— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Sálmur - 3/12/06
Það var einusinni Framsókn

Það er svo gaman að sparka í liggandi larf.

Kjölurinn á Framsókn virðist fúinn,
frumvörp þeirra minna á eyðisand.
Ræðari úr rúmi hverju flúinn,
rifin segl og fúið sérhvert band.

En Nonni Sig við stírið keikur stendur
af stakri lagni siglir upp á sker.
Hann segist vita um víðar eyðilendur,
hvar vonlaus flokkur geti unað sér.

Þar mun enginn upp á framsókn klaga,
enda sérhver hræða flosnuð burt.
Fylgislaus við hoppum þar um haga
og hrínum eins og svín, með pí og kurt.

   (5 af 8)  
3/12/06 10:01

Offari

Framsóknin er nauðsyn nú
neyðist til að vera
Falli hann hér frá munt þú
fátt hér haf'að gera.

3/12/06 10:01

Hakuchi

Vertu kærlega og innilega velkominn kæri Mjási. Þú hefur ekki sést í háa herrans tíð.

3/12/06 10:01

Isak Dinesen

Fjári gott.

3/12/06 10:01

Jóakim Aðalönd

Góð innkoma hjá þér Mjási. Skál!

3/12/06 10:01

Billi bilaði

Vonandi stendur hann ekki upp við sparkið. [Glottir]
Skál!

3/12/06 10:02

krossgata

Skemmtilegt kvæði.

3/12/06 10:02

Vímus

Það gleður mig að sjá þig aftur og alltaf erþ að jafn skemmtilega kaldhæðið sem frá þér kemur. Ég vil fá meira að heyra.

3/12/06 11:01

Prins Arutha

X-Mjási.

3/12/06 12:01

B. Ewing

X-Mas
ó fjas
fæ dass
í glas

Mitt fas
og ras
er gas
á meira mas.

3/12/06 15:00

Heiðglyrnir

Mjási minn, meira af svo góðu, þakka þér fyrir...Skál.

3/12/06 15:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Stórgott, líktog við var að búast af höfundi
– sem sannarlega mætti sjást hér oftar. . .

Skál, mæti Mjási !

[ ps. - Það er vitaskuld valfrjálst - en ekki væri úr vegi, þegar droppað er inn næst, að breyta uppsetningunni í ´Sálmur´ ]

3/12/06 15:02

Mjási

Þakka fyrir fallegar kveðjur í minn garð.
Og þér fyrir (ps.) ábendinguna Natan.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.