— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Dagbók - 3/12/04
Fremst meðal dramadrottninga

Uppgjör á erfiðum tímum

Að loknum árlegum lestri mínum á heildarverkum enska skáldjöfursins Shakespeares rann upp fyrir mér að ég hafði ekki tjáð mig lengi á Baggalút. Ég fylltist nokkru samviskubiti og fann fyrir iðrun, enda átti ég von á að Bagglýtingar ráfuðu í reiðileysi um ritvöllinn, rétt eins og Rómeó án Júlíu sinnar, ef daglegar umþenkingar mínar um hin ýmsu málefni og mannleysur væri ekki að finna á Lútnum.

En mikil varð undrun mín. Ekki ein einasta sála hefur saknað mín í fjarverunni, öngvinn leynigestur sent mér orð, fáir blómvendir borist á heimili mitt (ef frá er talinn ægifagur vöndur á konudaginn; takk fyrir það, Teri minn) og fæstir vísast tekið eftir að ég væri fjarri. Ekki hefur einn einasti ritstjórnarmeðlimur komið að orði við mig og beðið mig um að halda skrifum mínum áfram (og hafa þeir þó haft ærin tækifæri til, bannsettir sauðirnir), veitingahúsin blómstra án rýni minnar og stallsystra minna (kannski af því við skelfum verta borgarinnar samviskusamlega í hverri viku, svo þeir verða ekki varir við miklar breytingar) og ástandið í þjóðfélaginu almennt virðist harla gott, þó svo að ég hafi hætt á Baggalúti í rúman mánuð. Það er helst að áhrifa fjarveru minnar gæti í hækkandi húsnæðisverði, þó ég sjái ekki í fljótu bragði hvernig það tvennt tengist saman.

Til að bæta gráu ofan á svart finnst mér anda köldu í minn garð, almúginn hefur risið upp gegn drottningu sinni og háðsglósur, fúkyrði og svívirðingar í minn garð blasa nú við á veraldarvefnum. Sárast svíða dylgjur um að ég hafi snúið aftur undir dulnefni. Daginn sem ég las þær (þá nýbúin að lesa Macbeth) grét ég mig í svefn.

Af öllu þessu dreg ég þá ályktun að ég sé ekki ómissandi og fer bara aftur, að þessu sinni í fússi, enda komið að árlegum endurlestri á Íslendingasögum, biskupasögum (að undanskildri B-gerð Guðmundarsögu; finnst hún alltaf síst), konungasögum (þar með töldum öllum gerðum Ólafs sögu Tryggvasonar) og Sturlungu, sem er eins og notalegt familídrama, miðað við margt annað.

Svei, ég er farin. Farðu nú vel með þig Hilmar minn, og gættu þess að hann faðir þinn skipti reglulega um sokka.

Dramadrottningin eilífa,

Júlía

   (15 af 59)  
3/12/04 00:01

Glúmur

Valkyrja, segi ég. Valkyrja!

3/12/04 00:01

Skabbi skrumari

Þú ert drottningin og það efast enginn um það Júlía mín... ég hef persónulega saknað þín ógurlega, eins og sést best á nýjasta félagsriti mínu, en þar var ég að vonast til að þú myndir nú mæta ásamt fleirum góðum gestum (vildi ekki nefna nein nöfn af ótta við að gleyma einhverjum, en ég hefði ekki gleymt þér)...

Þeir sem talað hafa um þig með háðsglósum, fúkyrðum og svívirðingum dæma sig bara sjálfir, það er nokkuð ljóst, en þú átt hug okkar allra hinna og vonandi kemurðu nú aftur fljótlega Yðar Hátign...

Kv.
Skabbi skrumari

3/12/04 00:01

feministi

Gaman af hressandi skrifum þínum Júlía, og velkomin. Við bárum harm okkar í hljóði, að sjálfsögðu ertu ómissandi.

3/12/04 00:01

Nornin

Ekki fara elsku Júlía, auðvitað hafa bæði feministi og Skabbi rétt fyrir sér... við höfum ekki gleymt þér en erum kannski ekki öll fyrir að bera tilfinningar okkar og söknuð á torg.

