— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/12/09
Tvö lög (eyddu ţessu óriti, Hlebbi)

Ég biđst forláts á ađ misnota félaxritin undir smáauglýsingu en ég veit enga betri ađferđ til ađ fá svar viđ ţví sem mig fýsir svo mjög ađ vita. Ţegar fullnćgjandi svör eru komin fram skal ég međ ánćgju eyđa ţessu óriti.

Mér hverfa ekki úr huga tvö frábćr íslensk lög - eđa öllu heldur frábćr flutningur á annars glötuđum lögum. Ég heyrđi ţau međ stuttu millibili í útvarpi fyrir áratug eđa svo án ţess ađ heyra hver vćri flytjandinn.

Annars vegar er ţetta einhvers konar rapp-flutningur á Nú er frost á Fróni. Hins vegar hröđ og hressileg kópavogspönkútgáfa af Inga Dóra á lítiđ lamb í túni.

Nú ţegar ég hef misst heyrnina óma gömul lög oft í minningunni og nú síđast einkum ţessi tvö. Ţó ađ ég muni aldrei eiga ţess kost ađ heyra ţau flutt aftur eđa heyra önnur lög međ snillingunum sem ţetta fluttu ţá fýsir mig samt ađ vita hverjir ţarna voru á ferđinni.

Upplýsingar ţessar myndu gleđja gamlan mann.

   (21 af 82)  
2/12/09 03:01

Jarmi

Ef ţiđ ćtliđ ekki ađ versla krakkar, veriđ ţá úti.

2/12/09 03:02

Billi bilađi

Ekki get ég munađ ţetta.

En... á hvern hátt er ţetta órit? <Klórar sér međ höfuđstafnum>

2/12/09 03:02

Billi bilađi

Međan ég man. Veistu hvađ "abískúrr" ţađ sem Jón Grínvisensis lćtur út úr sér um Jón Marteinsson ţýđir, hlebbI?

2/12/09 04:01

krossgata

Spurđist ađeins fyrir í pönkhluta vinahópsins. Enginn kannađist viđ ţetta. Ţađ kom ţó ein uppástunga um hljómsveitina Húfu varđandi Ingu Dóru og lambiđ.

2/12/09 04:01

hlewagastiR

Ég er búinn ađ grafa ţetta upp sjálfur eftir öđrum leiđum. Ekkert gagn ađ gestapóum ađ ţessu sinni og ber ţar nýtt viđ. Ţetta reyndust vera Gleđisveitin Alsćla (Ţorraţrćll) og Texas Jesús (Lítiđ lamb í túni).

Billi: Ég veit ţađ ekki en dettur í hug ađ ţađ stafi af sömu latínunni og enska orđiđ obscure. Ţetta er ţó bara galgáta (wild guess).

Krossgata: Dćgurlagapönksveitin Húfa var mikilvćgasta menningarstofnun samfélagsins. Ţegar hún hćtti fór fyrst ađ halla undir fćti í ţjóđfélagsmálum. Flutningur ţeirra á Dominique er ógleymanlegur.

Nú er ég í vanda staddur. Ég lofađi ađ eyđa ţessu óriti ţegar svör vćru komin fram. Ef ég stend viđ ţađ sér einginn hvađ ég var mikiđ göfugmenni ađ standa viđ orđ mín ţví ađ ritiđ verđur horfiđ.

Ég lćt ţađ ţví standa svo ađ allir sjái ađ ég er ađ velta mér upp úr göfugum hugsunum.

2/12/09 04:01

krossgata

Fann á netinu tvćr rappútgáfur af Ţorraţrćl. http://gamli.sjalandsskoli.is/verkefninemenda/56bekkur/tonlistthorrarapp/Thorrat raell%20strakar3.wma
og í spilara á bloggsíđu http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/

2/12/09 04:02

Kargur

Göfuglyndi ţitt á sér enga hliđstćđu Hebbi.

2/12/09 04:02

Billi bilađi

Takk hlebbI.

2/12/09 05:00

Upprifinn

Eyddu ţessu óriti nú ţegar.
fólk hefur sýnt ţér ótrúlegt umburđarlyndi alllengi en nú er nóg komiđ.
Ţetta er ekki félagsrit heldur einhverjir linkar sem ég ćtla ekki ađ elta.
ţessi vettvangur er fyrir skrifađ mál eftir gestapóa en ekki einhverjar googlađar langlokur og enn síđur auglýsingar um eitthvađ drasl sem ţú hefur klippt saman. notađu blogg síđu eđa huga til ađ hauglýsa sjálfan ţig en láttu okkur í friđi. <Glottir eins og hálfviti.>
Ţví miđur ţá passar ţetta svar illa viđ ţetta ágćta félagsrit en ég veit ađ ţar sem ţú ert svona göfurgur ađ ţá muntu bćta viđ eins og tveim linkum í félagsritiđ og ţar međ mun innihald ţessa ágćta orđabelgs passa fullkomlega inn í umrćđuna.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684