— GESTAPÓ —
kolfinnur Kvaran
Óbreyttur gestur.
Saga - 1/11/05
Sagan af Kolfinni Kvaran

Kolfinnur! Hver er það?<br /> <br /> Þessarar spurningu spyrja eflaust flestir núlifandi gestapóar og ekki er til neitt eitt afgerandi svar. Hér er hinsvegar smá ferilsbútur ef einhverjir skildu hafa áhuga á að kynna sér nánar.

Fyrir það fyrsta þá vil ég minna fólk á að ég er ekki enn dauður. En ef tekið er tillit til þess að maður er í eldri kantinum hérna á Gestapó þá verður að viðurkennast að mitt alter-egó í mannheimum er búið að taka töluverðum persónubreytingum í gegnum árin. Því þrátt fyrir frekar háan aldur á Gestapó þá á maður víst enn eftir margt ólært í mannheimum.

Þegar Kolfinnur hóf sína reglubundu heimsóknir á síður Baggalúts var hann heldur stuttur í annan endann. Gott ef ekki aðeins 13 eða 14 vetra, en þrátt fyrir ungan aldur var áhuginn ósvikinn og Kolfinni fannst reglulega gaman að kveða vísur sem og að taka þátt í samræðum við aðra gestapóa. Hér var ekki aldurstakmark og hver kom fram við hvern annan sem jafningja. Á þessum tíma réði absúrdisminn ríkjum og hefur undirritaður í gegnum tíðina verið mikið fyrir að bulla og láta eins og fífl, sem vel var tekið í á gestapó þó svo að maður fengi stundum að heyra það jafnt í foreldrahúsum sem og hjá öðrum að maður ætti að hætta stælunum og reyna að þroskast.

Þegar Kolfinnur var í kringum 15 - 16 vetra þá byrjaði hann aftur að stunda gestapó eftir nokkurt hlé og þá var það baunasöfnunin sem réð ríkjum. Sjálfur orðinn meira alvörugefinn og eins hafði stefna gestapósins breyst nokkuð og var orðin meira fjölskylduleg. Það er kannski ekki skrýtið þar sem síðan var farin að geta sér góðs orðs í mannheimum og því var að koma mikið af nýjum gestapóum inn í gamla kjarnann. Eldri gestapóar hjálpuðu hinum yngri og andrúmsloftið breyttist á gestapó, ég skal ekkert segja um hvort það hafi verið til góðs eða ills. En eins og áður sagði þá voru hlutirnir farnir að snúast upp í baunasafnanir og þess háttar og þar kom að því að Kolfinni sjálfum var hætt að lítast á sjálfan sig. Hann var hættur að hafa gaman af skáldskap og innlegg hans voru oft aðeins eitt orð eða ein setning og var hann þess vegna í raun hættur að leggja eitthvað vitsmunalegt til mál. Í ljósi þess sagði hann að mestu leiti skilið við gestapó næstu mánuðina.

17 vetur Kolfinns er að mestu hulinn móðu vegna óhóflegs hnakkaskaps með tilheyrandi rugli og vitleysu. Ýmsir hlutir fóru út í öfgar eins og þekkist meðal þess samfélagshóps sem hnakkarnir eru og ætla ég ekki að útlista það neitt frekar.

Í dag má segja að Kolfinnur sé að hefja sinn 19 vetur í mannheimum, og aftur heyrir til persónubreytinga hjá Kolfinni. Honum hefur tekist að lækna sig að mestu af öfgahnakkaskap. Hann er ekki jafn alvörugefinn og hann var eitt sinn, en hinsvegar ekki heldur jafn absúrdískur og í upphafi. Að mínu mati hefur hann tekið það besta frá hverju skeiði fyrir sig og það skapar manninn í dag.

Það gæti vel hugsast að Kolfinnur færi að taka meiri þátt í þeim heimi sem gestapó er í dag. Og í stað þess að búa til ný egó fyrir hvern einasta stíl sem Kolfinnur vill beita hverju sinni þá hefur hann ákveðið að skrifa þessa persónu fyrir því öllu saman. Þannig að ef ykkur finnst hann eitthvað ólíkur sjálfum sér og ruglingslegur þá hafi það á bak við eyrað.