3/12/04 00:01

Vladimir Fuckov

Hér kemur kosturinn við stjórnskipan Baggalútíu í ljós - kostur sem jafnframt er ókostur. Sökum fjölda ráðherra, embættismanna og aðalsfólks hrynur stjórnkerfið eigi við hvarf einstakra háttsettra persóna. Greinilegt er jafnframt að þegnarnir kunna margir hverjir þá list að bera harm sinn í hljóði (m.a. vér). Þó hafa sést þræðir þar sem horfinna gesta var saknað, einkum framan af.

Vér getum fullvissað yður um að yðar hefur verið saknað hér af mörgum gestum og sé einhver óvild til staðar er þar um örfáa gesti að ræða (og kannski enga ef á reyndi). Hinsvegar hafa allir gott af einhverri Gestapó-afvötnun stöku sinnum.

[Veltir fyrir sér hvað Íslendingasögurnar, biskupasögurnar, konungasögurnar og Sturlunga séu samtals margar blaðsíður. Veltir fyrir sér hvort drottningin sé e.t.v. loksins komin með þann skammt af mikilmennskubrjálæði er stöðu hennar hæfir. Heldur áfram gerð áætlana um heimsyfirráð.]

3/12/04 00:01

Ívar Sívertsen

Yðar var sárt saknað kæra hágöfgi. Vér rituðum í kveðjufjelaxriti voru meðal annars svo:
--
Það hefur þó árað illa undanfarið og má nefna brotthvarf Hakuchis, Júlíu...
--
Í vorum augum táknar þetta söknuð, depurð og vonbrigði sem felast í því að heldri einstaklingar hafa horfið á braut. Í guðs bænum bíddu með þennan lestur allra bókmenntaverka sem gefin hafa verið út. Yðar er þörf á Gestapó og ekki seinna en strax! Vér auðmjúkir þegnar hyllum yður og krjúpum á kné til að óska endurkomu yðar.

Virðingarfyllst
Ívar Sívertsen

3/12/04 00:01

Hilmar Harðjaxl

Leitt að heyra, ég var eiginlega viss um að þú og Hakuchi væruð komin til að vera. Sakna gagnrýnanna þinna. Hlýtur þá að mæta á sunnudaginn.

3/12/04 00:01

Hakuchi

Glæsilegt drama ungfrú Júlía, vel skrifað og í vönduðum stíl. Þú ert og verður drottning hjarta míns um aldir alda.

3/12/04 00:01

Dr Zoidberg

[Fer að hágráta af einskærri gleði ifir að sjá drotningu sína aftur]

En hvað um að lesa félagsrit Skabba þið eigið ekki að mæta firr en á sunnudag!

3/12/04 00:01

Órækja

Æðst drottninga er sjálf dramadrottningin og þar berð þú Júlía höfuð, herðar, hné og tær yfir samkeppninni. Blóm og ástarbréf ætlaði ég að senda þér en frú Órækja tók það ekki í mál.

3/12/04 00:01

Enter

Mig tekur það vissulega sárt, en ég held að blessuð kerlingin sé ekkert á leið hingað aftur í bráð: <a href="http://www.baggalutur.is/images/julia_filmweb.jpg">Smellið hér til að lesa nánar.</a>

3/12/04 00:01

Júlía

Nei, það geturðu sveiað þér uppá, armi taðskegglingur og ritsóði!
Og blómin eru dauð!

3/12/04 00:01

bauv

Vó pirruð!

3/12/04 00:01

Hakuchi

Ég mæli með lestri á síðunni sem Enter vísar á. Skv. sænska miðlinum virðist þetta vera alvarlegt mál.

3/12/04 00:01

Barbapabbi

Vantar okkur þá ekki nýja drollu, er Gimlé ekki sjálfskipuð út á sitt gullna útlit? :þ

3/12/04 00:01

Hakuchi

Úff þetta var illa sagt Barbi. Og brosmerki!? Hvað hefur hlaupið í þig piltur?

3/12/04 00:01

Herbjörn Hafralóns

Auðvitað var ykkar beggja saknað, en manni hefur lærst á langri ævi að bera harm sinn í hljóði. Velkomin aftur bæði tvö, Júlía og Hakuchi.

