— GESTAPÓ —
Júlía
Nýgræðingur og  skriffinnur.
Gagnrýni - 31/10/03
Ráð undir rifi hverju

Um nýútkomnar bækur

Nýlega bárust mér í hendur þrjár nýútkomnar bækur: Kormákur og kattþeytillinn, Snorkóforkur og undarlega plánetan og síðast en ekki síst, Týnda prinsessan. Allar eru þær úr bókaflokknum Snjallræðasögur. Sögurnar eru um margt ólíkar, en eiga það allar sammerkt að þar takast höfundarnir á við grundvallarvandamál mannlegrar tilveru á listrænan og skorinorðan hátt. Persónusköpun er ákaflega vel heppnuð, hver söguhetja er dregin skýrum dráttum svo þær vakna ljóslifandi til lífsins á síðum bókarinnar. Bygging hverrar sögu er markviss og hnitmiðuð og greinilegur stígandi í frásögninni, svo lesandinn er hugfanginn frá fyrstu síðu til hinnar síðustu. Glæsilegar myndir prýða bækurnar og texti og myndir haldast í hendur þannig að úr verður ein heild.

Bækurnar eru sannarlega hvalreki á fjörur allra þeirra er unna góðum bókmenntum, íslensku máli og myndlist.
Það er ósk mín og von að höfundarnir haldi áfram á sömu braut og láti meira frá sér heyra í framtíðinni.

   (20 af 59)  
31/10/03 22:01

Órækja

Vandfundnar eru nú þessar bækur, en ég man eftir að hafa lesið þær þegar ég var yngri og þótti þær hin besta skemmtun.

31/10/03 23:01

Júlía

Vandfundnar verða þær ekki mikið lengur, því þær eru nýkomnar út og ættu að fást í betri og verri bókabúðum innan tíðar.

Júlía:
  • Fæðing hér: 1/11/03 17:16
  • Síðast á ferli: 22/5/06 23:57
  • Innlegg: 0
Fræðasvið:
Matarmenning.
Æviágrip:
Líf mitt er eins og lokuð bók. Hins vegar neyðist ég til að segja eitthvað vilji ég halda aukamyndinni minni inni.
Þetta fallega hálsmen fékk ég t.d. í sumargjöf 1997. Annað þarf fólk ekki að vita.