Bestu kveðjur, Kolfinnur

Hannes Hólmsteinn tók saman

   (8 af 23)  
1/11/05 22:01

Þarfagreinir

Alltaf gaman að sjá týnda syni snúa aftur.

Ég ætla síðan rétt að vona að þér hafi tekist að losna úr viðjum hnakkanna. Það er sérdeilis vafasamur félagsskapur sem leiðir einungis til glötunar.

1/11/05 22:01

Tina St.Sebastian

Velkominn heim!

1/11/05 22:01

Offari

Velkominn til byggða.

1/11/05 22:01

B. Ewing

Láttu nú vaða í soran og svínaríið hérna. Þú ert bara búinn að missa af þrem byltingum, átta skandölum, brúðkaupi, skítkasti og óteljandi frábærum hittingum.

1/11/05 22:02

Hakuchi

Hakuchi fagnar endurkomu Kolfinns.

1/11/05 22:02

Isak Dinesen

Mér hefur jafnan þótt Kolfinnur með skemmtilegri alteregóum hér þann tíma sem ég hef verið hér. Því fagnar Isak einnig endurkomu hans.

Gaman að þessari samantekt.

1/11/05 22:02

Hexia de Trix

Kolfinnur! Velkominn aftur minn kæri! Ég var einmitt að íhuga hvað hefði orðið af honum Kolfinni og svo kemur bara í ljós að honum var rænt og hann heilaþveginn af hnakkamafíunni. Mikið er gott að sjá þig lausan úr þeim viðjum!

1/11/05 22:02

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum Kolfinn hjer með formlega velkominn til baka. Skál !

1/11/05 22:02

Ívar Sívertsen

Það er mikið að þú kemur aftur! Hérna er mjólkin sem þú baðst mig að kaupa síðast þegar þú sást hér... hún er víst eitthvað útrunnin...

1/11/05 23:02

Hermundur Frotté

Við höfum sést er það ekki? <font size=1>

1/11/05 23:02

Skabbi skrumari

Skál...

1/11/05 23:02

Sundlaugur Vatne

Velkominn, Koli minn.

1/11/05 23:02

Jóakim Aðalönd

Skál!

1/11/05 23:02

Hermundur Frotté

</font>Naumast hvað þið eruð lágværir drengir. <font color="red">

1/11/05 23:02

Jóakim Aðalönd

</font><font size=7, color="blue">Hvað meinarðu?

2/11/05 00:00

Ívar Sívertsen

</font>Ég veit að þetta er hægt en það er óþarfi að ofnota þetta.

2/11/05 00:01

Jóakim Aðalönd

Nei, þetta er hratt.

kolfinnur Kvaran:
  • Fæðing hér: 9/8/03 17:45
  • Síðast á ferli: 1/6/13 03:05
  • Innlegg: 41
Eðli:
Kolfinnur er í eðli sínu ljúfur og indæll aríi, sem hræðist það mest að verða flekkaður af óæðri kynstofnum. Hans helsta markmið er að finna sér hreina aríastelpu og fjölga kynstofninum.
Fræðasvið:
Guðfræði, sveinspróf í tannstönglasmíðum og mixararéttindi
Æviágrip:
Ættir hans má rekja allt aftur til sænsku konungs­fjölskyldunnar á 13. öld. Sænskur forfaðir hans flúði hins vegar undan bróður sínum konungnum og varð fyrsti frumbygginn á Kvaraneyjum. Þar lifðu aðrir forfeður Kolfinns góðu lífi allt þar til Kvaraneyjar hurfu seint á 17. öld af óskiljanlegum ástæðum. Flutti fjölskyldan sig því næst til Færeyja en komst brátt að því að Færeyjar voru handónýtur og leiðinlegur staður, og fólkið þar var heimskt og ljótt. Fluttist Kvaran ættin því næst til Baggalútíu og varð Kolfinnur fyrsti frumburður Baggalútíu. Öll Kvaranættin að Kolfinni undanskildum þurrkaðist síðan út í dularfullu ákavítisgosi og hefur Kolfinnur síðan lifað einn í Kvaranhöllinni ástamt gæludýrinu Keikó sem ku vera naggrís.