3/12/04 00:01

Barbapabbi

Vantar okkur þá ekki nýja drollu, er Gimlé ekki sjálfskipuð út á sitt gullna útlit? :þ

3/12/04 00:01

Hakuchi

Úff þetta var illa sagt Barbi. Og brosmerki!? Hvað hefur hlaupið í þig piltur?

3/12/04 00:01

Mosa frænka

Júlía! Ekki fara aftur.

3/12/04 00:01

Júlía

Ég fer nú ekki langt frá þér, Mosa mín.

Hins vegar er fráleitt að gimlé prinsessa taki við krúnunni af mér. Helst gæti ég unnt vesalings Camillu hans Kalla Englaprins að máta mína kórónu, svona svo hún fengi að vera drottning í einn dag. En leirskálið gimlé fær ekki að slæma skítugri klónni í hina Bagglýtísku krúnu.

3/12/04 00:01

Mjási

Halló! Júlla.
Ég vil benda þér á það, að það er okkar að vera fúl og sár.
það varst nefnilega þú sem fórst frá okkur, ekki við frá þér.
Vertu eigu að síður velkomin.

Ps. Farðu að yrka fyrriparta.

3/12/04 00:01

Ívar Sívertsen

Júlía, við vorum farin að sakna eldmóðsins í þér!

3/12/04 01:00

Jóakim Aðalönd

Ég fyrir mitt leiti saknaði þín hvað mest af öllum þeim er fóru. Ég er nú svo gamall sem á börtum má sjá og kann að bera harm minn í hljóði, en margar stundir hef ég setið í peningabaðinu og huxað til gamalla tíma með yðar hátign. *Býr til Amazon úr tárum*

3/12/04 01:00

Nafni

Jæja...

3/12/04 01:01

Dr Zoidberg

[Fer að hágráta ifir því hvað drottningin er pirruð]

3/12/04 01:01

Júlía

Kæri Jóakim, mér hefur sannarlega oft verið hugsað til peninganna þinna og þá á stundum einnig til þín. Þú ert öðlingur.
Zoidberg minn, væri ekki réttast að þú skelltir á þig hormónaplástri? Þessar geðsveiflur geta varla talist eðlilegar, eða hvað?

3/12/04 01:01

Barbie

(Smellir á linkinn hans Enter og tryllist af hlátri) Tilvitnun: ,,Rygten um ad hun har flyttet ind med playboyen Anton ´er kun rygter´, siges af hendes japanske ægtemand, kong Hakuchi I af Baggalutia. 'Vi er helt vild med hinanden´. Ekkert slær Enter út á góðum degi.

Elsku Júlía mín. Hirðmeyjastörfin hafa ekki verið söm án þín. Án mikils drama höfum við Dio bara látið okkur hverfa í það mikla og dimma tómarúm sem skapaðist við brottför þína. Engin verslar eins og þú. Engin brosir eins og þú. Engin er eins snjöll og dásamleg eins og þú. Svo ég sakna þín ákaflega og innilega mikið. Hvað segir þú um stutta verslunarferð um helgina? Bara svona pínu pons? Þú þarft varla að lesa allt þetta...aftur??? Komdu út að leika!

3/12/04 01:01

Glúmur

ÚTSALA, ÚTSALA!!
"ÚltraKóbalt" á uppsprengdu verði!
Drottningar velkomnar.
Nýtt kortatímabil, einnig tekið við krúnudjásnum og líffæravíxlum.

3/12/04 01:01

Vladimir Fuckov

NEI ! Það er sko ekkert últrakóbalt til sölu núna, jafnvel þó um okurverð væri að ræða. Vér þurfum að nota það á sunnudgskvöldið. Hinsvegar höfum vér örlítið plútóníum til sölu á uppsprengdu verði enda lítið um hálku þessa dagana.

3/12/04 01:01

Júlía

Mikið hef ég saknað þess að fara í ærlega verslunarferð - ég er svo sannarlega til í eina slíka, Barbie mín!

3/12/04 04:00

Barbie

Drífum okkur þá endilega. Innanlands eða eigum við að halda utan? [dregur upp slatta af kreditkortum]

3/12/04 04:01

bauv

Komið svo með gagnrýni!

3/12/04 04:01

Finngálkn

Já út með gæruna!!!

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.