— GESTAPÓ —
Mjási
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/05
Pestar væl.

Heilsuleysi mitt er ekki til eftirbreytni.

Hér ligg ég sem larfur í bæli,
löðrandi sveittur og hrakinn.
Heltekinn vesaldarvæli,
varnarlaus andlega nakinn.

Því vírusar hafa virkjað minn kropp
og vísast þar halda nú fund.
Ég ælt hef og drullað í kirnu og kopp,
klárlega bæði, um stund.

Úr vitunum lekur, slefa og slubb,
sláttur í hlustunum dunar.
Ég missi í sængina saurmeingað gubb,
samfellt því hvort tveggja bunar.

Já svona er heilsan, ég segi það satt,
sumum þó finnist ég vílinn.
Því kjökur mitt yrði svo andskoti flatt,
án þess að færa í stílinn.

   (6 af 8)  
2/12/05 14:01

blóðugt

Ræfilstuskan. Megi bati þinn verða góður og skjótur.

2/12/05 14:01

Barbapabbi

Ákavíti sótthreinsar meltingarfærin, gefur hraustlegt og gott útlit. Gott að sjá að rímstöðvarnar hafa þó sloppið óskaddaðar frá ósköjpunum.

2/12/05 14:01

Jóakim Aðalönd

Samhryggist þér, þjáningarbróðir. Segjum heilsuleysi stríð á hendur.

2/12/05 14:02

Heiðglyrnir

Snilld Mjási minn, náðu heilsu en aldrei hætta að leika þér með orð.

2/12/05 15:00

Skabbi skrumari

Hættu þessu væli og fáðu þér Ákavítisblandað lýsi... annars er þetta frábært hjá þér karlinn minn... skál

2/12/05 17:00

dordingull

Þetta er nú drulla í lagi.
Glæsilegt Mjási.

2/12/05 17:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Fátt er svo með öllu illt - tildæmis þetta pestarkast, að eigi komi nokkuð gott útúr því - tildæmis þessi skemmtilegi sálmur.

3/12/06 16:01

The Shrike

Flott maður.

Mjási:
  • Fæðing hér: 30/10/03 23:58
  • Síðast á ferli: 5/2/24 20:44
  • Innlegg: 1458
Eðli:
Glaður í bragði.
Fræðasvið:
Fávís um flest.
Æviágrip:
Fæddist mjög ungur, ólst upp , lifi til dauðadags að öllu óbreyttu.