— GESTAPÓ —
Vestmann
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/11/02
Notagildi

Vegna bráðsnjalla uppfæringa gefst mér nú kostur á að rita misvitrænar hugleiðingar og þakka ég umsjónarmönnum "vef sannleikans" fyrir.
En um hvað er æskilegt að rita? Er réttast að halda úti einhvers konar dagbók, skrifa niður allar sínar ferðir og um uppákomur í mínu tilbreytingalausu lífi? Telst það kannski fýsilegra að rita niður niðrandi ellegar faguryrði um vissa einstaklinga og með því að nota uppfæringuna sem grundvöll fyrir ýmiss níðrit eða upphefningar?

Sjálfur veit ekki fyrir víst um hvern andskotann ég mun skrifa í náinni framtíð, mögulega mun einhver líkna mér í þeim efnum með skýrmæltum leiðbeiningum, en þó fagna ég því innilega að vera kominn yfir þá hindrun sem fyrstu skrif geta verið, það hefir löngum verið þekkt hversu erfitt er að byrja.

Þakka þeim er höfðu þolinmæði í að lesa þetta bölvaða rit og biðst ég afsökunar, því það er engum manni hollt að lesa langar og tilgangslausar langlokur. En næsta færsla verður vonandi betri, þá mun ég vera búinn að gera upp hug um hvað ég skal skrifa.

Þakkir, enn á ný

   (3 af 3)  
5/12/07 05:02

krossgata

4/5/08 02:32krossgata

Þetta er svar við laumupúkaþræði Vlads er allar líkur benda til að muni dreifast um allt Gestapó. Þ.e. þráðurinn ekki Vald. Og þó, er Vlad ekki alls staðar líka?

Vlad í rótinni:
Nú er þessi þráður orðinn nógu fjölmennur til að unnt er að hefja hjer umræður um Lútsins gagn og nauðsynjar [Ljómar upp] (05.05.2008 10:27).

Ég tel það afar gagnlegt og nauðynlegt að velta upp þeim algenga misskilningi að fólk virðist telja að orðið "kýrskýr" þýði klár, greindur eða eitthvað gáfulegt. Þetta er alrangt og þýðir orðið heimskur eða heimskulegur. Erum við að horfa fram á að merking orðsins kýrskýr sé að breytast og við lifum á tímum þar sem einhver hluti fólks skilur þetta sem heimsku og hinn hlutinn greind? Þetta getur augljóslega valdið miklum misskilningi í samskiptum fólks um ótiltekinn tíma.

9/12/07 05:01

Álfelgur

Já sæll!

Vestmann:
  • Fæðing hér: 30/10/03 22:57
  • Síðast á ferli: 12/5/04 19:19
  • Innlegg: 0
Eðli:
Vestmann er taugaveiklaður og þröngsýnn, þá sér í lagi þegar hann er með öli.
Fræðasvið:
Skottulækningar, áfengisbrugg og sala ásamt barnaútburði.