— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/12
Stökkmor.

Fróðleikur fyrir Regínu.

Mordýr (Collembola)

Mordýr eða stökkmor, eins og þau kallast líka, eru ýmist fremur eða mjög smá jarðvegsdýr, 0,5-5 mm á lengd. Margar tegundir eru ljósar á lit en aðrar í ýmsum litum, gulum, fjólubláum, gráum, brúnum. Mordýr eru ýmist kúlulaga eða staflaga. Aftarlega á afturbolnum hafa flest þeirra stökkgaffal sem þau nota til að stökkva með.
Þessi skordýr þyrpast stundum í snjóskafla þegar gerir asahláku og verða þeir þá allir á iði.

   (3 af 8)  
2/12/12 05:01

Regína

Fróðlegt! Ég hef aldrei séð þetta fyrirbæri, er þetta mest við sjó?

2/12/12 05:01

Regína

Ég býst við að yirpast eigi að vera þyrpast. það er hægt að laga svona villur með því að smella á RITSTÖRF og fara inn í pistlinginn.
Þegar það er búið, þá eyði ég þessu.

2/12/12 05:01

Mjási

Það tapar enginn á því að þekkja Regínu.
Takk fyrir ábendinguna.!
Nærri sjó eða ekki, hef ekki hugmynd.
Sá þetta fyrs úti á lóð þegar snögg hlýaði ofan í mikinn snjó.

2/12/12 05:01

Regína

Haha, nú stendur þyirpast! Geturðu tekið út i-ið? Og fyrst þú þakkar mér fyrir þá er ég ekkert að eyða ábendingunni.

2/12/12 05:01

Heimskautafroskur

Stökkmor er algengt í grasmóum, að ég held um allt land. Er áberandi á sumrin þegar maður sest niður í grasi vaxna laut með nestið sitt. Maður getur látið kvikindin hoppa með því að pota með fingurnögl upp að þeim; fljúga þá hundurðfalda lengd sína. Það er gaman.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.