— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 9/12/07
Jóakim Ađalönd

Hér er ort um hreina og sanna vináttu. Ekki misskilja ţetta sem eitthvađ holdlegt, dónarnir ykkar, ţetta er bara, einvörđungu og eingöngu fallegt. Falleg saga um góđa vini.


Blikastjörnu
yfir Baggalúti
sá ég á síđum nets
glađasta glampa
geisla töfrum;
kjagandi kvaka viđ.

Hugströndu er horfinn
harmur og böl,
sćlt er í sálarkút
stýrir ţví stuđi
steggur ljúfur
hollur er hjartans fugl

Í fađmlag hans fiđrađ
fel ég mig glađur
hugljúft er hálsakot
gott er ađ eiga
góđan í raunum
ríkur er rekkur sá.

Tveir viđ erum trúir
tryggastur vinur,
Pói međ pípuhatt
gleraugu fann ég
í grasi háu
og tyllti á gylltan gogg.

Klćddir ţú mig kjóli
af klingjandi mynt
og brakandi bankaseđlum
einn af öđrum
á mig festir
og greipst aftur af.

Lékum viđ á Lúti
lífiđ brosti
glatt var á Gestapó
fánýtt mér ţótti
flest ţá í heimi
utan ţess andarsteggs.

Grétu međ okkur
góđar vćttir
er Lúturinn lokađi
tár ţeirra töldum viđ
tindavodka
og löptum ţau lautu úr.

Bauđ ég ţér í bíó
á bjartri nóttu
og áttađi mig ţá á
ađ ráman fugl
í rauđum frakka
um eilífđ ég umgangast vil.

Flétti ég ţér fjađrir
viđ Fjölnisveg
og gerđi ţađ geđveikt vel,
pússađi staf ţinn
og prýddi frakka
skinu ţá skór viđ fót.

Fjćr var ég í sumar
sálu ţinni
og kúrđi á Kaffi Blút
en blikastjarna
yfir Baggalúti
leyndist á bak viđ lás.

Prúđa skilur póa
proxyserver
blóđ skilur Bagga og Lút
en vin frá vini
fćr Vendihnappur
aldrei í sundur sett.

   (71 af 82)  
9/12/07 04:00

Upprifinn

dásamlegt ljóđ um hreina vináttu.

9/12/07 04:00

Jóakim Ađalönd

[Verđur meyr og fellir tár]

Ţetta verđur seint fullţakkađ kćri Hlégestur. Sumariđ var stórkostlegt ađ ţví leyti ađ fundir okkar og viđkynning var dásamleg. Fagrir fuglar sungu sitt blíđasta er viđ gengum gegnum Hljómskálagarđinn og rćddum ţvílíka eykt fólk ćtti ađ hafa Reykjavíkurtjörn viđ hliđ ráđhúss borgarinnar og ekki spillti ađ geta ráfađ í garđana í kring,

Borgarstjórinn ţáverandi (ţeir eru orđnir 3 síđan) hyllti okkur sem gesti sína međ kaffisamsćti og eftir góđan fund međ honum héldum viđ yfir götuna í Tjarnarbíó, ţar sem listamenn léku viđ hvurn sinn fingur, bćđi hljómlistar og myndlistar. Mikiđ var gaman ađ gefa öndunum loks ţá hjálma sem ţćr hefur vantađ svo mjög eftir skrítlulag Stuđmanna ţar sem fólki er talin trú um ađ sniđugt sé ađ ţrusa brauđmolum í hausinn á ţeim. Ámátlegt kvak ţeirra var ţađ síđasta sem ég heyrđi áđur en viđ enduđum svo á ,,Bćjarins bezu" og hlógum ađ undursamlegum atburđum dagsins. Mikiđ var gaman ađ upplifa ţetta međ jafn góđum vini og ţér Hlégestur. Ţína heillaskál!

Kv. J.A.

9/12/07 04:00

Golíat

Fallegt, hugljúft, hjartnćmt, .......
Takk.

9/12/07 04:00

B. Ewing

Fallega ort. Mćli samt ekki međ ađ ţú kynnist Jóka í lokuđu rými, ţá myndu vćntanlega koma upp níđvísur um viđrekstrur og bumbuorgel.

9/12/07 04:00

Billi bilađi

<Laumast hljóđlega út af ritinu og lokar varlega til ađ trufla ekki neitt>

9/12/07 04:00

hvurslags

Nú skellihló ég upphátt og gerđi nćrkomani gestum netkaffihússins í Berlín hverft viđ. [laumast út]

9/12/07 04:01

Galdrameistarinn

Dýrt er kveđiđ og fallega.
[Laumast út og lokar hljóđlega á eftir sér]

9/12/07 04:01

krossgata

Krúttlegt er ekki orđiđ, ţađ er of hversdagslegt. Hunangssćtt, nei ţađ er of yfirborđskennt. Golíat er međ ţađ - hugljúft.

9/12/07 04:01

Wayne Gretzky

Fallegt.

9/12/07 04:01

Skabbi skrumari

Vel ort og hugljúft eins og einhverjir sögđu... [Laumast út]

9/12/07 04:01

Garbo

Ţiđ eruđ svo miklar dúllur.

9/12/07 04:01

Ţarfagreinir

Mikiđ afskaplega er gaman ađ sjá ţetta. Veitir manni trú á mannkyniđ (og andarkyniđ) á nýjan leik.

9/12/07 04:01

tveir vinir

ţetta er nćstumţví eins og hjá okkur

9/12/07 04:01

Einn gamall en nettur

Glćsilegt.

9/12/07 04:01

Vladimir Fuckov

[Laumupúkast inn í fjelagsritiđ]
[Laumupúkast aftur út úr fjelagsritinu og heldur niđri í sjer hlátrinum, sjerstaklega yfir síđasta erindinu]

9/12/07 04:01

Günther Zimmermann

Jónas í nýrri skyrtu, heldur betur.
[Hneggjar ögn]

9/12/07 04:02

Huxi

Ţađ blundar ţá eitthvađ annađ í gamla steggnum heldur en meinhorniđ sem hann hefur veriđ ađ reka í fólk og félaga hérna á Gestapó... En ţegar svona blíđlega er mćlt í svona fallegu og vel gerđu ljóđformi, ţá trúi ég bara öllu góđu upp á Ađalöndina.

9/12/07 04:02

Álfelgur

Vćmiđ, nćstum eins og Nermi og Nótta.

9/12/07 04:02

Finngálkn

Agalega var ţetta ljúf lesning! - Nú hef ég efni í skítkast á Hlégest nćstu árin.
En segđu mér Hlebbi - eru íslendingar virkilega orđnir svo helvíti líbó ađ ţeim finnst ekkert undarlegt ađ sjá fúlskeggjađan Talíbana međ önd í göngutúr ađ kvöldlagi? - Mér hefđi allavega fundist ţađ undarlegt ef ég hefđi séđ ykkur bregđa ykkur inn í runna...

9/12/07 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Tímamótalýrík hér á ferđ.

9/12/07 06:00

Stelpiđ

Dásemd.

9/12/07 09:00

Ívar Sívertsen

Fáiđ ykkur herbergi!

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684