— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 9/12/09
Hvimleiđur ágangur konunga

Í sumar hafa tveir erlendir konungar gengiđ á land á Íslandi, einn norskur og annar sćnskur. Konungar eru friđađir ađ íslenskum lögum á hafís og sundi en fanga má ţá lifandi og flytja ţangađ sem ţeir gera ekki usla. Ţeir eru ţó réttdrćpir á ţurru landi ţar sem ţeir ógna lífi manna og búpenings. Komiđ var ađ hvorum um sig viđ laxadráp í ám og ţykir hreinasta mildi ađ mannfólk, og ţá sérstaklega konur, börn og hugvísindamenn, skuli ekki hafa orđiđ á vegi ţeirra.

Ţví var ekki um annađ ađ rćđa í stöđunni en ađ fella ţá.

Nokkuđ hefur boriđ á gagnrýni á ţessa ráđstöfun. Réttara hefđi veriđ ađ skjóta ţá međ deyfilyfi og flytja í búri í Húsdýragarđinn, segja sumir. Ţá hefur ţađ veriđ gagnrýnt ađ svćđinu, ţar sem Svíakonungur var felldur, skyldi ekki hafa veriđ lokađ fyrir umferđ. Á milli 50 og 60 manns bar ţar ađ til ţess ađ fylgjast međ ófreskjunni. Ţví er ljóst ađ lögregla átti ekki annarra kosta völ en ađ skjóta ţegar svo var komiđ ađ konungur hljóp grenjandi niđur hlíđina međ hrammana á lofti. Ţá var orđiđ of seint ađ reyna ađ henda ćti ađ honum til ađ lokka hann svo inn í gildru eđa búr.

Hrćiđ verđur fláđ og svo sent til Reykjavíkur í sýnatöku viđ fyrsta tćkifćri.

Konungar eru einhverjar hvimleiđustu afćtur jarđar. Ţeir ţykja stórhćttulegir og óútreiknanlegir. Ţeim hefur fćkkađ mikiđ en ţó er taliđ ađ stofninn á heimsvísu samanstandi enn af um ţađ bil 30 kvikindum. Flesta konunga er ađ finna í Afríku en nćststerkastur er stofninn í Evrópu, einkum á Norđurlöndum. Konungar eru á lista IUCN (Alţjóđanáttúruverndarsamtakanna) yfir skepnur í yfirvofandi hćttu. Ţrátt fyrir ţetta styđur konunganefnd IUCN sjálfbćra nýtingu ţeirra.

   (17 af 82)  
9/12/09 02:01

krossgata

Ţetta á ekki viđ um bagglýska konunga er ţađ?

9/12/09 02:01

hlewagastiR

Ég fer huldu höfđi, Krossa.

9/12/09 02:01

Hugfređur

Ţađ er synd ađ á hinni meintu upplýsingaöld skyldi eingöngu ein ţjóđ hafa haft vit á ađ losa sig varanlega viđ kóngadrasliđ og tekiđ af höfuđ ríkisins. Ţarf Baggalútía kannski uppreisn?

9/12/09 02:01

Sundlaugur Vatne

Konungar eru réttbornir til valda. Niđur međ lýđveldissinna, jakobíta og jafnađarmenn!

9/12/09 02:02

Huxi

Ţađ er allt í lagi ađ hafa konung svo lengi sem forseti vor fer međ völdin. Og ég er ađ sjálfsögđu hlynntur veiđum á óćđri konungum, ţ.e. ţeim sem taldir eru vera frá hinum svokölluđu útlöndum. (Sem eru samt ekki til).

9/12/09 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Puss boch knuss och rausenkuss

9/12/09 02:02

Gísli Eiríkur og Helgi

http://www.youtube.com/watch?v=xFONUQlGJHs&feature=related

9/12/09 03:01

Garbo

Burt međ afćturnar!

9/12/09 03:01

Upprifinn

Var ţetta ekki bara einhver sćnsk kóngurló?

9/12/09 03:01

Regína

Hvađ áttu viđ međ hvimleiđum ágangi?

9/12/09 05:00

Villimey Kalebsdóttir

Knús!

9/12/09 17:02

Barbapabbi

Menn skulu ađeins hampa einum kóngi og lofa upprisu hans, - og fariđ nú ekki ađ halda ađ ég sé ađ tala um Sússa blessađar kindurnar mínar.

31/10/09 21:01

Sannleikurinn

Ég er ekkert mikiđ ađ skrifa hér á baggalútnum meira. Ég held ađ ţađ sé viturlegra ađ menn finni leiđir til ţess ađ tryggja ađ fólk sem hefur notađ svona síđur lengi sé ekki ađ hnýsast í annara málum.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684