— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 10/12/07
Ađ kasta krónunni fyrir eyrinn


Vér nútímamenn höfum nćr týnt ţví ágćta orđatiltćki ađ kasta krónunni fyrir eyrinn. Raunar er oss flestum orđiđ illmögulegt ađ beygja orđiđ eyrir, flestir virđast halda ađ aurar í eintölu sé aur. Athuga skyldu menn ţó ađ hver sá sem kveđst ekki eiga aur er ekki endilega fjárlaus heldur vantar hann drullu, leđju, for.

Málfátćkt ţessa engan ađ undra í ljósi ţess ađ síđasti einseyringurinn var sleginn áriđ 1966. Síđan var ađeins talađ um aura í fleirtölu í tvo áratugi (međ nokkurra ára hléi fyrir myntbreytingu) og nú síđustu árin er vart minnst á aura nema í frćđiritum. Svo höfum vér samsett orđ eins og lífeyrir en ţađ á fólk líka erfitt međ, tíđum sést ritađ: „Lífeyrinn er ekki nógu hár“ ţegar réttara vćri „Lífeyririnn er ekki nógu hár“.

Eyrir er afar fagurt orđ. Ţegar er nefnt hve skemmtileg beyging ţess er en hitt er ţó sýnu merkara ađ eyririnn hefur lengst af verđiđ gjaldmiđill ţessa lands - lögreyrir ţess. Aurar silfurs og landaurar eru kunnugleg hugtök úr bókum fornum og gulnuđum skjölum.

Eyririnn var lengst af verđmćt eining. Miklu verđmćtari en krónudrusla vor, sem kennd er viđ pjátur á höfđum forframađs hyskis. Ţví vćri viđ hćfi ađ kasta krónunni en hefja eyrinn til vegs á ný.

Ţví skal hér lagt til ađ vér Íslendingar urđum hiđ leiđa og klaufalega myndađa nýyrđi, evra (lágmark vćri ađ rita ţađ ađ íslenskum hćtti: efra), en tökum upp orđiđ eyrir á gjaldmiđilinn. Ţađ er hljómlíkt frumheitinu euro ţótt ekki sé ţađ rótskylt. Ţessi nýi eyrir yrđi ađ sjálfsögđu aurar í fleirtölu.

Eyririnn skiptist í 100 sent en ekki hćfir ađ taka upp slíka latínu. Til forna skiptust aurar silfur í álnir vađmáls. Ţćr foru reyndar aldrei fleiri en 12 í eyrinum en ţađ ćtti ekki ađ valda misskilningi á vorum dögum. Til greina kćmi ţví ađ kalla sentiđ alin. Ţá myndum vér flest vćntanlega loksins komast í álnir.

Enn snjallara vćri ţó ađ kalla sentiđ einfaldlega krónu enda er verđgildi ţess svipađ og íslensku krónunnar nú! Ţar međ vćri full ástćđa til ađ kasta krónunni fyrir eyrinn - enda vćru ţađ tíuţúsundfalt hagkvćmari kaup nú en forđum.

   (69 af 82)  
10/12/07 02:01

Kargur

Mér líst vel á ţetta.

10/12/07 02:01

Skabbi skrumari

Heyr heyr...

10/12/07 02:01

Regína

Lögreyrir?

Annars á ég ekki eyri, mér finnst ţetta svo frábćrt félagsrit.

10/12/07 02:01

Günther Zimmermann

Já, ţetta var prýđilegur pistill. En hvađ lögaurasystemiđ varđar vil ég ţessu einu viđ bćta:
Eitt hundrađ, stórt, var jafnt einu kúgildi ađ verđgildi. Í einu kúgildi voru sex ćr lođnar og lembdar eđa ein kýr ekki eldri en átta vetra (minnir mig ađ Jónsbók segi). Nú, ţessu kúgildi mátti svo aftur deila niđur í 120 álnir (ekki endilega vađmáls ţegar fram liđu stundir, ţetta var eingöngu verđeining) sem jafnt var á viđ 240 fiska (aftur, ekki endilega fiskar sem svommiđ höfđu í sć, verđeining). Í einu hundrađi fiska (ţ.e. 240) eđa álna (ţ.e. 120) voru 6 vćttir. 20 álnir, eđa 40 fiskar, voru jafnar einum ríkisdal, í hverjum ríxdal voru 96 skildingar eđa 6 mörk.
Margt getum viđ ţakkađ frönsku stjórnarbyltingunni, en tugstafakerfiđ og metrinn er máske ţađ helzta.

10/12/07 02:01

Garbo

Brilljant-ín.

10/12/07 02:01

Regína

Günther: 6 mörk eđa merkur?

10/12/07 02:01

Günther Zimmermann

Ţađ er góđ spurning.
[Drekkur meira kaffi til ađ vakna]

10/12/07 02:01

krossgata

Skál fyrir eyrinum... og félagsritinu!

10/12/07 02:01

Billi bilađi

Ţarft rit og gott.

En ef ţú ert „lífeyrinn“, stundarđu ţađ ţá ađ ţyrma lífum? (Eru ţá hvalverndunarsinnar lífeyrarar?)

