— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 31/10/08
Haaa? II

Ađalhlutverk eyrans er ađ skynja og greina hljóđ. Annađ mikilvćgt hlutverk ţess snýr ađ jafnvćgisskyni okkar.

Innra eyrađ er fyrir innan hljóđhimnuna og smábeinin ţrjú; hamarinn, steđjann og ístađiđ. Innra eyrađ er kuđungslaga og fyllt vökva. Eftir göngum ţess rađa sér u.ţ.b. 17000 mjög smáar bifhárafrumur. Ţegar ístađsbeiniđ hreyfist í sívala glugganum vegna hljóđbylgju ţá kemst hreyfing á vökvann í innra eyranu og bifhárafrumurnar verđa fyrir örvun Viđ ţađ senda ţćr taugabođ um heyrnartaugina til heilans ţar sem ţau skynjast sem hljóđ.

Skemmdir á bifhárunum valda heyrnarskerđingu en skemmd á heyrnartauginni algeru heyrnarleysi. Ţađ er svo sem nógu slćmt en mađur getur varla ímyndađ sér hvílík ţjáning ţađ hlyti ađ vera ef jafnvćgistaugin skemmdist. Svimi, ógleđi og alger hreyfihömlun til ćviloka. Sjóveikt fatlafól.

Ţegar mađur pćlir í ţví, ţá er ţađ bara helvíti góđur díll ađ eyđileggja heyrnartaugarnar en halda ţó jafnvćginu.

Vonandi er ég nú ekki ađ verđa jafn óţolandi jákvćđur og fokkíng Pollýanna. Disneymyndin um hana var svo vćmin ađ ég ćldi (og eru ţó jafnvćgistaugarnar í fínu lagi). Ég var alltaf ađ vona ađ ađ einhver morđóđur sadistaperri myndi ná henni og láta reyna almennilega á ţessa bévítans jákvćđni. Helst bannađ innan 18. Eđa bara bannađ yfirleitt. Ég vonađi lika alltaf ađ úlfurinn myndi loksins éta ţessa óţolandi montrassagrísi. Já, og ađ Hjalti litli myndi bara drukkna í hlandţrónni nćst ţegar hann kćmi heim ađ grenja og vćla í mömmu sinni yfir vandamálum viđ kúarekstur fyrir vandalausa. Hann hefđi mín vegna mátt hnjóta um hrćiđ af Árna í Hraunkoti ţarna í ţrónni.

Jćja, ég er líklega kominn út fyrir efniđ. Svona getur ţetta veriđ.

   (29 af 82)  
31/10/08 02:00

Jóakim Ađalönd

Ţetta er reyndar óţolandi jákvćtt, en ţér fyrirgefst ađ sjálfsögđu, dúllubossi...

31/10/08 02:00

Villimey Kalebsdóttir

Ţegar ég las byrjunina á ţessu félagsriti, ţá leiđ mér eins og ég vćri ađ lesa námsefniđ mitt, nema bara á íslensku. <flissar>

Ég er sammála ţér međ eitt.. ţađ er óţolandi hvađ allt er hrćđilega jákvćtt í disney og ţví öllu.. Ţađ endar ekkert svona glitrandi fallega.

Knús á ţig !

31/10/08 02:00

Jarmi

Ertu dr. Jekyll í Finngálkns útgáfunni?

Jákvćtt sinnađ raunsći er reyndar međ betri lífsviđhorfum sem ég ţekki. Svo ţú ert ekkert á rangri braut međ ţetta... finnst minz.

31/10/08 02:01

Regína

Hvernig fórstu ađ ţví ađ skemma heyrnartaugina?

31/10/08 02:01

hlewagastiR

bílslys erlendis --> höfuđhögg og međvitundarleysi --> spítali --> malaríusýking á spítalanum --> hestaskammtur af lariam --> sjaldgćfar aukaverkanir --> ekki aftur snúiđ

31/10/08 02:01

blóđugt

Ţú ert semsagt taugaveiklađur?

31/10/08 02:01

hlewagastiR

Ég ţótti ţađ nú reyndar fyrir.

31/10/08 02:01

Regína

Ég ţekki nokkrar Pollíönnur, ţćr eru ágćtar nema ţegar ég nenni ekki ađ kóa međ ţeim.

31/10/08 02:02

Skabbi skrumari

Ţetta er allt of gróft hjá ţér... ţú mćttir vera vćmnari, en ţađ er bara ég.

31/10/08 04:01

Huxi

Veistu... Ég trúi ekki einu orđi af ţví sem ţú segir.

31/10/08 04:02

hlewagastiR

Ţađ er ţitt vandamál, elsku vinur.

31/10/08 04:02

Huxi

Ţú heyrir allt sem viđ segjum viđ ţig hér á Gestapó...

31/10/08 05:02

Nermal

Ég verđ ađ játa ađ stundum langar mann til ţess ađ steypubíll aki óvćnt yfir ađalpersónuna í Disneyvćmnini. Lassie og steypubíllinn vćri örugglega öndveigis rćma.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684