— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Pistlingur - 2/11/03
Skabbi skrumari

Eins og þeir sem voru á Árshátíð Baggalúts í sumar muna, fengu gestir fallega orðu fyrir afrek sín á Lútnum. Þrír heiðursmenn, sem öðrum fremur hafa sett mark sitt á þetta merkilega samfélag fengu að auki sérstaka útnefningu sem heiðursborgarar Baggalúts og fengu einstæða mynd af ritstjórninni allri að gjöf, en það mun vera mesti heiður sem dauðlegum mönnum hlotnast hér á jörðu. Þrátt fyrir talsverðan skarkala, háreysti, hlátrasköll og grátekka tókst mér ekki aðeins að heyra, hvað Ritstjórn hafði að segja um öðlinginn og mannvininn Skabba skrumara, heldur lagði ég orð þeirra á minnið og hef geymt í hjarta mínu og harða diskinum í allan þennan tíma, ef ske kynni að þau mætti nota síðar.

Nú er sú stund runnin upp. Skabba var gróflega misboðið um helgina, svo mjög að hann hefur tekið þá ákvörðun að hætta að gleðja okkur með návist sinni um tíma. Ég held að við getum öll verið sammála um að Skabbi er mestur öðlingur okkar allra. Án hans er hætt við að ófriður, úlfúð og illindi vaði uppi - og þá verður nú á endanum lítið gaman að leika sér á Lútnum.

Hér á eftir má lesa hvað Ritstjórn hafði að segja um blessaðan karlinn:

Skabbi skrumari hlýtur Heiðursdoktorsnafnbót og er jafnframt einn þriggja Heiðursborgari Baggalúts. Skabbi er friðarhöfðingi og hvers manns hugljúfi, sannur heiðursmaður í hvívetna, gamansamur, seinþreyttur til vandræða, glaðsinna, örlátur og ævinlega tilbúinn til að deila óþrjótandi ákavítisbirgðum sínum með öðrum. Hann er eitt af góðskáldum Baggalútíu og mansöngvar hans eru með því fegursta sem ort hefur verið á íslenska tungu. Skabbi hefur verið e.k. ‘mentor’ eða lærifaðir allflestra Bagglýtinga og sá, sem hvað minnstur styrr hefur staðið um. Fyrir það fær hann Friðarverðlaun Lútsins.

Skabbi minn, ég orti litla vísu (með botni) handa þér:

Tárin renna, treginn vex
tekst mér vart að leyna.
Úlfúð, nöldur, arg og pex
án Skabba gleð'ei neina.

   (16 af 59)  
2/11/03 08:01

Haraldur Austmann

Tárin renna já. Tek heilshugar undir þetta allt saman.

2/11/03 08:01

Golíat

Já, verða að nálgast þurran vasaklút í hádeginu.

2/11/03 08:01

Golíat

2/11/03 08:01

Þarfagreinir

Já, gæðablóð er hann. Skál fyrir Skabba Skrumara!

2/11/03 08:01

Hildisþorsti

Já skamm - allir þeir sem voru að stríða Skabba.

2/11/03 08:01

Heiðglyrnir

Djö...það hefur einhv... farið upp á augun á mér. Mikið var þetta falleg kveða til Skabba.

2/11/03 08:01

Golíat

Hvað var það sem fór svona í strákinn, hverjir voru vondir við'ann?

2/11/03 08:01

Órækja

Hann átti þetta svo sannarlega skilið. Mikill heiðursmaður hann Skabbi.

2/11/03 08:01

Heiðglyrnir

Allir sem voru vondir við Skabba verða að biðja hann afsökunr, minna má það ekki vera svona í kveðjuskyni. Ef að ég hef misboðið þér á einhvern hátt Spabbi minn þá bið ég þig að AFSAKA mig. Sem byrjandi hér vil ég segja að án hvatninga og manngæsku, Skabba vorkenni ég þeim sem á eftir koma.

2/11/03 08:01

Muss S. Sein

Maður hverfur frá í hálfan sólarhring og þá er Baggalútarskáldið horfið! Hví, hver, hvurnig?

2/11/03 08:01

Ívar Sívertsen

Nú verðum við að taka höndum saman og endurheimta hinn hrakta skrumara aftur.

2/11/03 08:01

Vladimir Fuckov

Það rifjast svo sannarlega upp góðar minningar við lestur á þessum pistlingi [fær nostalgíukast], verst er að vér munum eigi jafn nákvæmlega og Júlía hvað sagt var við verðlaunaafhendinguna heldur bara einstök brot [hugsar með sér að það sé e.t.v. eigingirni að nefna þetta].

En það er mikill missir sé Skabbi horfinn fyrir fullt og allt, vonandi er þetta bara 'afvötnun' í 1-2 vikur eins og stundum áður. Sé þetta hið síðarnefnda er það samt líklega góð áminning til gesta hér um að eigi er það sjálfgefið að allir gestir verði hér áfram sama hvað á gengur. Hinsvegar fer að verða óskemmtilegt að koma hér ef meiriháttar ótíðindi koma upp annan eða þriðja hvern dag, fyrst um lokun Gestapó (sem betur fer urðum vér tiltölulega fljótt vissir um að það væri gabb) og nú þetta sem vér erum óvissari um hvað þýðir.

Sjálfir höfum vér núna ákveðið að fara í Baggalútsafvötnun í 1-2 vikur einhverntíma í upphafi nýs árs. Það er löngu tímabært og jafnframt fyrsta 'ónauðsynlega' afvötnunin (þ.e. eigi afleiðing ferðalaga o.þ.h. innanlands eða utan) í langan tíma. Skiljum vér því vel ef um slíkt er að ræða hjá Skabba og vonum að það sé skýringin.

2/11/03 08:01

Golíat

Þetta er farið að minna manna á minningargreinarnar í Mogganum, mærð okkar er slík.

2/11/03 08:01

SlipknotFan13

Það er mikill missir í Skrumaranum. Þó ég teljist vart til heiðursgests hér á Lútnum, tel ég mig samt sem áður heiðursmann og hef reynt að koma fram sem slíkur. Hingað fer ég í afvötnun frá aulahátt og vitleysisgang annara spjallsvæða því hér má ávallt finna fróðlegar umræður og rökræður í stað rifrilda.
Ég trúi ekki öðru en að Skabbi muni snúa aftur og það fyrr en varir, því veröldin sem ríkir utan við baggalútinn er slík forarsvað að sá sem einu sinni hefur þvegið sér með sápu Lútsins fær sig ekki burtu slitið langtímum.

2/11/03 08:02

Vímus

Mikið andskoti hlýtur að vera gaman að láta dekra sig svona.

2/11/03 12:01

Skabbi skrumari

Maður tárast bara... en ég þoldi ekki lengur við í fríinu... mun hugsa mig tvisvar um næst... líklega borgar sig ekki að vera svo dramatískur að kveðja fyrir nokkra daga, það hefði enginn tekið eftir því ef ég hefði ekki látið vita af því, enda bara örfáir dagar...

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.