10/12/07 02:01

Billi bilađi

Skrabbi, hvađa skilning myndum viđ ţá leggja í eyrnamerg? Og hver vćri ţá mergur málsins?

10/12/07 02:01

Amelia

Mér finnst ţetta hin fínasta tillaga og styđ hana heilshugar. Ég verđ samt ađ benda ykkur á ađ líklega fylgir böggull skammrifi ef viđ myndum einhverntímann taka upp Eyrinn (Evruna). Ţađ er ađ viđ mćttum líklega ekki kalla hana neitt annađ en Euro. Sem er skítt.
En ef viđ megum kalla hana Evru ţá fyndist mér betra ađ fara alla leiđ og kalla gjaldmiđilinn Eyri. Skál!

10/12/07 02:01

Steinríkur

Efra? Hefurđu ferđast mikiđ um Efrópu?
Eđa ertu kannski ađ gefa í skyn ađ krónan sé Neđra?

10/12/07 02:01

hlewagastiR

Günther, ţökk sé ţér fyrir góđar og gagnlegar upplýsingar.

Billi: Verndunarmenn eira lífi, en ekki vissi ég ţá eyra ţví líka.

Amelía: Viđ mćttum ekki prenta auraseđla međ annarri merkingu en Euro. Hins vegar mćttum viđ kalla bleđlana ţađ sem okkur sýnist.

Skrabbi: Gallinn viđ tillögu ţína er ađ hin íđilfagra, fjölbreytta og ćvaforna beyging orđsins eyrir yrđi ađ flatneskju. Auk ţess sem ruglingur viđ líkamshlutann eyru yrđi ríkjandi. Ţó eru ţetta skemmtilegar fabúleringar, ekki vantar ţađ.

Steinríkur: Efrópa er skömminni skárri rithátur en Evrópa ţótt sá síđarnefndi sé nú einhafđur. Ekki ritum viđ hövrungur, tövrar og Evrasel, ţá vćrum viđ varin ađ gívra yvriđ mikiđ. Fyrst og fremst eigum viđ ţó ađ hćtta ađ kalla Norđurálfu ţessu gríska tökuorđi.

10/12/07 02:01

Billi bilađi

<Formćlir öllum ufsilonum og íhugar ađ lćra hljóđritun>

10/12/07 02:01

Golíat

Styđ hugmyndir Hlebba heilshugar!

10/12/07 02:01

Sundlaugur Vatne

Ţú ert snillingur, Hlégestur. Ţar breytir engu hversu sammála eđa ósammála viđ kunnum ađ vera um heiđursfólkiđ krýnda.

10/12/07 02:02

Jarmi

Ţó svo ţú sért á lífi... ţá ţykir mér ţađ bera vott um sjálfsánćgju ađ merkja sjálfan sig sem "nútímamann". Ert ţú ánćgđur međ sjálfan ţig?

10/12/07 02:02

hlewagastiR

Ţetta er rett, Jarmi. Ég er fornmađur sem er uppi á rangri öld. Ţađ er líklega rétt ađ ég upplýsi ţađ hér og nú svo ađ ţađ komi fram í eitt skipti fyrir öll ađ ég er Guđni Ágústsson, formađur Framsóknarflokksins. Ţess merka flokks sem á sér djúpar rćtur í sál ţjóđarinnar. Sérhver Íslendingur er Framsóknarmađur, svona innst inni.

10/12/07 03:00

B. Ewing

Ţetta er afar snjallt fyrirkomulag. Hinsvegar benda erfđafrćđirannsóknir til ţess ađ Framsóknargeniđ sé orđiđ álíka sjaldgćft og AB- blóđflokkurinn, sem er vel. [Glottir]

10/12/07 03:01

Steinríkur

Ţú ert allt of skemmtilegur til ađ geta veriđ Guđni.
En af viđ förum ađ nota orđin Norđurálfa, Austurálfa, Eyjaálfa, Norđ-vesturálfa og Suđ-vesturálfa og Suđurálfa fullum fetum, fer okkur ţá ekki ađ líđa eins og viđ séum alltaf í strekkingsvindi?

Og er ekki veriđ ađ gera bölvuđum Grikkjunum svolítiđ hátt undir höfđi međ ţví ađ miđa allar áttir út frá ţeim? Eru ţá ekki einstaka tökuorđ betri?

10/12/07 03:01

Jóakim Ađalönd

Ég á marga aura!

Hafđu ţökk fyrir ţennan skemmtilega pistling hlebbi minn og megi aurarnir verđa margir í pungi ţínum á ári komanda.

10/12/07 03:01

Offari

Ég á nokkra eyringa úr eir.

31/10/07 05:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mér líst óskaplega vel á ţetta alltsaman. Hvađ varđar upptalningu Steinríks á heimsálfunum, ţá myndi ég telja heppilegast ađ nota heitin ´Ytri-Vesturálfa´ & ´Syđri-Vesturálfa´ yfir Ameríkurnar tvćr. Svo má ekki gleyma Suđurskautsálfunni.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684