— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
hlewagastiR
Heiđursgestur og  skriffinnur.
Sálmur - 5/12/07
Félagslíf ađ sumri

Bráđum lokar Baggalútur
bćtist mér ţá agg og sútur
en fundiđ gćti flesta ţó
fýrana af Gestapó
kúldrast um á Kaffi Blút
og klćmast inn á Skabbalút
(ég girnist heldur garnahland,
gćsluvarđhald, Barnaland)
ţótt afleitt sé ađ búa á bć Freys
betri er ekki vist á MySpace
vart má finna klénni keis (súkk)
en kvartvita sem hanga á Facebook
og aldrei skal ég úti blogga
allra síst á vegum Mogga
ţótt sér kunni ađ kveinka sál
kíki ég vart á Einkamál
heitt er undir hlemm ţess, en
hörmung stćrri er MSN
sumum virđist vesöld duga
(Vladimir er oft á Huga)
svo réttast vćri ađ ráfa og slćpast
í raunheimum (og kannski Skype-ast).

   (78 af 82)  
5/12/07 20:00

Günther Zimmermann

Bravó!

5/12/07 20:00

hvurslags

Svona djarft endarím er mér ađ skapi.

5/12/07 20:00

Herbjörn Hafralóns

Frábćrt!

5/12/07 20:00

Aulinn

Glćsilegt!

5/12/07 20:00

krossgata

Skál! Skemmtilegt. Segist Texi annars ekki eiga Fésbók? Hann nćr kannski ađ verđa heilviti ţegar allt er taliđ saman.

5/12/07 20:01

Lepja

Ţetta er rosalega flott og gaman ađ lesa. Ég las ţetta ţrisvar í röđ.

5/12/07 20:01

Ívar Sívertsen

Hlebbi einfaldlega klikkar ekki!

5/12/07 20:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Svona á ađ gera ţetta. Ţađ er ekkert öđruvísi.

5/12/07 20:01

Andţór

Ćđi! Takk fyrir mig.

5/12/07 20:01

Regína

Höfuđstafur er of aftarlega á einum stađ.
Ađ öđru leiti er ţetta vel frambćrileg ţula.

5/12/07 20:01

Grýta

Svaka flott!

5/12/07 20:01

hlewagastiR

Ég ţakka góđar undirtektir og Regínu fyrir ţarfa ábendingu um bragfrćđi sem hér međ hefur veriđ bćtt úr. Hins vegar andćfi ég ţví ađ ţess sé ţula ţví bragurinn er ţrátt fyrir allt allt of reglulegur til ađ hann falli í ţann flokk. Ţetta mćtti frekar kalla aukna samhendu međ frjálslegri hrynjandi.

5/12/07 20:01

Skabbi skrumari

Helvíti fínt bara, ef einhver kann ađ ríma ţá ert ţađ ţú... Skál

5/12/07 20:01

Álfelgur

Glćsó!

5/12/07 21:00

Isak Dinesen

Fín vísa.

og munu vargar vera á IRCi
víst sem heimta bćndastyrki
nú kemst ég ekki á klćmnar síđur!
konan lćsti - ţetta svíđur
ég sćki hlebba heim ađ tala
en hann veit bara rassíbala
...

5/12/07 21:00

Jóakim Ađalönd

Ţetta er nú barasta snilld. Skál og prump!

5/12/07 21:02

Bleiki ostaskerinn

Ţetta er sko alvöru ímyndunarafl í rími.

5/12/07 22:01

Billi bilađi

Viltu koma í byssó međ mér á međan ţađ er lokađ? Viđ getum fengiđ okkur ís á eftir.

hlewagastiR:
  • Fćđing hér: 2/11/03 22:29
  • Síđast á ferli: 17/2/19 16:40
  • Innlegg: 3684