.
Afhverju hafði Guðjón ekki samband við Laufey?
Þannig hefði hann fengið rétta frétt frá fyrstu hendi.

9/12/08 03:00

Bismark XI

Ég get ekki sagt þér af hverju maðurinn gerði það ekki. Ef að ég vissi það þá hefði hrekkurinn gengið enn þá lengra því ég hefði haft samband fyrst.

9/12/08 05:01

Skabbi skrumari

Skamm Bismark, skamm... vel gert <Glottir eins og fífl>

31/10/09 06:01

Sannleikurinn

Nei ég held ekki , en hvað heldur þú??

Bismark XI:
  • Fæðing hér: 9/8/03 18:35
  • Síðast á ferli: 3/9/10 19:53
  • Innlegg: 265
Eðli:
Bismark XI er einn mesti sagfræðingu landsinns og frægur fyrir sína gangslausu vitneskju sem að hann öðlaðist frægð fyrir á öndverðir 2o öldinni. Einnig þekktur sem mikil friðar sinni og hefur sannað sig sem ofbeldis fullan talsmann friðar á jörðu.
Fræðasvið:
Sagnfræði og Alheinssanleikurinn.
Æviágrip:
Um þrigga ára aldur fór Bismark í fóstur til móður foreldra sinna og fékk þar sín fyrstu kynna af sagnfræði. Ekki leið á löngu þar til kolbíturinn hann Bismark var farinn að geta vitnað í bæði útvarp og Íslendinga sögurnar svo ekki varð um vilst að hér væri á ferðinni sannur heldrimaður. Við fimm ára aldurinn var Bismark sendur í skóla til þess að koma honum til manns. Þótti hann ávalt bera af öðrum nemendum sökum vistsmuna og líkamlegs atgerfis. Kom síðar í ljós að hann hafði svindlað í öllum prófum og verkefnum sem fyrir hann höfðu verið lögð í gegnum árin. Vegna ótta um hneiksli þá ákváðu Íslensk skólayfirvöld að þagga málið og koma honum fyrir í skrifstofu vinnu í kjallara háskólans. Þar rakst hann á skriffinsku djöfullinn og drap hann. Eftir verknaðinn tók hann yfir starfi hans og vinnur nú í því að gera líf fólks ömurlegt með gríðarlegri pappírs vinnu.